Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2020, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 24.10.2020, Qupperneq 23
HÚN ER MJÖG OPINSKÁ UM HVAÐA ÁHRIF NEYSLAN HAFÐI Á LÍF HENNAR OG ÞVÍ HEFUR ÞAÐ ALDREI HÖFÐAÐ TIL MÍN AÐ FARA Í EINHVERSKONAR VÍMU.“ Móðir Bríetar er henni mikil fyrirmynd en þær fór saman í svitahofsathöfn þegar Bríet var aðeins 16 mánaða gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI komin heil plata.“ Engar deilur eru á milli fyrrverandi parsins sem hefur hist og rætt saman eftir sambands- slitin, en Bríet vill ekki tala fyrir hans hönd. „Mér finnst erfitt að setja mig í hans spor og í hvert skipti sem ég geri það verð ég mjög sorgmædd og frekar ósátt út í sjálfa mig,“ segir Bríet sakbitin. „Þegar maður er að búa til listaverk þá eru bara engar takmarkanir. Maður er að tjá sig í gegnum listina.“ Bríet bendir á að það geti bitnað á þeim sem standi listamanninum nærri. Bríet segir skiljanlegt ef útgáfunni myndi fylgja ákveðinn biturleiki hjá fyrri maka. „Ég get alveg séð fyrir mér að hugsanir á borð við „þú fórst frá mér, af hverju ert þú að semja þetta?“ skjóti upp kollinum og bara af hverju í andskotanum maður sé að þessu.“ Hún bendir þó á að það sé ekki hægt að ritskoða listina. „Ég reyndi bara að sleppa þessu fallega frá mér og af eins mikilli nærgætni og mér var unnt.“ Valdi rétta braut Á plötunni spyr Bríet sjálfa sig hvort það stingi meira að halda í það sem var, eða kveðja. Í dag hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi breytt rétt með því að fara. „Ég skrifaði í dagbókina mína hversu stolt ég væri af mér að hafa áttað mig á því að þetta myndi ekki ganga.“ Sú uppgötvun hefði allt eins getað átt sér stað sjö árum seinna. „Ég stóð með sjálfri mér og inn- sæi mínu,“ segir hún og bendir á að breytingar séu oft nauðsynlegar án þess að nokkuð ami að. Eins árs í svitahofi Frá unga aldri hefur Bríet lagt upp úr því að vera í tengslum við tilfinn- ingar sínar. „Ég var sextán mánaða þegar ég fór í svett, eða svitahof, í fyrsta skipti og það er náttúrlega athöfn þar sem þú ert að líta inn á við, fara niður í jörðina og skilja egóið eftir.“ Móðir Bríetar, Ásrún Laila Awad, hefur stjórnað svita- hofsathöfnum í hartnær þrjá áratugi og hefur ætíð átt í nánu sambandi við dóttur sína. „Mamma hefur alltaf verið alveg berskjölduð með allt, bæði varðandi hennar neyslu og hennar tilfinning- ar og ástarsambönd.“ Það er allt uppi á borði á milli mæðgnanna. „Hún leyfði mér að læra af hennar mis- tökum án þess að banna mér neitt.“ Bríet hefur aldrei drukkið áfengi eða neytt vímuefna og var móðir hennar mikill áhrifavaldur þegar kom að þeirri ákvörðun. „Hún er mjög opinská um hvaða áhrif neysl- an hafði á líf hennar og því hefur það aldrei höfðað til mín að fara í einhvers konar vímu.“ Mæðgunum svipar verulega hvorri til hinnar í persónuleika. „Að eiga móður sem er kærleiksrík og tekur öllu opnum örmum, verður til þess að maður verður þannig sjálfur. Opnari fyrir leitinni að þeim tilfinn- ingum sem eru í spilunum.“ Í tengslum við tilfinningarnar Tilfinninganæmi kemur að mati Bríetar með æfingunni. Sjálf byrj- aði hún að fara til sálfræðings ellefu ára gömul. „Þar lærir maður að nota orðin sín og átta sig á því hvenær maður er ósanngjarn og hvenær maður á að standa með sjálfum sér.“ Hún segir fólk eiga það til að minnka tilfinningar sínar og gera ráð fyrir að eigin brestir orsaki til- finningalegt uppnám. „Stundum er það hins vegar ekki maður sjálfur sem er ósanngjarn,“ segir Bríet, sem hefur ætíð tekið ósanngirni hjá sér og öðrum föstum tökum. „Þegar ég kynnist fyrstu ástinni þá er hann rosa mikil andstæða við mig.“ Út frá því spruttu árekstrar milli parsins. „Þegar það var erfitt fyrir hann að ræða eitthvað byrjaði ég að klóra of mikið. Hann þurfti ekki að ræða þetta en mér fannst það alveg nauðsynlegt. Við erum ólík að því leyti.“ Þrátt fyrir ólíka persónuleika var fyrsta ástin miðpunktur tilverunnar á meðan á henni stóð. „Tilfinningin þegar þetta endaði var að við myndum prófa að hætta saman og mögulega dragast aftur saman seinna þegar við hefðum náð meiri þroska.“ Sú spá rættist þó ekki. Það sem nú situr eftir af sam- bandinu eru minningar, sektar- kennd og djúp sár sem gróa hægt, eins og Bríet syngur á plötunni. Tekur á sambandið „Þessar tilfinningar taka á sam- bandið mitt í dag,“ viðurkennir Bríet. „Það er samt svo skiljanlegt því maður er bara að taka þetta allt inn.“ Nýja sambandið einkennist þó af trausti og skilningi. Sambandið bar nokkuð brátt að og fengu turtildúfurnar ekki að fikra sig áfram í grunnsævinu held- ur var þeim steypt beint í djúpið. „Við fengum náttúrulega ekki að ráða hvenær okkar samband var opinberað,“ segir Bríet. Það rataði hratt í fjölmiðla að parið væri farið að stinga saman nefjum. „Ég var ekki tilbúin þegar fréttir bárust um að ég væri komin með nýjan maka.“ Það stóð þó ekki annað til boða en að sætta sig við aðstæður. „Þá slaknaði ég svolítið og hætti að reyna að hægja á þessu,“ segir Bríet, enda sé hún almennt ekki fylgjandi því að hægja á hlutunum. „Maður á bara að vera í tilfinningunni svo lengi sem maður er ekki að særa neinn og við vorum heiðarleg og opin með aðstæður allan tímann.“ Sviðsljósið þroskandi Sviðsljósið getur þvingað fólk til að gefa meira upp en það vill, en Bríet segir það ekki hafa tekið á að hafa verið miðpunktur opinberrar athygli frá átján ára aldri. „Mér hefur aldrei fundist þetta skrítið eða óþægilegt.“ Hún segir það hafa komið fremur náttúrulega að láta umtal ekki hafa marktæk áhrif á sjálfsmyndina. „Það hjálpar líka að mér líður ekki eins og ég sé opinber persóna.“ Með frægðinni öðlaðist Bríet skarpari sýn á eigið virði. „Það er mjög þroskandi að læra að velja og hafna og meta virði tíma manns og hamingju, umfram aðra hluti.“ Einnig hafi verið mikilvægt að ákveða hverju ætti að deila með heiminum þegar svo margir fylgjast með. „Ég get ekki verið alveg í „fok- kit“-gírnum og finnst óþarfi að deila öllu.“ Bríet hefur þó aldrei verið góð í að leyna tilfinningum sínum og er þekkt fyrir að bera tilfinningar sínar utan á sér. „Ég myndi segja að það væri minn helsti kostur og galli. Að sýna öllum allt.“ Hún bendir jafnframt á það sé auðveldara að skera í hjarta sem er óvarið. Örlögin gripu í taumana Þegar Bríet fór fyrst að semja lög fjórtán ára var það tilfinningagáttin sem virkjaði sköpunargáfuna. „Ég átti mjög erfitt með að byrja að semja og var alltaf að reyna að finna einhverja formúlu, sem virkar auð- vitað ekki.“ Hún byrjaði að læra á gítar tólf ára gömul og samdi síðan sitt fyrsta lag tveimur árum seinna. „Það lag markaði upphafið af þessu öllu.“ Ekki leið á löngu þar til hún var bókuð á off-venue tónleika á Airwav es þar sem pabbi hennar, Benedikt Elfar, spilaði undir. Örlögin gripu í taumana það kvöld. „Ég gleymdi gítarsnúru og þá bauðst strákurinn sem var að spila á undan til að lána mér snúruna sína og þurfti þar að leiðandi að hlusta á tónleikana.“ Í kjölfarið hófst sam- starf þeirra. „Við fórum að spila saman bæði djass og lounge-tónlist á veitinga- stöðum á meðan fólk var að borða.“ Það var vinna Bríetar um nokkra hríð og ber hún starfinu vel söguna. „Ég var bara að syngja og enginn var að pæla í mér. Það var mitt þægi- legasta líf.“ Lærdómsríkt basl Síðar fékk hún vinnu við að koma ein fram, á meðan kvöldmatur var borinn á borð í Þrastalundi. „Þá keyrði ég alltaf í svona þrjá klukku- tíma og spilaði í þrjá klukkutíma á gítarinn.“ Þetta gerði hún með fram skóla og vinnu í Borgarleikhúsinu. Það var að hennar sögn lærdóms- ríkt að halda öllum þessum boltum á lofti. „Þetta basl við að sópa saman ein- hverjum þúsundköllum fyrir fimm klukkutíma vinnu, keyra og spila og keyra, kenndi mér ótrúlega margt.“ Þrátt fyrir að það hafi tekið sinn toll var tónlistin ætíð uppáhaldsstarf Bríetar. Sendi gerviskilaboð „Á sama tíma var ég líka stundum uppi í stúdíói með hóp af strákum og við gerðum saman ábreiðu af laginu Hot Line Bling með Drake.“ Sú ábreiða náði síðar til eyrna Pálma Ragnars Ásgeirssonar, sem er eig- andi plötuútgáfunnar Stop Wait Go. „Þarna er ég orðin sautján ára og þegar ég heyri að Pálmi hafi sýnt þessu áhuga ákveð ég að senda á hann gerviskilaboð,“ segir Bríet hlægjandi. Það var menningarnótt og hún átti að koma fram á Íslenska barnum um kvöldið. „Ég spyr hann þetta kvöld klukkan hvað flugelda- sýningin eigi að vera, en segi svo strax að skilaboðin hafi átt að fara á annan Pálma.“ Pálmi svaraði þó um hæl og mætti síðan á tónleikana um kvöldið. „Þegar þeir kláruðust spurði hann mig hvort ég myndi vilja vinna með honum.“ Alla daga síðan hefur Pálmi verið hægri hönd Bríetar og verður væntanlega um ókomna tíð. „Ég er honum svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa kennt mér svona margt og hann er mjög stoltur af því hvað ég hef náð langt.“ Vildi hætta við útgáfuna Eftir útgáfu fjölda laga og stuttskífa leit fyrsta breiðskífan loks dagsins ljós fyrr í þessum mánuði. Sama kvöld og platan kom út var Bríet þó við það að hætta við allt saman. „Ég fattaði allt í einu að ég vildi ekki að allir vissu allt um þetta.“ Frá því platan kom út hefur hún þó skipt um skoðun og náð að koma hausnum á réttan stað, eins og hún orðar það. „Núna finnst mér ekki erfitt að aðrir fái að heyra mína sögu. Ég mun alltaf skrifa texta og semja lög sem eru beint frá hjartanu.“ Erfið kveðja Ekki leið á löngu þar til Bríeti fór að berast fjöldi skilaboða frá aðdá- endum. „Sumir skrifuðu mér að þetta hefði opnað á bældar tilfinn- ingar eða hvatt þau til að leita aftur til fyrri maka.“ Nær öll skilaboðin hafa snúist um ástina. „Einhver sendi mér að fyrrverandi kærastan hafi ekki viljað tala við hann fyrr en eftir að hafa hlustað á þessa plötu. Núna vill hún hittast og ræða saman.“ Þetta finnst henni sýna hvernig tónlistin geti snert hjartastrengi fólks á djúpstæðan hátt. „Mér líður eins og skilaboð plötunnar séu falleg og að heyra að lögin manns hafi hjálpað einhverj- um ástarsögum er alveg magnað.“ Platan hefur einnig hjálpað Brí- eti sjálfri að takast á við bæði for- tíð og nútíð. „Platan er uppgjör við þennan tíma í lífi mínu og bara mín kveðja.“ Á henni er að finna allan skalann. „Ringulreiðina, ástina, sorgina, missinn, söknuðinn og hvernig maður tekur þetta allt í sátt.“ Líkt og hún segir á plötunni er erfitt að kveðja alheiminn sinn. „En það kemur alltaf nýr dagur á eftir þessum.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.