Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þríeykið er
hið hæfasta
fólk en rétt
eins og með
aðra sér-
fræðinga
getur það
villst af leið.
Það ríkir
enginn
ágreiningur
um að við
viljum hafa
hér opinbert
kerfi þar sem
landsmenn
allir fái notið
heilbrigðis-
þjónustu
óháð efna-
hag.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Ríkisstjórn sem velur orð umfram aðgerðir er eðli
lega hrifin af nefndum. Þetta fékkst rækilega staðfest
í vikunni þegar Viðreisn vakti athygli á fjölda nefnda
sem komið hefur verið á fót frá því nú ver andi rík is
stjórn var mynduð í lok nóv em ber árið 2017. Í mars á
þessu ári voru þær orðnar 248 talsins.
Kannski er biðlistavandinn fastur í einni af
þessum nefndum. í maí síðastliðnum voru rúmlega
4.000 manns á biðlistum eftir aðgerðum. Flestir bíða
eftir liðskiptum eða augnsteinaskiptum, en aðgerða
listinn er langur og fjölbreyttur. Allt á þetta fólk það
sameiginlegt að biðin dregur verulega úr lífsgæðum
þess. Núna bíða hátt í 5.000 manns.
Landspítalinn hefur í mörg horn að líta nú sem
aldrei fyrr. COVIDfaraldurinn veldur slíku álagi á
starfsfólk spítalans að það er með hreinum ólík
indum hversu vel þau standa vaktina. Stjórnendur
og starfsfólk þar eiga mikið hrós skilið. Þjóðar
sjúkrahúsið hefur ekki undan og biðlistar lengjast.
Samt er ekki leitað annað. Af því að það hentar ekki
pólitískri stefnu ríkisstjórnarinnar.
Ég hef heimildir fyrir því að í síðustu viku hafi
verið framkvæmdar fjórar liðskiptaaðgerðir á
Landspítala. Á sama tíma framkvæmdi hin einka
rekna Klíník tólf slíkar aðgerðir. Til viðbótar við
þennan þrefalda mun í fjölda aðgerða, þá liggur stóri
munurinn í því að aðgerðirnar á Landspítalanum
eru greiddar af ríkissjóði en aðgerðir á Klíníkinni
þarf fólk að greiða úr eigin vasa.
Með því að standa vörð um þetta ástand segjast
stjórnvöld vera að leggja áherslu á opinbera heil
brigðiskerfið. Það ríkir enginn ágreiningur um að
við viljum hafa hér opinbert kerfi þar sem lands
menn allir fái notið heilbrigðisþjónustu óháð efna
hag. Staðreyndin er sú að með því að semja um til
teknar aðgerðir við Klíníkina og aðra til þess bærra
aðila, þá eflist opinbera heilbrigðiskerfið okkar.
Framkvæmir fleiri aðgerðir. Þjónar fleira fólki.
Það er kominn tími til að pólitíkin fari að sjá
skóginn fyrir trjánum hér. Það getur ekki verið að
ríkisstjórnin vilji gera bið fólks eftir heilbrigðis
þjónustu að einhvers konar lífsstíl.
Biðlistar í nefnd?
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður
Viðreisnar
Ekki fet
Íbúar höfuðborgarinnar fara
hvergi. Íbúar landsbyggðarinn-
ar ekki heldur. Enginn er að fara
til útlanda. Verslanir Boston
og Oxford Street eru farnar á
hausinn. Strikið er útstrokað
og ekki einu sinni plássstelandi
Þjóðverjar eru á strönd Beni-
dorm. Samt sem áður halda
veðurfréttirnar áfram að segja
okkur hvernig veðrið verður á
Tenerife, Flórída og Mæjorka.
Slíkt siðleysi og sadismi hefur
ekki sést á skjáum Ríkissjón-
varpsins síðan í Exit. Í þessum
aðstæðum væri mannúðlegra
að kynna fyrir landsmönnum
veðurhorfur í Síberíu, Dauðadal
og Kulusuk.
Me
„Rollurækt er heimskt hobbí
efnalausra,“ sagði Kristján Þór
Júlíusson landbúnaðarráðherra
ekki. Samt varð það til þess
að minnst einn bæjarfulltrúi
hefur sagt sig úr f lokknum. Geta
þetta ekki talist góðar fréttir
fyrir óvinsælasta ráðherrann.
Rasshandarlag í orðum, þó að
ekkert nema góðmennska sé þar
að baki, hefur hrjáð nokkra for-
vera hans. Minnast má manns-
ins sem var næstum búinn að
stúta eigin f lokki með clouseau-
ískum klunnaskap. Bakland
Kristjáns liggur hins vegar til
sjávar en ekki sveita og fram að
kosningum þarf hann bara að
passa sig að nefna ekki togara í
sömu setningu og blómarækt.
Það ætlar að reynast stjórnvöldum erfitt að viðurkenna þau afdrifaríku mistök sem gerð hafa verið og meta stöðuna upp á nýtt áður en tjónið verður enn meira. Ráðstafanir sem nú hefur verið gripið til, með því að stöðva nánast alla starfsemi í
samfélaginu um ófyrirséðan tíma, eru bein afleiðing
af lokunarstefnu Skimunarmeistarans, sem þríeykið
studdi og ríkisstjórnin innleiddi, sem taldi fólki trú
um að hægt yrði að lifa næsta eðlilegu og veirufríu
lífi innanlands með því einu að halda útlendingum
frá landinu. Það reyndist della. Almenningur hélt
að minni hætta væri á smiti – þegar hún var í reynd
óbreytt og magnaðist síðar upp – eftir að hafa fengið
skýr skilaboð um það frá stjórnvöldum.
Hvert er nýja markmiðið? Í stað þess að hafa
meðalhóf að leiðarljósi, með því að halda landamær
unum opnum með varúðarráðstöfunum og viðhalda
hóflegum en fyrirsjáanlegum sóttvarnaaðgerðum
innanlands með áherslu á mikilvægi einstaklings
bundinna sóttvarna, sitjum við nú uppi með verstu
stefnuna – að kveikja og slökkva alfarið á samfélaginu
á víxl. Verði þessum sveiflukenndu aðgerðum haldið
til streitu í marga mánuði uns bóluefni er tiltækt, sem
enginn veit með vissu hvenær verður, eiga þær eftir
að valda óafturkræfum hörmungum fyrir lýðheilsu
bæði til skemmri og lengri tíma litið – ekki hvað síst
fyrir ungt fólk og þá sem minna mega sín í samfélag
inu.
Í yfirlýsingu sem á þriðja tug fræðimanna, meðal
annars Nóbelsverðlaunahafar, birtu í vikunni er þessi
stefna sem ræður ríkjum í baráttunni gegn farsótt
inni gagnrýnd harðlega. Á það er bent að við vitum
nú að hættan á því að deyja af völdum COVID19
er þúsundfalt meiri hjá öldruðum og sjúkum en
ungu fólki. Raunar sé veiran hættuminni börnum
en margir aðrir sjúkdómar, meðal annars inflúensa.
Markmið sóttvarnaaðgerða eigi þess vegna að beinast
að því að takmarka dauðsföll og félagslegan skaða
eins og mögulegt er þar til hjarðónæmi næst. Besta og
mannúðlegasta leiðin til þess er að leyfa þeim sem eru
í minnstri hættu að lifa eðlilegu lífi og auka þannig
ónæmi gagnvart veirunni á sama tíma og viðkvæm
ustu hóparnir séu verndaðir. Íslensk stjórnvöld ættu
að taka mark á þessum ráðum.
Þríeykið er hið hæfasta fólk, sem allir styðja í
sínu vandasama hlutverki, en rétt eins og með aðra
sérfræðinga getur það villst af leið. Innan stjórnar
meirihlutans gætir vaxandi efasemda, bæði af hálfu
ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um
margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið
hefur verið til og skort á aðkomu kjörinna fulltrúa að
þeim. Það er gott og þó fyrr hefði verið. Spyrja þarf
spurninga, hvar fjölmiðlar hafa í megindráttum full
komlega brugðist, um rökin að baki meintu neyðar
ástandi – dauðsföll um alla Evrópu eru ekki fleiri en
í meðalári – sem réttlæta ákvarðanir sem fela í sér að
fólk án einkenna er sett í stofufangelsi, svipt lífsviður
væri án endurgjalds og ferðafrelsi þess takmarkað.
Almannaheill er nefnilega margþættara og flóknara
viðfangsefni en aðeins sóttvarnir.
Versta stefnan
9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN