Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 32
Rauði krossinn á Íslandi kynnir hér í þessu blaði nokkur verkefni félagsins sem um 3.000 sjálf boðaliðar sinna um allt land á degi hverjum. Við höfum líkt og aðrir þurft að laga starf okkar, verkefni og þjónustu að þörfum fólks og aðstæðum á tímum farsóttar. Verkefni Rauða krossins eru ef til vill mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr, svo sem fræðast má um í blaðinu. Rauði krossinn er viðbragðsfélag sem tekst af ábyrgð og fagmennsku á við áskoranir eins og þann faraldur sem nú herjar á þjóðir heimsins. Upplýsingum um aðstæður, reglur, réttindi og skyldur og margvíslegt annað í samfélagi okkar þarf að koma hratt og örugglega til fólks sem tekur sín fyrstu skref hér á landi. Þá þarf einatt að huga að úrræðum og lausnum fyrir fólk sem á ekki heimili og ekki síst nú þegar mikil áhersla er lögð á að við séum mest heima. Óvissan sem heimsfaraldurinn veldur skapar vanlíðan hjá mörgum og kvíði sækir að, því framtíðin er óljós. Sjálf boðaliðar og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans leggja því nótt við nýtan dag um heim allan til að lina þjáningar og aðstoða fólk í mismunandi aðstæðum sínum. Rauði krossinn á Íslandi hefur sinnt mannúðarverkefnum í tæp hundrað ár og heldur því ótrauður áfram. Það er von mín að þú, lesandi góður, verðir margs vísari um þau mikilvægu störf sem Rauði krossinn sinnir hér heima og erlendis. Starf Rauða krossins á Íslandi er borið uppi af sjálf boðaliðum um allt land og væri ekki mögulegt án þeirra. Þá leggja Mannvinir Rauða krossins, fólk sem styrkir félagið mánaðarlega, grunn- inn að öf lugu starfi og gera okkur kleift að sinna áfram þjónustu við þá er höllum fæti standa. Með kveðju, Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657. Ágæti lesandi 2 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RHJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS Tungumálavinir eru sjálf-boðaliðar í verkefninu Tölum saman. Sjálf boðaliðar hitta einstaklinga eða pör sem nýlega hafa hlotið alþjóðlega vernd með það að markmiði að æfa íslensku. Hægt er að notast við óformlegt spjall eða aðrar æfingar sem henta hverju sinni. Hlutverk sjálf boða- liðans er ekki að vera kennari. Hann er bara venjulegur Íslend- ingur sem hefur áhuga á að deila íslenskum orðaforða með öðrum. Þau Sólveig Halldórsdóttir og Peter Mukasa Wasswa eru tungu- málavinir sem hafa hist vikulega síðan í lok júní, klukkutíma í senn, á bókasafninu í Kringlunni til að spjalla saman. Peter er frá Úganda, hann er lögfræðingur að mennt og kom til Íslands fyrir ári síðan. Áður en hann kom til Íslands hafði hann starfað sem mannréttindalög- fræðingur í Úganda. Hann hefur mikinn áhuga á að læra íslensku og sótti þess vegna um að taka þátt í verkefninu Tölum saman. Hann segir að vikulegir fundir þeirra Sólveigar séu frábært tækifæri til að læra málið. „Ég var frekar feiminn og stress- aður fyrir fyrsta fundinn okkar,“ segir Peter. „Ég hafði ekki trú á mér og að ég gæti talað smá íslensku. Á hinn bóginn var ég líka glaður og hlakkaði til að hitta tungumálavin minn í fyrsta sinn.“ Sólveig segir að hún hafi líka fundið fyrir tilhlökkun, hún var spennt að vita hvernig þeim myndi ganga að spjalla saman í fyrsta skipti. „Við tölum alltaf fyrst saman á ensku til að hita upp og ræða hvað við viljum æfa okkur í. Svo förum við í íslenskuæfingar. Oft er ég bara að svara spurningum Peters um hvernig eigi að segja hitt og þetta. Þá skrifa ég niður setning- una og við æfum svo framburð. Ég kem svo með tillögur að orðum og setningum sem ég tel líklegt að hann muni heyra og við æfum þær saman,“ útskýrir hún. Öðlast sjálfstraust til að tala „Mér finnst ég hafa öðlast sjálfs- traust þegar ég reyni að tala íslensku vegna vikulegu fundanna okkar. Ég hef lært að bera sum íslensk orð rétt fram og lært grunnatriði í tungumálinu. En við reynum alltaf að tala eitthvað saman á íslensku. Ég hef ánægju af að spjalla við Sólveigu og hún hvetur mig til að tala þó að tungu- málið virðist erfitt,“ segir Peter. „Að læra íslensku hjálpar mér að verða hluti af þessu frábæra fólki í þessu frábæra landi. Að læra tungumálið hjálpar mér að verða partur af og kynnast menningu Íslendinga.“ Sólveig stundar nú BSc-nám í sálfræði en hún er sest aftur á skólabekk eftir að hafa starfað sem efnaskiptalíffræðingur hjá lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum. Hún segist hafa ákveðið að verða tungumálavinur til að hjálpa inn- flytjendum því hún hefur skilning á því að vera í þeim sporum. „Ég bjó í Bandaríkjunum í 22 ár. Ég man hvað það var mikil áskorun að f lytja á sínum tíma. Ég er tiltölulega nýflutt aftur til Íslands og það var líka áskorun þrátt fyrir að ég eigi fjölskyldu hér. Ég fór þess vegna að hugsa um hvernig ég gæti stutt við þá sem koma til landsins og hafa ekkert tengslanet og kunna ekki tungu- málið,“ segir hún. Sólveig segist fá mikið úr út vikulegum fundum sínum með Peter en áður en þau hittust fyrst vissi hún lítið um Úganda og hafði aldrei tekið þátt í sjálf boðaliða- starfi fyrir Rauða krossinn áður. „Ég læri alltaf eitthvað nýtt um tungumálavin minn og ég átta mig alltaf betur og betur á því hve snúið málið okkar getur verið. Það er mjög gaman að sjá hvað Peter hefur tekið miklum framförum. Hann hefur svo mikinn áhuga á að læra og hann kann svo vel að meta að fá einhvern tíma til að æfa sig, því fólk skiptir oft yfir í ensku þegar það talar við hann dagsdag- lega,“ segir hún. „Ég hef lært hvað innflytjendur eru viljugir að leggja hart að sér til að öðlast hluti sem mörg okkar telja sjálfsagða. Hann hefur einnig sagt mér skemmtilegar sögur af heimalandi sínu og það minnir mig á hvað það er mikilvægt að skilja og kynnast öðrum menn- ingarheimum.“ Sólveig mælir með því að gerast tungumálavinur. „Það er svo mikilvægt að hjálpa þeim sem vilja læra málið okkar,“ segir hún. „Þetta er ekki mikil skuldbinding og maður fær heil- mikið út úr þessu. Það er mjög gaman að kynnast fólki sem hefur annan bakgrunn og reynslu en maður sjálfur.“ Sólveig segist hafa áttað sig betur og betur á hvað íslenskan getur verið snúin eftir vikulegu spjallfundina með Peter. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Peter segist hafa öðlast sjálfstraust til að tala íslensku af því að Sólveig hvetur hann til að prófa. Framhald af forsíðu ➛ Vilt þú gerast sjálf- boðaliði? Skráðu þig á raudikrossinn.is Það er nóg að byrja á Ekkert vandamál er of stórt eða of lítið fyrir netspjall 1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.