Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 22
HANN HEFUR LEYFT MÉR AÐ VERA Í ÁSTARSORG, Á MEÐAN ÉG ER AÐ VERÐA ÁSTFANGIN AF HONUM. Söngkonan Bríet Ísis Elfar er f lestum Íslendingum kunn en hún skaust upp á stjörnuhimininn aðeins átján ára gömul. Fyrsta plata hennar, Kveðja, Bríet, sem kom út þann 10. október síðastliðinn, sló rækilega í gegn á einni nóttu og hefur trónað á toppi hlustendalista Spotify síðan. Fáir hlustendur voru ósnortnir eftir einlægar játningar plötunnar, sem fjallar um endalok ástarsambands í bland við upphaf á nýrri ást. „Jakob Frímann hlustaði á plötuna og sagði strax: „Þú ert ást- fangin af tveimur í einu,“ segir Bríet, sem brá nokkuð við ummælin. Eftir nokkra umhugsun komst hún þó að því að þessi niðurstaða væri ekki fjarri lagi. „Ég hef elskað tvo ein- staklinga af öllu mínu hjarta í þessu lífi og á meðan ég er að kveðja eina ást þá byrjar önnur.“ Persónuleg plata Sambandi Bríetar við sína fyrstu ást lauk fyrr á þessu ári. „Þá byrja ég alveg á fullu að skrifa í dagbók hvernig mér líður, hvaða tilfinn- ingar ég er að upplifa og hvað ég er að hugsa.“ Hana hafði lengi langað að búa til plötu en taldi sig ekki hafa neitt að segja. Eftir sambandsslitin flæddu lögin hins vegar fram og sögðu söguna af ástarsorginni. „Ég skráði bara niður allar þessar hugsanir sem eru í gangi á meðan maður er að kveðja einhvern og kynnast síðan öðrum.“ Það hvarflaði ekki að henni að hún væri að búa til plötu fyrr en hún var nánast tilbúin. „Þetta gerðist alveg óvart.“ Ástin bankaði upp á Stuttu eftir að fyrsta ástin kvaddi bankaði ný ást á dyrnar. „Þá varð til nýtt samband á tíma þar sem ég var ótrúlega ringluð og vissi ekki hvort ég gæti orkað þetta.“ Vegur ástar- innar var varðaður sektarkennd í bland við kærleika. „Þetta var súpa af tilfinningum.“ Stærsta hindrunin var hversu stuttur tími hafði liðið frá enda- lokum fyrra sambandsins. „Ég vissi að hjarta mitt væri ekki til- búið í þetta og sagði það mjög oft.“ Lykilmáli skipti að nýja ástin gæti sýnt aðstæðunum skilning. „Það tekur á, en hann skilur þetta,“ segir Bríet. „Það er enginn biturleiki eða af brýðisemi, þess vegna gengur okkar samband svona vel upp í dag.“ Þótt ótrúlegt megi virðast hefur nýi maðurinn í lífi Bríetar verið sá sem hefur hjálpað henni hvað mest að vinna úr sambandsslitunum. „Hann hefur leyft mér að vera í ástarsorg á meðan ég er að verða ástfangin af honum,“ segir Bríet í óðagoti, svo á hana kemur fát. „Það er svo skrítið að segja þetta upp- hátt,“ dæsir hún. Engum að kenna Bríet játar að hún finni enn fyrir mikilli ást í garð fyrri maka síns. „Ég elska hann af öllu mínu hjarta og ég myndi gera allt fyrir hann, en ég veit að við getum ekki verið saman.“ Þess vegna séu aðstæður svo sárs- aukafullar. „Þegar ég sé hann hugsa ég að þarna er ástin mín, en ég get ekki verið með honum.“ Það er ekki neinum að kenna að sambandinu lauk að sögn Bríetar. „Við vorum tveir heilsteyptir ein- Ástfangin af tveimur í einu Tónlistarkonan Bríet berskjaldar sig á nýrri plötu sem hún segir kveðju til fyrri og núverandi ástarsambanda. Breyskleiki, sektarkennd og ástarsorg samtvinnast á einlægan hátt og hún opnar sig um ástina og örlögin. Bríet hefur verið í sviðs- ljósinu frá því hún var 18 ára gömul en gaf nýlega út sína fyrstu plötu orðin 20 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI staklingar sem elskuðu hvor annan af öllu hjarta og það var allt í himna- lagi.“ Eitthvað hafi þó vantað upp á. „Maður skilur ekki hvers vegna manni líður svona þegar mann langar svo innilega ekki til þess.“ „Stundum er maður að byggja hús með einhverjum og leitar logandi ljósi að rétta litnum til að mála það, áður en maður fattar að mann langar bara ekki til að búa þar.“ Bríet segir hægt að skreyta húsið á alla vegu og setja fersk blóm í gluggana en ekkert dugi til. „Þetta fallega, hreina heimili breytir ekki þeirri staðreynd að maður getur ekki búið þar.“ Á plötunni syngur Bríet um að hafa gengið frá sambandinu þegar þau þurftu á hjálp að halda. „Ég var með svo mikla sektarkennd þegar þessu lauk og það leituðu stöðugt á mig spurningar um hvort ég hefði getað breytt einhverju.“ Getur ekki verið með ástinni Bríet var aðeins sautján ára þegar hún og fyrsta ástin fóru að slá sér upp saman. Það eru ekki örlög allra að enda með æskuástinni, en ekk- ert getur lýst tilfinningunni þegar sú ást tekur enda, að mati Bríetar. „Ég er alltaf að bíða eftir þeim degi þar sem það verður ekki erfitt að heyra nafnið hans eða sjá hann einhvers staðar. Það er ekki þannig núna.“ Bríet segir tilfinningarnar þá taka völdin og tárin fari að streyma niður. Til að byrja með taldi Bríet fyrri maka sinn hafa leyft sér að labba í burtu, með því að gefa henni ekki ástæðu til að vera um kyrrt. „Ég komst svo að því í ferlinu að það er mjög stór krafa,“ segir Bríet. „Af hverju ætti hann að halda mér ef ég vil ekki vera kyrr?“ Heil plata um sambandsslitin Bríet kveðst ekki vita hvort fyrsta ástin hafi heyrt kveðjuna frá henni. „Ég veit ekkert hvernig hann er að upplifa þetta en ég veit að það liggur svolítið þungt á honum að það sé Kristlín Dís Ingilínardóttir kristlin@frettabladid.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.