Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 18
Við fengum Lindu Benedikts-dóttur uppskriftahöfund og fagurkera til að deila með okkur uppskrift að dásemdar- kökum fyrir helgarkaffið. Linda Ben rekur uppskriftasíðuna lindaben. is, ásamt því að taka allar myndir fyrir síðuna. Einnig heldur hún úti Instagramsíðunni instagram.com/lindaben þar sem hún deilir bæði uppskrift- unum sínum og gefur innsýn inn í heimilislíf sitt. Hún er í sambúð og á tvö börn og veit ekkert betra en að eiga ánægjulegar stundir með fjölskyldunni í eldhúsinu. Nú ert þú að fara gefa út þína fyrstu uppskriftabók, segðu okkur aðeins frá tilurð hennar og hvar þú fékkst innblásturinn? „Ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að einn daginn muni ég gefa út bók og er því búin að hugsa lengi hvernig hún eigi að líta út, hvernig uppskriftir eiga að vera í henni og svo framvegis. Ég fæ mikið af mínum innblæstri frá fjölskyldu minni. Ég elska að endurgera og þróa gamlar upp- skriftir og svo geri ég mikið af því að kasta hugmyndum á milli minna nánustu og þróa þann- ig uppskriftir. Uppskriftirnar í bókinni koma úr öllum áttum, mest er af nýjum uppskriftum, einhverjar eru gamlar sem ég er búin að þróa áfram og gera enn þá betri en sumar eru lesendum góð- kunnar og að mínu mati ótrúlega gott að hafa útprentaðar í bók.“ Ertu til í að ljóstra upp nafninu á bókinni? „Bókin fjallar um mína fyrstu ást – Kökur – og það er einmitt nafnið á bókinni, Kökur.“ Linda hefur haft ástríðu fyrir matar- gerð og bakstri í mörg ár eins og hún segir sjálf frá. „Ég hef mikla ástríðu fyrir því að skapa góðan mat og kökur, bæði hollt og óhollt þar sem ég tel að jafn- vægi þar á milli sé hinn gullni meðalvegur, að minnsta kosti fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég legg afskaplega mikið upp úr því að gera kökurnar og matinn fallegan enda borðum við flest öll fyrst með augunum, svo með munninum. Það er líka gaman að bera eitthvað fram á borðið sem maður getur verið stoltur af. Þar sem ég er tveggja barna móðir og yfirleitt nóg að gera á heimilinu, legg ég mikið upp úr einföldum og fljótlegum uppskriftum sem bragðast vel. Kökurnar sem ég geri eru skreyttar með einföldum hætti og ég reyni að hafa vel f lest áreynslulaust. Fegurðin leynist nefnilega oftar en ekki í einfald- leikanum.“ Ertu til í að gefa okkur uppskrift að skotheldum kökum fyrir helgar- kaffið? „Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að æðislegum stórum kanilsykurs- bollakökum sem eru í miklu uppá- haldi hjá okkur fjölskyldunni. Það skemmtilega við bollaköku- bakstur er að hann hentar vel í þessu ástandi sem við lifum við, Ljúffengar bollakökur með kanil sem enginn stenst Þegar fjölskyldan er heima í huggulegheitum um helgar er ekkert betra en að eiga ljúfa samveru- stund við eldhúsborðið í kaffitímanum og snæða kökur sem bráðna í munni. Hér gefur Linda Ben uppskrift að kanilsykursbollakökum sem eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldu hennar. Stórar kanilsyk- ursbollakökur að hætti Lindu Ben. Sjöfn Þórðardóttir Matarást Sjafnar þá á ég við að þegar allir hafa borðað nægju sína af bollakökum þá er einfalt og þægilegt að setja afganginn í frysti þar til síðar.“ Krönsí toppur 30 g smjör 30 g hveiti 25 g sykur ¼ tsk. kanill Bollakökur 120 g smjör 150 g sykur 100 g púðursykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 350 g hveiti 3 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 200 ml AB-mjólk Kanilsykur 2 msk. sykur 1 tsk. kanill Glassúr 100 g flórsykur 1 msk. vatn Byrjið á því að útbúa krönsí toppinn með því að bræða smjör og bæta út í það hveiti, sykri og kanil. Hræra saman og leyfa því að stirðna á meðan kökurnar eru útbúnar. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst, bætið þá út í eggjunum, eitt í einu og þeytið vel á milli. Blandið vanilludropunum saman við. Í aðra skál skal blanda saman hveiti, lyftidufti og salti, bætið því út í eggjablönduna ásamt súrmjólk og hrærið saman þar til samlagað. Takið stór pappírs-muffinsform og raðið í muffins-álbakka, fyllið hvert form upp 2/3. Hrærið saman sykur og kanil, setjið 1/2 tsk. af kanilsykri ofan í miðjuna á hverri köku. Myljið krönsí toppinn yfir bollakökurnar og bakið inn í miðjum ofni við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þær eru bak- aðar í gegn. Blandið saman flórsykri og vatni í skál, (þið gætuð þurft að setja örlítið meira af vatni eða flórsykri til þess að fá áferðina þykkfljót- andi), dreifið yfir kökurnar. Njótið hvers munnbita í huggu- legheitum. Linda Ben er ástríðufullur bakari. Ég legg afskaplega mikið upp úr því að gera kökurnar og matinn fallegan enda borðum við flest öll fyrst með augunum, svo með munninum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.