Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 48
Hlutverk safnsins er að leggja áherslu á íslenska hönnun. Til dæmis var sýning um Svein Kjarval húsgagna- arkitekt sem lauk fyrr á þessu ári ákaflega vel sótt. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Sigríður Sigurjónsdóttir er forstöðumaður Hönnunar­safnsins og hefur starfað þar í þrjú ár. Áður rak hún Spark Design Space við Klapparstíg í sex ár sem er sýningarsalur og verslun fyrir íslensk hönnunarverkefni. „Verkefnin tengdust oftar en ekki Listaháskóla Íslands en þar starfaði ég sem prófessor í vöru­ hönnun. Mér þótti erfitt að horfa upp á góðar hugmyndir sem nem­ endur og samstarfsfólk mitt við Listaháskólann voru búin að setja mikinn tíma í, gera frumgerðir og rannsóknir, en svo enduðu verk­ efnin oftar en ekki ofan í skúffu. Spark var hugsað sem farvegur til að klára þessi verkefni og koma þeim á framfæri,“ segir Sigríður og bendir á að nú séu í gangi þrjár mjög áhugaverðar sýningar í Hönnunarsafninu en því miður þarf safnið að loka tímabundið eða til 19. október vegna COVID. Meðal þeirra sýninga sem nú eru í gangi er100% ULL en þar má finna sex mjög áhugaverð verkefni þar sem íslenska ullin er í aðalhlut­ verki. „Um er að ræða hljóðvistar­ lausnir, dýnur, vandaðan fatnað, íslenskt vaðmál, sængur, kodda, gólfteppi, alls kyns efnistilraunir og röggvarfeld, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. „Hlutverk safns­ ins er að leggja áherslu á íslenska hönnun. Til dæmis var sýning um Svein Kjarval húsgagnaarkitekt sem lauk fyrr á þessu ári ákaflega vel sótt og sömuleiðis sýningin 100% ULL sem við vorum að opna. Við ákváðum að bjóða frítt inn á 100% ULL til að kynna safnið og það hefur greinilega áhrif. Það eru yfirleitt viðburðirnir sem draga til sín flesta gesti. Við höfum til dæmis farið í gegnum sögu Rómarborgar í matarboði og sögu Belgrad í gegnum tónlist. Þetta var í tengslum við sýningu á borgar­ kortum eftir Paolo Gianfranc­ esco, ítalskan arkitekt sem býr á Íslandi,“ upplýsir Sigríður. Þátttakendur sýningarinnar 100% ULL koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks en eiga það sameiginlegt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum: Ásthildur Magnúsdóttir vefari, Magnea Ein­ arsdóttir fatahönnuður, verslunin Kormákur & Skjöldur, fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum, samstarfs­ verkefnið Ró og ullarvinnslu­ fyrirtækið Ístex, en sýninarstjórar eru Birgir Örn Jónsson og Signý Þórhallsdóttir þannig að það eru margir sem hafa atvinnu af hverri sýningu. „Við þurfum því miður að af bóka tíu grunnskólahópa og einn framhaldsskólahóp vegna lokunarinnar. Við höfum verið að bjóða grunnskólum sérstaklega upp á leiðsögn og vinnustofu tengt sýningunni 100% ULL. Þetta er einstaklega áhugaverð sýning sem snýst um að nota staðbundið hrá­ efni í vandaðar vörur sem endast lengi. Við þurfum líka að af bóka leiðsagnir og Hönnunarskóla Hönnunarsafnsins,“ segir hún, en auðvitað vonast allir til að eðlilegt starf geti hafist sem fyrst aftur. „Á mánudaginn erum við búin að bóka kvikmyndatökumenn sem ætla að vinna með okkur leiðsögn um sýninguna 100% ULL sem við getum sett inn á Facebook og heimasíðu safnsins. Í síðustu lokun vorum við til dæmis með beina útsendingu á Facebook af vefara sem var hjá okkur í vinnustofudvöl, Ásthildi Magnús­ dóttur. Þetta var alvöru vefútsend­ ing. Það kom okkur skemmtilega á óvart að nokkur þúsund manns fylgdust með Ásthildi vefa og spjalla. Við færðum hana líka út í glugga þannig að fólk gat fylgst með henni þegar það gekk fram hjá safninu. Í augnablikinu erum við með fuglasmið í vinnustofu­ dvöl, Sigurbjörn Helgason, og nú förum við auðvitað á f lug með honum og gerum eitthvað áhugavert og skemmtilegt,“ segir Sigríður, svo segja má að safnið sé lifandi þótt dyrnar séu lokaðar. Sýningar Hönnunarsafnsins eru afar fjölbreyttar. „Safninu er skipt í þrjú sýningarrými, vinnustofu­ rými í anddyri safnsins, sýn­ ingarsal þar sem við setjum upp hefðbundnari sýningar og svo loks rannsóknarými sem við köllum Safnið á röngunni. Þar erum við til dæmis með skráningarverkefni á vegum safnsins, ýmis rannsóknar­ verkefni sem tengjast hönnun eins og til dæmis rannsókn á íslenskri myndmálssögu sem Guðmundur Oddur Magnússon leiddi og er nýlokið. Í dag fer fram í þessu rými forvarsla og skráning á textíl­ verkum safnsins. Síðan erum við líka með frábæra safnbúð,“ bendir Sigríður á. „Þá verður sýningin íslensk leirlistasaga frá 1930­1970 opnuð 27. nóvember. Hún verður alveg mögnuð. Þetta er svo flott tímabil. Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir eru sýningarstjórar á þessari sýningu en samtímis gefa þær út bók um sama efni,“ segir Sigríður og vonandi eiga sem flestir eftir að fylgjast með safninu á Facebook. Íslensku ullinni gerð góð skil í Hönnunarsafninu Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ leggur sérstaka áherslu á íslenska hönnun. Þar hafa margar áhugaverðar sýningar verið settar upp og núna eru þrjár nýjar í boði. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margir listamenn leggja sýningunni 100% ull lið. Það er skemmtilegt að litast um á ullarsýningunni í Hönnunarsafninu. Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönn- unarsafns Íslands. Fuglarnir eru unnir úr ýmiss konar efnivið eins og hreindýrshornum, reyni- viðardrumbum og rekaviðarbútum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.