Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 34
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS Gjöfin sem gleður GJAFABRÉF FRÁ LÍN DESIGN BÓKANLEGT á www.vok-baths.is eða á hello@vok-baths.is GJAFABRÉFIN FRÁ VÖK BATHS FRÁBÆR GJÖF STANDARD 5 000.- COMFORT 5.900.- PREMIUM 8.200.- Engin gildistími Það getur reynst fyrirtæki dýrara að gefa ekki jólagjöf en að gefa. Óánægjan sem gæti skapast við að sleppa jólagjöfum fyrir- varalaust yrði líklega dýrkeyptari en kostnað- urinn við að gefa gjafir. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Aðventan og jólin eru tími þar sem f lestir hugsa um hvernig þeir geta glatt fólkið í kringum sig. Fyrir fyrir- tæki er því alveg eins farið; að gefa starfsfólkinu jólagjafir er tækifæri til að sýna væntumþykju, gleðja og að segja takk fyrir að vera hluti af teyminu,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðsráðgjafi hjá OR-samstæðunni og formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Ásdís Eir segir jólagjafir fyrir- tækja hafa mikið gildi fyrir starfs- fólkið. „Það er gott að finna að vinnu- veitandanum er ekki sama um þig á jólunum og að hann langi að gleðja þig á þessum tímamótum. Verðgildi gjafarinnar skiptir ekki öllu máli heldur frekar hlýhugur- inn að baki.“ Vandasamt val Þegar starfshópurinn er fjöl- breyttur segir Ásdís Eir geta verið vandasamt að finna gjöf sem hittir í mark hjá öllum. „Sum fyrirtæki hafa farið þá leið að bjóða starfsfólki að velja á milli nokkurra ólíkra gjafa, til að tryggja að allir fá eitthvað sem hittir í mark. Mér finnst sjálfri geggjað þegar fyrirtæki gefa gjafir sem eru í takt við gildi þeirra og það sem þau standa fyrir. Það er síðan að sjálfsögðu alls konar sem passar ekki í jólapakka starfs- fólks, eins og hlutir sem geta sært blygðunarkennd þess eða stríða gegn almennu velsæmi.“ Rétti tíminn til að gleðja Ásdís Eir er spurð hvort alfarið megi sleppa jólagjöfum af hendi vinnuveitenda. „Ef ekki er tilefni til að gleðja starfsfólkið eftir þetta krefjandi tímabil sem árið 2020 hefur verið mörgum, hvenær þá? Það er auð- vitað engin skylda að gefa jóla- gjafir en þetta er algeng leið til að sýna starfsfólki væntumþykju og þakklæti,“ svarar Ásdís. „Ef fyrirtæki hefur alltaf gefið jólagjafir og ákveður svo að sleppa því eitt árið, þá væri klókt að útskýra ástæðuna vel og finna leið til að gleðja starfsfólk með öðrum hætti. Það getur reynst fyrirtæki dýrara að gefa ekki jólagjöf en að gefa. Óánægjan sem gæti skapast við að sleppa jóla- gjöfum fyrirvaralaust yrði líklega dýrkeyptari en kostnaðurinn við að gefa gjafir.“ Þá sé fallegt að framkvæmda- stjórinn eða forstjórinn láti per- sónulega kveðju fylgja jólapakk- anum. „Hugurinn á bak við að gefa jólagjöf er að gleðja og sýna væntumþykju. Persónuleg kveðja með pakkanum er áhrifarík leið til að koma þeim skilaboðum á framfæri,“ segir Ásdís Eir. Óvæntur glaðningur Sé efnahagur fyrirtækja bágur í aðdraganda jóla segir Ásdís Eir mikilvægt að koma fram af ein- lægni. „Því miður kreppir skórinn hjá sumum fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins nú og ef staðan er þannig að jólagjafakaupin skipta miklu máli fyrir rekstur- inn er nauðsynlegt að útskýra stöðuna vel frekar en að sleppa jólagjöfinni fyrirvaralaust og gera ráð fyrir að starfsfólkið fylli í eyð- urnar. Ef ekki er svigrúm til jóla- gjafa er mikilvægt að vera hrein- skilinn og útskýra það. Fallegt og persónulegt bréf frá forstjóra eða framkvæmdastjóra, þar sem staðan er útskýrð, væri starfsfólki áreiðanlega mjög mikilvægt.“ Sjálf hefur Ásdís fengið margar frábærar og hugulsamar gjafir frá sínum vinnuveitendum í gegnum tíðina. „Sú eftirminnilegasta er samt líklega lítið ferðasnyrtisett sem ég fékk fyrir mörgum árum. Ég vann þá í hlutastarfi meðfram háskóla- náminu, sem spyrill hjá fyrirtæki sem sá um alls konar viðhorfs- kannanir. Fyrstu jólin mín þar átti ég alls ekki von á að fá jólagjöf – ég vann bara nokkur kvöld í mánuði – og ég man hvað það kom mér á óvart að þau skyldu líka hugsa til mín. Gjöfin var hvorki stór né dýr, en hún gladdi hlutastarfsmanninn mig heilan helling,“ segir Ásdís Eir, sællar minningar. 16 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR Takk fyrir að vera hluti af teyminu Jólagjafir til starfsmanna fela í sér væntumþykju og þakk- læti. Eftir krefjandi ár 2020 segir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi ærið tilefni til að gleðja starfsfólkið. Ásdís Eir Símonardóttir er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.