Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 10

Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 10
Gleðilegar göngugötur Göngugötur miðborgarinnar iðuðu af lífi í sumar. Viðtökur borgarbúa við stækkuðu göngusvæði fóru fram úr björtustu vonum og í nýlegri könnun Maskínu lýstu ríflega tvö af hverjum þremur yfir ánægju með göngugöturnar og jókst ánægjan milli ára. Nú eru göngugöturnar óðum að færast í skrautlegan vetrarbúning og búa sig undir upplýst mannlíf með trefla og húfur og jólatilhlökkun í hjörtum. Njótum lífsins saman í miðborginni allt árið. DÓMSMÁL „Björninn er ekki unn- inn,“ segir Guðveig Eyglóardóttir, fulltrúi Framsóknarf lokksins í byggðarráði Borgarbyggðar, um sátta viðræður vegna ágreinings sem skapaðist vegna byggingar legsteina- safns á Húsafelli. Eins og fram hefur komið deila tveir eigendur tiltekinna fasteigna og lóða á Húsafelli um legsteinasafnið sem listamaðurinn Páll Guðmunds- son lét byggja á lóð sinni. Eftir langt ferli í kerfinu leitaði nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirs- son, til Héraðsdóms Vesturlands, sem dæmdi um miðjan júlí að fjar- lægja bæri legsteinasafnið. Páll sótti eftir dóminn um leyfi til að rífa bygginguna en nú í haust féll- ust deilendurnir á að leita sátta með milligöngu Borgarbyggðar. Gáfu menn sér frest til 28. október til að ná niðurstöðu. Farið var yfir stöðu málsins í byggðarráði Borgarbyggðar á fimmtudag. Þar kom fram að lausn þess sé enn ekki fundin. „Í rauninni má segja að þetta sé ekki í höfn, en báðir aðilar voru sammála um að framlengja frest- inn. Þannig að það virðist enn vera áhugi fyrir að finna flöt á því að leysa málið þótt það gangi ekki eins hratt og örugglega og maður hefði viljað sjá eftir allan þennan tíma,“ segir Guðveig. Aðspurð kveðst Guðveig ekki vita nákvæmlega hvað standi út af í viðræðunum. Málið í heild snúist hins vegar um framtíðarskipulag á svæðinu, sérstaklega hvar vegir að húsum á svæðinu eigi að vera, og hvar bílastæði eigi að vera. „Svo snýst þetta líka um það hver á að greiða fyrir hvað. Það ætti í raun- inni að vera búið að deiliskipuleggja svæðið, en við hjá sveitarfélaginu erum að gefa þessum aðilum tæki- færi til að koma að skipulaginu til að sætta sjónarmið. En auðvitað er það þannig í enda dags, að ef það tekst ekki á milli þeirra að sætta sjónar- mið, mun sveitarfélagið verða knúið til þess að leggja sjálft fram deili- skipulag,“ undirstrikar Guðveig. Náist ekki sátt blasir við sú niður- staða að dómi Héraðsdóms Vestur- lands um að rífa þurfi legsteinasafn Páls, verði framfylgt. „Eins dapurlegt og það hljómar,“ segir Guðveig. „En maður náttúrlega vonar það besta. Það er að minnsta kosti vilji til að framlengja þessar sáttaumleitanir og þá er enn von um lausn.“ gar@frettabladid.is Lengja frest til að leysa Húsafellsdeilu Páll Guðmundsson á Húsafelli og nágranni hans hafa framlengt frest sem þeir gáfu sér til að ná sáttum um skipulag á lóðum sínum. Bæjarfulltrúi í Borgarbyggð segir að nái þeir ekki sjálfir lendingu, verði sveitarfélagið knúið til að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Legsteinasafnið á Húsafelli fyrir miðju. Ósáttur nágranni rekur gistiþjónustu í húsinu til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Það er að minnsta kosti vilji til að framlengja þessar sáttaum- leitanir og þá er enn von. Guðveig Eyglóardóttir, fulltrúi í byggðarráði Borgarbyggðar 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.