Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 4
FÉLAGSMÁL Silja Dögg Gunnarsdótt-
ir, þingmaður Framsóknarflokksins,
fer fyrir hópi þingmanna sem vilja
að opinberar stofnanir hafi rýmri
heimildir til að miðla upplýsingum
um heimilisofbeldi sín á milli. Hefur
hún lagt fram þingsályktunartillögu
í annað skiptið um málið en tilkynn-
ingum um heimilisof beldi hefur
fjölgað mikið frá því að málið kom
fyrst inn í þingið.
Þegar hefur verið gert mikið til að
tryggja samstarf lögreglunnar við
önnur stjórnvöld. En samtalið þurfi
að geta átt sér stað í hina áttina því
að oft sitji starfsfólk til dæmis heilsu-
gæslustöðva og skóla með upplýs-
ingar um ofbeldi sem það geti ekki
komið í réttan farveg.
Silja horfir ekki síst til lands-
byggðarinnar hvað þetta varðar.
„Það er meiri nálægð í minni sam-
félögum. Þeir aðilar sem koma að
heimilisofbeldismálum eru því oft
tengdir þolandanum eða gerand-
anum á einn eða annan hátt,“ segir
hún. „Það verður því oft f lóknara
fyrir þolandann að stíga fram þegar
persónuleg nálægð fólks er mjög
mikil.“
Í tillögunni er dómsmálaráðherra
falið að skipa starfshóp til að móta
verklag í heimilisof beldismálum
milli kerfa, rýmka lagaheimildir
og koma á fót samstarfsvettvangi
stjórnvalda.
Gert er ráð fyrir að stofnanir geti
gripið inn í að eigin frumkvæði.
Silja segir að aldrei verði þó gengið
gegn vilja þolandans eða gripið fram
fyrir hendurnar á honum. „Þetta er
hugsað til þess að fjarlægja þoland-
ann frá þeirri ábyrgð sem hvílir á
honum í dag um að bera málið innan
kerfisins. „Þetta yrði ekki þannig að
upplýsingar flæði milli stofnana án
þess að þolandinn viti af því eða vilji
það ekki.“
Sjö aðrir þingmenn Framsóknar-
flokks, Samfylkingar, Pírata, Sjálf-
stæðisflokks, Viðreisnar og Flokks
fólksins eru meðflutningsmenn. Silja
á því von á því að samstaða verði um
málið og það gangi í gegn á þessum
þingvetri. Málið sé komið snemma
fram, þær athugasemdir sem skilað
hafi verið séu jákvæðar og aukin
umræða er um heimilisofbeldismál
í kjölfar COVID-19 faraldursins. Hún
segir einnig að innan kerfisins, frá
lögreglu og fleirum, hafi verið kallað
eftir þessum breytingum. Meðal
þeirra sem brugðust við voru Barna-
verndarstofa, Kvennaathvarfið og
Persónuvernd.
„Ég veit ekki hvort heimilisofbeldi
sé vaxandi en það eru að minnsta
kosti fleiri tilkynningar sem berast.
Kannski er umræðan orðin opnari,“
segir Silja. „Við erum einnig farin að
átta okkur á því að gerendur þurfa
líka aðstoð. Þetta er ekki aðeins for-
dæming á annan veginn heldur þarf
að bregðast við og brjóta upp þetta
mynstur. Til þess þurfum við að hafa
fleiri tæki og tól.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fæðingarorlof ætti að
skilgreina sem rétt barns til
umönnunar á fyrstu mán-
uðum lífsins.
Ungt fólk tjáir sig mikið
um kvíða á samfélagsmiðl-
um og sumir segjast vera
nær óvinnufærir af kvíða.
Heimila þurfi aukna miðlun
upplýsinga um heimilisofbeldi
Átta þingmenn lögðu fram þingsályktunartillögu um að auðvelda samtal innan kerfisins um heimilisof-
beldi sem upp kemur. Skólar, heilsugæslustöðvar eða aðrar stofnanir búi yfir upplýsingum sem ekki sé
hægt að koma í réttan farveg. Sérstaklega þurfi að horfa til landsbyggðarinnar þar sem nálægð sé mikil.
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað í COVID-19 faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það verður því oft
flóknara fyrir
þolandann að stíga fram
þegar persónuleg nálægð
fólks er mjög mikil.
Silja Dögg Gunn-
arsdóttir þing-
maður Fram-
sóknarflokkins
STJÓRNMÁL Embætti landlæknis
telur mikilvægt að lög um fæðingar-
og foreldraorlof endurspegli skiln-
ing á ólíkum aðstæðum fjölskyldna
og bjóði meiri sveigjanleika í til-
högun en gert er ráð fyrir í núver-
andi frumvarpi. Þetta kemur fram í
umsögn embættisins um breytingar
á lögum um fæðingarorlof.
253 umsagnir bárust í samráðs-
gátt um breytingar á lögunum.
Lögum um fæðingarorlof var breytt
í fyrra, og fær nú hvort foreldri fjóra
mánuði í orlof auk tveggja mánaða
sameiginlega. Verði lögunum ekki
breytt verða sameiginlegu mánuð-
irnir fjórir, alls 12 mánuðir. Með
þessum lögum fær hvort foreldri sex
mánuði, en heimilt verður að færa
einn mánuð á milli foreldra.
Í umsögn landlæknis segir að
fæðingarorlof ætti að skilgreina
sem „rétt barns til umönnunar á
fyrstu mánuðum lífsins fremur
en einungis sem rétt fullorðinna
á vinnumarkaði“. Um sé að ræða
geðheilbrigðismál sem „varðar rétt
barna til heilbrigðs upphafs í lífinu“.
Umsagnir bárust einnig frá ein-
staklingum sem virðast f lestar
samhljóma um að foreldrar ættu að
geta skipt f leiri en einum mánuði á
milli sín. Árdís Ethel Hrafnsdóttir
segir í umsögn að þessar hömlur
geti valdið streitu. „Það er frábært
að verið sé að lengja fæðingarorlof.
Hins vegar er það streituvaldandi
fyrir foreldra að búið sé að setja
þeim þessar hömlur m.t.t. fjármála
heimila, brjóstagjafar og tengsla-
myndunar.“
Harpa Björnsdóttir læknir segir
í umsögn: „Það að hafa aðeins einn
mánuð framseljanlegan hjá hvoru
foreldri gerir það að verkum að
margir geta ekki fullnýtt orlofið.“
– bdj
Fjöldi umsagna
um frumvarp
EITTHVAÐ
ALVEG
SÉRSTAKT
Skáldsaga
um
ást
og
geðveiki
og
huggun
eftir
Elísabetu
Jökulsdóttur
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16
COVID-19 Aðsókn í sálfræði-
þjónustu fyrir fullorðna hjá heilsu-
gæslum á höfuðborgarsvæðinu fer
sívaxandi. Una Hildardóttir, for-
maður Landssambands ungmenna-
félaga, segir margt benda til þess að
kórónaveirufaraldurinn sé kvíða-
valdur, þá sérstaklega fyrir ungt
heimavinnandi fólk.
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins, tekur undir með Unu og bætir
við að aðstæður geti verið breyti-
legar og fólk viðkvæmt á mismun-
andi sviðum vegna faraldursins,
til dæmis vegna efnahagslegra
áhyggna, atvinnumissis eða heilsu.
Ungt fólk tjáir sig mikið um
kvíða á samfélagsmiðlum vegna
þriðju bylgjunnar og hafa sum lýst
því yfir að þau séu nánast óvinnu-
fær vegna kvíða. Fjölmargir starfa
heima vegna nýrra samkomutak-
markana en Óskar segir faraldurinn
geta verið meðvirkandi þátt í að
fólk verði óvinnufært vegna kvíða.
„Breytt verklag og vinnufyrirkomu-
lag hefur áhrif á líðan þessa fólks
sem á við erfiðleika að stríða,“ segir
hann.
Vegna takmarkana er búið að
fresta allri hópameðferð í hug-
rænni atferlismeðferð, eða HAM.
„Það er auðvitað ekki hægt annað
við núverandi aðstæður nema með
gerbreyttu sniði,“ útskýrir Óskar.
Sálfræðingar fyrir fullorðna eru á
öllum stöðvum Heilsugæslunnar á
höfuðborgarsvæðinu nema í Mos-
fellsbæ. Aðspurður segir Óskar að
mikilvægt sé að allir borgarar geti
nálgast nauðsynlega þjónustu.
„Það er mjög æskilegt að hægt
sé að nálgast sálfræðiþjónustu á
heilsugæslu í sínu hverfi. Nú eru
sálfræðingar fullorðinna á öllum
stöðvum nema í Mosfellsbæ en
hann hefur verið ráðinn frá 1. nóv-
ember og getur hugsanlega byrjað
fyrr.“ – ilk
Margt bendi til að kórónaveirufaraldurinn sé mikill kvíðavaldur
Una Hildardóttir
9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð