Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 12
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Tónlistarsjóð
til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu
1. janúar – 30. júní 2021.
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að
kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.
Hafi umsækjandi áður fengið styrk úr Tónlistarsjóði þarf að
liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis til að
ný umsókn komi til greina.
Umsóknarfrestur rennur út 2. nóvember 2020 kl. 16.00.
Umsóknarfrestir Tónlistarsjóðs eru tvisvar á ári,
í byrjun maí og nóvember.
Rannís,
sími 515 5800,
tonlistarsjodur@rannis.is.
Styrkir úr
Tónlistarsjóði
Umsóknarfrestur til 2. nóvember
FRAKKLAND Franska ríkisstjórnin
setti í nótt á útgöngubann sem
mun ná yfir tvo þriðju hluta íbúa
Frakklands. Íbúar landsins þurfa að
halda til heima hjá sér frá klukkan
níu á kvöldin til sex á morgnana.
Útgöngubannið var upphaf lega
sett á París og átta aðrar borgir
fyrir um viku, en nú munu 46 millj-
ónir sæta útgöngubanni næstu sex
vikur.
Hertar aðgerðir Frakka koma
í framhaldi af mikilli uppsveif lu
COVID-19 þar í landi en 41.622
greindust með smit á fimmtudag.
„Tölurnar eru að rísa hratt,“ segir
Unnur Orradóttir Ramette, sendi-
herra Íslands í Frakklandi. „Það er
skimunarstöð beint á móti sendi-
ráðinu hér í París og ég hef aldrei
séð röðina jafnlanga og í morgun.“
Unnur segir að mikil þreyta sé
komin í heilbrigðisstarfsmenn
landsins, en á fimmtudag varaði
Jean Castex forsætisráðherra við
því að nóvembermánuður yrði
gríðarlega erfiður fyrir sjúkra-
húsin. Yfir tvö þúsund eru nú á
gjörgæslu vegna faraldursins í
Frakklandi og ná sýktir yfir helm-
ing innlagna á gjörgæslu á sumum
svæðum.
„Sjúkrahúsin eru þegar komin að
þolmörkum. Það er mikið um flutn-
ing á sjúklingum á milli sjúkrahúsa
og það ber á skorti á sjúkraliðum
og hjúkrunarfræðingum nánast
alls staðar,“ segir Unnur. „Ef þetta
heldur svona áfram þá verður ein-
hvers konar neyðarástand.“
Unnur segir þó að þótt íbúar
Frakklands séu orðnir þreyttir á
ástandinu sýni þeir aðgerðunum
skilning. „Það hefur verið lítið
um mótmæli. Það voru einhver
hundruð manna hérna um daginn
sem telst nú ekki mikið á franskan
mælikvarða.“
Samkvæmt Unni er það helst
eldri kynslóðin sem þarf að tala
til. „Það er menningin hérna að
sitja þétt. Það erfitt að sjá fyrir sér
Frakka að hittast án þess að drekka
og borða,“ segir hún. „Það þarf að
brýna fyrir fólki að það má hitta afa
og ömmu, en þá þarf að vera með
grímu og spritta sig.“
arnartomas@frettabladid.is
Frakkar herða enn á
næturútgöngubanni
Yfirstandandi næturútgöngubann í Frakklandi var hert í nótt og nær nú yfir
tvo þriðju hluta íbúa landsins. Aðgerðirnar koma í kjölfar mikillar uppsveiflu
kórónaveirufaraldursins. Sendiherra Íslands í Frakklandi segir íbúa þreytta.
Útgöngubannið nær nú yfir tvo þriðju hluta Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ef þetta heldur
svona áfram þá
verður einhvers konar
neyðarástand.
Unnur Orradóttir
Ramette, sendi-
herra Íslands í
Frakklandi
42.032
greindust með smit í Frakk-
landi í gær.
Setið að snæðingi í kúluhúsi
Það hefur reynst þrautin þyngri að finna lausnir, eða mögulegar lausnir, á því hvernig fólk getur haldið áfram að lifa lífinu á sem eðlilegastan hátt á
meðan heimsfaraldur COVID-19 gengur yfir. Á þessu veitingahúsi í Singapúr er að sjá eina mögulega lausn á því að halda veitingastöðum opnum,
er þá hvert borð inni í þar til gerðu kúluhúsi úr plasti. Má gera ráð fyrir að kúluhúsið sé sprittað rækilega eftir hverja notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
ÞORLÁKSHÖFN Íbúi í Þorlákshöfn
hefur farið fram á að sér verði veitt
leyfi fyrir hænsnahaldi á heimili
sínu á ný, í samræmi við reglur
um dýrahald í Þorlákshöfn. Við-
komandi hefur áður haldið hænur
á heimili sínu og vill nú fá leyfi fyrir
sex slíkum. Málið var tekið fyrir
á fundi skipulags- og umhverfis-
nefndar Ölfuss og hænsnahaldið
samþykkt á ný, ef dýraeftirlitsmaður
Ölfuss dæmir að úrbætur sem voru
gerðar standist kröfur til að halda
sex hænur.
Í umsókninni kom fram að íbúinn
hafði verið sviptur leyfi til hænsna-
halds. Þegar málið var tekið upp fyrr
á árinu kom fram að margar kvart-
anir hefðu borist og Umhverfisstjóri
hefði oft haft afskipti af hænunum. Í
umsókninni var búið að sýna fram
á betri aðstæður á lóðinni og sýna
viðleitni til að valda nágrönnum
sem minnstu ónæði. – kpt
Vill hænurnar heim á ný
S TJ Ó R N S ÝS L A Fé lag ís lensk ra
snyrti fræðinga, Fé lag hársnyrti-
sveina, Meist ara fé lag hársnyrta og
Fé lag hársnyrti meist ara á Norður-
landi ásamt Samtökum iðnaðarins,
hafa sent erindi til heilbrigðisráðu-
neytisins og Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir
afstöðu ráðuneytisins til þess hvers
vegna þau fái ekki undanþágu frá
samkomu banni.
Í erindinu segir að undanþága
hafi verið veitt til fyrirtækja sem
veita snyrtiþjónustu eða sambæri-
lega þjónustu sem krefst nándar,
undir þeim formerkjum að um sé
að ræða heilbrigðisþjónustu. Er
sérstaklega nefnt fyrirtækið Húð-
fegrun, þar starfa hjúkrunarfræð-
ingar en veita samt sem áður sömu
þjónustu og er veitt á snyrtistofu.
Félögin hafa áður gert athuga-
semdir við starfsemi fyrirtækisins
og annarra sambærilegra fyrir-
tækja þar sem veitt sé þjónusta
snyrtifræðinga, sem sé lögvernduð
iðngrein, án þess að vera heilbrigð-
isþjónusta.
Telja félögin að ekki sé gætt
jafnræðis og verið sé að raska sam-
keppni á markaði.
Dæmi eru um að rekstraraðilar
hársnyrtistofa hafi kvartað undan
óskýrum reglum, en í reglugerð
sem samþykkt var í vikunni er
kveðið á um að andlitsgrímur skuli
notaðar á stöðum á borð við hár-
snyrtistofur, en einnig ákvæði um
að slík starfsemi eigi að vera lokuð.
– ab
Telja að ekki sé
gætt jafnræðis
2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð