Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Guðmundur segist frá unga aldri hafa lagt rækt við söfnun og varðveislu heim- ilda frá Suðurnesjum og skráningu þeirra. Efnið hefur hann lagt fram öðrum til skoðunar, fróðleiks og ánægju. „Þegar eru komnar mikilvægar heimildir, sem annars hefðu lent í glatkistunni, frá aðilum sem nú eru fallnir frá,“ útskýrir hann. „Sagan af þessu f lugslysi hefur verið á listanum yfir þau sögulegu atvik sem ég vil fjalla um áður en ég lendi sjálfur í kistunni.“ Flugslysið átti sér stað þann 3. maí 1943 þegar sprengjuflugvél hjá f lugher Bandaríkjamanna af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Öll áhöfnin fórst nema stélskyttan George A. Eisel sem komst lífs af. Í heimildarmyndinni Lest we forget mun Guðmundur fjalla um efnið á annan hátt en það hefur verið gert áður. Myndin er séð frá sjónar- horni George A. Eisel en hann verður leikinn af eldri manni. „Mig langar að fjalla um þessa undarlegu tilfinningu að vera einn eftirlifandi einmana á fjalli langt frá allri byggð, óralangt frá heimili og ástvinum. Hvað hann var svangur og hversu mikið hann langaði í steik og franskar kart- öflur. Og úrið sem hann hafði um úlnliðinn. Þetta var í annað sinn sem George A. Eisel lenti í f lugslysi og í bæði skiptin bar hann þetta sama úr sem skaddaðist ekki. Þetta eru aðeins örfáir punktar um það sem vekur áhuga minn,“ segir Guðmundur. Verkefnið er samvinna margra listamanna Handrit myndarinna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menn- ingar-, atvinnu- og nýsköp- unarverkefni á Suðurnesjum en uppbyggingarsjóðurinn er sam- keppnissjóður. „Það eru tíu manns sem koma að gerð myndarinnar á einhvern hátt. Það eru fjórir sem fá greitt núna fyrir handritsvinnu. Vinur minn Hilmar Örn Hilmarsson ætlar að gera tónlistina. Hinir eru einstaklingar sem hafa bundið sig verkefninu fái verkefnið fram- leiðslustyrk. Klippari, tökumaður, framleiðandi, tónlist, hljóðmaður og svo framvegis,“ segir Guð- mundur en stefnan er að sækja um framleiðslustyrk til Kvikmynda- sjóðs. George A. Eisel á sjúkrahúsi en hann var sá eini sem komst lífs af eftir slysið á Reykjanesi. Einn þeirra sem létust var Frank M. Andrews yfirhershöfðingi. Björgunar­ aðgerðir á slys­ stað. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ég get ekki upp- lifað neitt í lífinu nema í gegnum linsuna og listina. Ég verð að kvikmynda allt. Það eru í raun fáir sjóðir sem menn eins og ég geta sótt fjármagn í og það er gríðarlega mikilvægt að hann sé starfræktur. Framhald af forsíðu ➛ „Handritið er byggt á rannsókn- arvinnu Friðþórs Eydal og eru handritaskrifin samvinnuverkefni milli mín og Hlínar Leifsdóttur rit- höfundar. Handritið er 60 síður og verður þetta mynd í fullri lengd.“ Guðmundur segir að mikil vinna hafi farið í öflun gagna og myndefnis en að sú vinna hafi gengið vonum framar. „Uppbyggingarsjóður hefur áður styrkt verkefni mín. Heim- ildamynd mín Guðni á trukknum fékk þar framleiðslustyrk fyrir nokkrum árum og það hefur mikið að segja. Sjónvarpið keypti sýningarrétt á myndinni og verður hún sýnd á komandi misserum. Það eru í raun fáir sjóðir sem menn eins og ég geta sótt um fjármagn til og því er það gríðarlega mikil- vægt að hann sé starfræktur til að listamenn geti starfað við fagið. En ég er einmitt að sækja um styrk til sjóðsins aftur núna vegna áfram- haldandi vinnu við myndina.“ Ekki hefðbundin mynd Myndin verður ekki hefðbundin heimildarmynd eða hefðbundin stríðsmynd eða hetjumynd eins og eru gerðar í Hollywood. Guð- mundur vill birta raunsæja mynd af atburðinum. „George A. Eisel sat fastur í f lakinu í rúman sólarhring þar til honum var bjargað. Það eina sem hélt honum á lífi var regnið sem slökkti eldana sem brenndu nánast allt f lakið. Einn þeirra sem lést var Frank M. Andrews yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu,“ segir Guðmundur. „Flugvélin sem áhöfnin kallaði „Hot Stuff“ var fyrst til að ljúka 25 árásarferðum yfir meginland Evrópu sem sumum þótti mikið afrek þar sem margar slíkar voru skotnar niður af Þjóðverjum. Þá hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem myndu ljúka 25 árásarferðum að þær mættu snúa heim. Þegar f lugslysið átti sér stað höfðu þeir náð 31 ferð. Sagan segir að f lugvélin hafi ætlað að lenda á Íslandi til þess að taka eldsneyti en brotlent í dimm- viðri eftir nokkrar tilraunir til að lenda.“ Guðmundur segir að hingað til hafi því verið haldið fram að þessi atburður hafi mögulega breytt mannkynssögunni og að Andrews hafi verið ætlað það stóra hlutverk að verða yfirmaður alls herafla Bandamanna í seinni heims- styrjöldinni. Eftir að Andrews fórst komst það hlutverk í hendur Dwight D. Eisenhower að starfa sem æðsti yfirmaður leiðangurs- hers Bandamanna í Evrópu, en hann varð síðar forseti Banda- ríkjanna. „Það er samt ekki á hreinu hvert erindi f lugvélarinnar var til Íslands og ekki öruggt að Andrews hafi verið boðin þessi staða en við munum vonandi geta upplýst það í myndinni.“ Guðmundur segir að Kvik- myndir og kvikmyndagerð hafi verið ástríða frá unga aldri. „Það er meira lífsstíll en nokkuð annað. Ég hef haft það sem reglu að horfa á minnst eina mynd á dag og ég les um sögu kvikmyndanna á hverjum degi. Ég get ekki upp- lifað neitt í lífinu nema í gegnum linsuna og listina. Ég verð að kvikmynda allt. Áður en ég fór í kvikmyndanám þá ætlaði ég mér bara að gera leiknar kvikmyndir en í náminu fékk ég áhuga á gerð heimildamynda. Sérstaklega eftir að ég sá myndir Ara Alexand- ers, Ergis Magnússonar og Ólafs Jóhannessonar og komst í kynni við áhugavert og hæfileikaríkt fólk í bransanum sem kenndi við skólann. Aðalfyrirmyndin mín í kvikmyndagerð er Werner Herzog. Hann er Jesú okkar kvik- myndagerðarmanna.“ Auk þess að vinna að heimildar- myndinni um flugslysið er Guð- mundur að þróa tvö kvikmynda- handrit í fullri lengd. Hann segir stefnuna alltaf hafa verið að fara í framhaldsnám í kvikmyndagerð erlendis. „En vegna f lughræðslu fer ég bara alls ekki til útlanda. Ég verð bara að bíða eftir að Listaháskól- inn opni fyrir umsóknir í kvik- myndanám svo ég fái gráðu.“ Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. NÝJAR UMBÚ ÐIR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.