Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 62
ÞETTA ER STÓR DAGUR EN AUÐVITAÐ ER NÁTTÚRLEGA EKKI HÆGT AÐ FARA Í VIÐEY NÚNA EN MÉR FINNST STUNDUM EINS OG VIÐ KUNNUM EKKI AÐ META ÞAÐ ALVEG NÓGU MIKIÐ HVAÐ ER FRÁBÆRT AÐ YOKO SKYLDI SETJA NIÐUR FRIÐARSÚLUNA HÉR. Andrea 2020 HANN HAFÐI ÆVIN- LEGA ÁKVEÐNAR SKOÐANIR Á ÖLLUM MÁLUM OG STERKUR PERSÓNULEIKI HANS ÆPIR Á MANN Í LÖGUM HANS OG TEXTUM HVORT SEM HANN FJALLAR UM ÓBLÍÐAN UPPVÖXT Í VERKALÝÐSSTÉTT EÐA ÁST SÍNA TIL YOKO. Andrea 1980 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn. geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Tryggðu þér áskrift á dv.is eða nældu þér í eintak í næstu verslun eða fáðu heimsent á heimkaup.is MYND/STEFÁN 9. októbe r 2020 | 40. tbl. | 111. á rg. | Ve rð 995 kr . Upp á líf eða dau ða Claudia Ashanie Wilson hefur ás tríðu fyr ir málefn um hælislei tenda og flóttafó lks. Hún er f yrsti inn flytjandi nn frá landi uta n Evrópu til að öð last lögmann sréttind i á Íslan di og varð í su mar með eigandi að lögmann sstofunn i Rétti. – sjá síð u 10 Heitir og hæfileikar íkir á laus u 20 Sænska le iðin í geg num COV ID 16 EKKI MISSA AF NÝJASTA DV Manni finnst það nú ekkert endi-l e g a g a m a l t núorðið. Mér finnst fólk byrja kannski að vera gamalt þegar það er rúmlega átt- rætt og ég hugsa nú að hann hefði bara verið sprækur,“ segir útvarps- konan og plötusnúðurinn Andrea Jónsdóttir um bítilinn John Lennon sem fæddist 9. október 1940 og væri því að fagna 80 ára afmæli sínu í dag hefði hann lifað en hann féll fyrir hendi morðingja í desember 1980, rétt rúmlega fertugur. „Þetta er stór dagur en auðvitað er náttúrlega ekki hægt að fara í Viðey núna en mér finnst stundum eins og við kunnum ekki að meta það alveg nógu mikið hvað er frábært að Yoko skyldi setja niður Friðarsúluna hér,“ segir Andrea sem hefur stöðu sinnar vegna eðlilega verið viðstödd nokkrum sinnum þegar Friðarsúla Yoko Ono hefur verið tendruð í Viðey á fæðingardegi Lennons. „Ég hef verið þar nokkrum sinnum og hef hitt Yoko og Sean og svona. Það er náttúrlega út af minni vinnu en ekki að þau hafi leitað mig uppi.“ Frábær meðal jafningja Andrea var þrettán ára þegar fyrsta smáskífa The Beatles kom út. „Ég er það ung að þetta er mín unglinga- hljómsveit. Ég lifði það eins og maður ætti að segja,“ heldur Andr- ea áfram og dregur hvergi úr því að hún hafi verið rosalegur bítlaaðdá- andi sem hafi lítið verið að gera upp á milli fjórmenninganna. „Mér fannst þeir bara frábærir sem hljómsveit. Ég reyndar er bara hissa á því hvað þeir spjöruðu sig vel hver í sínu lagi eftir að þeir hættu í Bítlunum. Mér finnst það eiginlega bara mjög aðdáunarvert og sýnir líka kannski hvað þeir voru bara skemmtilegir og miklir karakterar, týpur, hver og einn,“ segir Andrea sem hafði þó meðal annars þetta að segja um Lennon í minningargrein sem birtist í Þjóðviljanum daginn eftir að Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt, Dakota-bygging- una, í New York þann 8. desember 1980. „Bítlarnir hafa allir gefið út eigin plötur eftir að þeir slitu samstarfinu og þeirra hefur jafnan verið beðið með forvitni. Þegar litið er um öxl á þann stóra plötubunka þeirra fyrrum félaga verður hlutur Johns Lennon óneitanlega áhrifaríkastur. Hann hafði ævinlega ákveðnar skoðanir á öllum málum og sterkur persónuleiki hans æpir á mann í lögum hans og textum hvort sem hann fjallar um óblíðan uppvöxt í verkalýðsstétt eða ást sína til Yoko.“ In memoriam „Þetta var náttúrlega mjög skyndi- legt og maður verður kannski svo- lítið dramatískur á þannig stundum þannig að það er nú langt síðan ég hef lesið þetta. Ég var prófarka- lesari á Þjóðviljanum heitnum. Rúmlega þrítug bara,“ segir Andrea um minningargreinina og hverfur aftur til dagsins þegar Mark David Chapman myrti Lennon með því að skjóta hann fjórum sinnum í bakið af stuttu færi. „Og ég var bara vakin sko og við Álfheiður Ingadóttir, sem var blaða- maður á Þjóðviljanum, skrifuðum minningaropnu í Þjóðviljann. Þetta var bara sjokk fyrir alla. Mamma mín hringdi í mig en hún var fædd 1919 og þannig 30 árum eldri en ég. Hún fór að tala um Bítl- ana og auðvitað Lennon líka af því að hann skapaði sér svona sterkara nafn sem einstaklingur eftir að þeir hættu saman þótt hann væri auð- vitað alltaf mikill karakter.“ Aktívisti frelsis og friðar Andrea segir að móður hennar hafi þótt mikið koma til samfélagsbreyt- inga sem meðal annars megi þakka Bítlunum. „Henni fannst þjóðfélagið bara breytast svo mikið til hins betra, sérstaklega þarna um miðjan sjöunda áratuginn.“ Andreu eru sérstaklega minni- stæð orð móður hennar um að þarna hafi fólk byrjað að efast um yfirvaldið og að það hefði einhvern veginn alltaf rétt fyrir sér. „Ég er ekki að segja að þeir hafi gert það einir. En í gegnum músíkina þá einhvern veginn urðu Bítlarnir bara svo stór- ir og það kom eitthvað frelsi með þeim. Einhvers konar andlegt frelsi sem maður kannski leit ekki endi- lega á sem pólitík til að byrja með. En svo náttúrlega heldur hann áfram og með þessar aðferðir, sem flestum fundust skrýtnar, til þess að boða frið í heiminum. Það er náttúr- lega í tísku hjá mörgum að tala illa um Yoko en þegar þau hittust þá bara tengdust þau svo vel. Þau ein- hvern veginn bara bættu hvort annað upp sem er svo magnað og ég tek það fram að ég er ekki að draga neitt úr honum, hann var náttúr- lega alveg bara brilljant og hefur enn áhrif,“ segir Andrea og bendir á að Yoko hafi tekið að sér það mikil- væga hlutverk að halda minningu Lennons á lofti. „Sem er frábært og heimurinn þarf á því að halda og aldrei meira en nú.“ toti@frettabladid.is Minningin um Lennon aldrei mikilvægari Andrea Jónsdóttir segir minninguna um John Lennon aldrei hafa verið heimsbyggð- inni jafn mikilvæga og núna. Bítillinn hefði orðið áttatíu ára í dag hefði hann lifað. John Lennon mætir í hljóðver í ágúst 1980 þar sem hann vann að síðustu breiðskífu sinni, Double Fantasy. Þremur mánuðum síðar var hann allur eftir að Mark David Chapman fékk hann til þess að árita eintak af plötunni síðdegis 8. desember og þakkaði fyrir sig síðar um kvöldið með því að skjóta Bítilinn í bakið. MYND/GETTY Andrea ætlar að sjálfsögðu að setja Lennon á fóninn í dag. „Maður spilar alltaf Lennon og svo er ég reyndar með þátt á sunnudaginn eftir hádegi á Rás 2. Það verður ábyggilega mikill Lennon þá.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.