Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 26

Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 26
Ási er mikill veiðimaður og hefur náð að kasta flugu fyrir fisk á Spáni. labba og hlaupa á staðnum og við rifjuðum handstöðuna úr skóla- leikfiminni upp.“ En öll él birtir upp um síðir og að lokum var fólki leyft að fara út og lífið fór í eðlilegt horf í nokkrum skrefum í júní. „Það var kannski þá fyrst sem okkur fannst við loksins komin til Spánar. Og við höfum haldið áfram að hreyfa okkur, bæði skokka, hjóla og ganga mikið. Þann- ig að COVID-bumbur eru löngu horfnar á braut,“ bætir hann við. Meiri tíma fyrir útgáfuna Stór hluti starfa þeirra hjóna fer fram í tölvunni og því auðvelt að vinna hana annars staðar frá. „Í bókaútgáfunni er dreifingin það eina sem er ekki hægt að sinna í fjarvinnu en við sömdum um hana við annan bókaútgefanda sem hefur sinnt henni mjög vel fyrir okkur,“ útskýrir Elín. „Í raun má segja að okkur gefist meiri tími til að sinna útgáfunni en áður. Við höfum meiri tíma til að lesa hugsanlegar bækur, við höfum þýtt sjálf fjórar bækur á þessum tíma og árið 2020 munu koma út fleiri bækur hjá Drápu en nokkurn tíma áður.“ Eins og fyrr segir eru þau hjón jafnframt í veitingarekstri og viður- kenna að það sé ekki eins auðvelt að hella upp á kaffi í fjarvinnu eins og að prófarkalesa bók. „Við erum hins vegar svo heppin að hafa gott fólk með okkur og nú í haust kemur til dæmis ein dóttir okkar sterk þar inn. Við getum hins vegar sinnt öllum skrifstofuhluta rekstrarins héðan, eins og launa- málum, bókhaldi, markaðsmálum og fleiru,“ útskýrir Elín. Þau segjast taka vinnudaginn alvarlega, mæta í vinnu alla daga og fara í stuttar ferðir um helgar. „Hvort sem það er að hjóla í næsta þorp, keyra upp í fjöllin eða upp með ströndinni. Við höfum prófað að fara í tjaldferðalag og við náðum að kasta f lugu fyrir fisk líka, og við ætlum að gera meira af því að ferðast innan Spánar. Þá höfum við aðeins verið að ganga á fjöll hérna úti og ætlum að gera meira af því nú þegar hitinn er að verða þægi- legur. Við tókum líka kajakana með okkur og höfum stundum siglt á Miðjarðarhafinu á þeim og reynt að veiða eitthvað. En eitt það besta við það að vera hér er að standa upp eftir langa törn í tölvunni og rölta niður á strönd. Liggja þar kannski í klukkutíma, fara í sjóinn og slaka aðeins á,“ segir Ási. Finnst við vera í afslöppun Aðspurð um helstu ástæðu þess að leggja land undir fót eru þau hjón sammála um að það hafi verið til að stíga aðeins af hamstrahjólinu; að stíga út úr daglega stressinu. „Okkur finnst það hafi tekist. Ási fór heim í sumar í fjórar vikur til að funda með höfundum, teiknurum og umbrotsfólki – og til að hitta veikan föður sinn – og hann var ekki lengi að detta inn í hraðann og stressið,“ útskýrir Elín. „Okkur finnst við vera í hálfgerðri afslöppun hérna, þrátt fyrir að vinna mikið. Á meðan Ási fór heim skrapp ég í smá göngu. Ég f laug til Porto og gekk Jakobsveginn norður til Santiago de Compostela. Ég gekk DAGINN SEM VIÐ SKRIFUÐUM UNDIR EINS ÁRS LEIGU- SAMNINGINN OG FENGUM LYKLANA AFHENTA LOK- AÐI SPÁNN. ALLSHERJAR ÚTGÖNGUBANN VAR SETT Á. Ferðin til Spánar var ævintýri út af fyrir sig en í lok febrúar keyrðu þau hjón með kajakana á toppnum og hundinn í aftursætinu til Reyðarfjarðar, þaðan sem þau sigldu til Danmerkur. Hjónin eru dugleg í hvers kyns hreyfingu en segja best að komast á ströndina að loknum vinnu- degi. Matarmenn- ingin í Dénia er einstök enda er borgin á lista UNESCO yfir bestu matar- borgir heims. ein þessa 260 km leið á 11 dögum og það var mögnuð upplifun að vera ein á ferð á þessu magnaða svæði.“ Vídeósamtölin slá á söknuðinn Aðspurð um hvers þau sakna helst frá Íslandi stendur ekki á svari: fjölskyldu og vina. „Sérstaklega er leiðinlegt að geta ekki hitt afa- og ömmustrákana okkar tvo. Vídeó- símtölin slá auðvitað aðeins á það og við fengum þrátt fyrir allt þann eldri til okkar í þrjár vikur í sumar. Hann rétt slapp inn og út á milli ferðatakmarkana,“ útskýrir Ási. „Svo varð pabbi mjög veikur síðla sumars og þá var erfitt að vera ekki á landinu. Þannig að ég fór heim í nokkrar vikur og svo fórum við bæði heim þegar dró að leiðar- lokum hjá honum.“ Þau eru aftur á móti á einu máli um að þau sakni ekki stressins hér heima. „Við erum í raun farin að skoða það að þegar við komum heim aftur að flytja út fyrir borgina! En sjáum til með það.“ Gríðarleg matarmenning Bærinn Dénia varð fyrir valinu þar sem hann uppfyllti allar þær kröfur sem þau hjón gerðu. „Bærinn er við ströndina, hann er mátulega stór til þess að hafa alla þjónustu sem þarf og mátulega lítill svo að það er hægt að fara allar sínar ferðir fót- gangandi. Ekki skemmir fyrir að hér er gríðarlega mikil matarmenning og bærinn státar af því að vera á lista Unesco yfir matarborgir (City of Gastronomy), en á þeim lista eru aðeins 36 borgir um allan heim. Það er engin furða, því matsölustaðir eru óvíða jafn margir á hvern íbúa, héraðið í kring ein matarkista og matarmarkaðurinn í miðbænum engum líkur,“ segir Ási og Elín bætir við: „Bærinn er líka aðeins út úr, ekki alveg við hraðbrautina og í klukkutíma fjarlægð frá næsta f lugvelli – og fyrir vikið er minna um ferðamenn en í næstu bæjum, eins og til dæmis á Benidorm og Calpe. Þannig að okkur finnst sem við höfum fundið hinn fullkomna spænska bæ og okkur líður ægilega vel hérna.“ Auðveldara en virðist Þegar þau eru spurð hvað hafi helst komið þeim á óvart hlæja þau og spyrja á móti: „Fyrir utan alheims- faraldur sem hélt okkur innilok- uðum?“ Þau segjast svo hafa talið sig þekkja Spán ágætlega en auðvitað sé ekki það sama að búa í landi og heimsækja það sem ferðamaður. „Það kom okkur á óvart hversu auðvelt það er að setjast að hérna en á sama tíma er skriffinnskan meiri hér en heima. Það er til dæmis býsna f lókið að sækja um NIE númer – sem er spænska kennitalan,“ útskýrir Ási. „Svo f lókið reyndar að við enduðum á því að leita til lögfræðings með það. Það segir kannski ýmislegt að lögfræðingar skuli sérhæfa sig í umsóknum um lögheimili, kennitölu og fleira sem við kemur flutningum á milli landa. Spánverjar eru líka yndislegir; bæði jákvæðir og hjálplegir, sem hefur komið ánægjulega á óvart.“ Elín bætir við að það hafi jafn- framt komið þeim á óvart að í Val- encia-héraði sé valencian mikið notað, líkt og katalónska í Kata- lóníu. „Öll skilti eru á spænsku og val- ensíönsku. Sama gildir um mat- seðla. Og svona er þetta víðast hvar á Spáni, hvert hérað á sitt tungumál, sem er í raun mjög líkt spænskunni en þó ekki eins, mjög skemmtilegt.“ Að lokum er ekki hægt annað en spyrja þau hjón hvað þau myndu ráðleggja fólki sem dreymir um að gera það sama, og það stendur ekki á svarinu: „Að kýla á þetta. Þetta er auð- veldara en það virðist!“ 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.