Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2020, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 24.10.2020, Qupperneq 33
Nafn: Sóley Björk Stefánsdóttir. Verkefni: Opið hús fyrir innflytj- endur á Akureyri. Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera sjálf boðaliði? Að hitta fólk sem ég myndi annars ekki hitta. Nafn: Hörður Jónsson. Verkefni: Frú Ragnheiður á höfuð- borgarsvæðinu. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera sjálf boðaliði? Það fjölbreytta og magnaða starf sem frú Ragnheiður er, innsýn í heim sem ég kom úr og fékk dýpri skilning og þekkingu á skjólstæð- ingahópnum. Nafn: Lukka. Verkefni: Hundavinur á höfuð- borgarsvæðinu. Hefur það haft jákvæð áhrif á aðra þætti í lífi þínu að vera sjálf boða- liði? Voff, voff, voff! Nafn: Vigdís Hafliðadóttir. Verkefni: Opið hús í Reykjavík. Hefur það haft jákvæð áhrif á aðra þætti í lífi þínu að vera sjálf boða- liði? Það hefur gert mig víðsýnni og aukið umburðarlyndi mitt og ábyrgðartilfinningu gagnvart því að stuðla að réttlátara og betra samfélagi. Spurning dagsins Flóttamaðurinn Refik Naccur er frá Venesúela og af sýr-lenskum ættum. Bæði löndin hafa gengið í gegnum miklar hremmingar undanfarin ár, sem varð til þess að Refik kom hingað í leit að hæli. Síðan þá hefur hann sinnt sjálf boðastörfum fyrir Rauða krossinn af miklum krafti. „Mér hefur verið tekið vel á Íslandi og líður eins og ég sé heima hjá mér. Mér finnst ég velkominn og hef eignast marga íslenska og erlenda vini, sem er frábært,“ segir Refik. „Ég hef bara verið hér í rúm- lega átta mánuði en ég er hrifinn af Íslandi, sérstaklega á sumrin, þá er það allt grænt og yndislegt. En það er margt erfitt við að vera hér og það erfiðasta fyrir mig hefur verið að finna gott starf þar sem ég er rafeindavirki og fjarskiptasér- fræðingur. Ástandið er ekki gott vegna faraldursins og starfsleitin kostar mikla vinnu og tíma,“ segir Refik. „Ég hef líka rekið mig á það að þó að ég elski tungumál og geti talað nokkur reiprennandi á ég í erfiðleikum með íslensku. Það besta við að vera hér er að mér líður öruggur og þegar fjöl- skyldan mín verður komin hingað til mín held ég að ég fái hugarró,“ segir Refik. „Hér þarf maður ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni og getur bara lifað einn dag í einu, þó að ég sé reyndar alltaf mjög dug- legur að huga að framtíðinni.“ Byrjaði strax að hjálpa „Um leið og ég lenti hér, áður en ég fékk vernd, fór ég til Rauða krossins í Kef lavík og bauð fram krafta mína. Ég sýndi þeim tungu- mála- og tæknikunnáttu mína og í vikunni eftir það hóf ég störf sem sjálf boðaliði,“ segir Refik. „Alveg frá byrjun hef ég hjálpað mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd, en ég þýði mikið fyrir þau sem tala spænsku og arabísku þar sem ég tala þau tungumál og ensku reiprennandi. Eftir að ég f lutti til Reykjavíkur hef ég haldið því áfram, ásamt því að sinna tæknivinnu fyrir félagið. Ég hef líka tekið þátt í nokkrum verkefnum, eins og karlahóp sem sér um hjólaviðgerðir og hef áhuga á að taka þátt í f leiri verkefnum. Ég bauð mig til dæmis fram til að hjálpa í sóttvarnahús- um Rauða krossins,“ segir Refik. Vill hjálp við atvinnuleit „Ég sinni sjálf boðastörfum vegna þess að mér finnst mér hafa verið tekið opnum örmum hér og lang- ar að launa þann greiða. Ég vildi endurgjalda hluta af örlætinu sem mér hefur verið sýnt,“ segir Refik. „Þar að auki gleður það mig að hjálpa fólki sem þarf aðstoð. Ég held að þátttaka mín í þjónustu Rauða krossins bæti hana. Rauði krossinn bauð mér meiri stuðning en ég vildi, en mér líkaði verkefnið um „íslenskan vin“ þannig að ég tók þátt og hef eignast góðan nýjan vin sem heitir Kristján,“ segir Refik. „Við hittumst næstum vikulega og spjöllum lengi. Eini stuðningur- inn sem ég vil og þarf er við að finna gott starf. Persónulega finnst mér mjög mikilvægt að vera með vinnu og ég hvet f lóttafólk til að falast eftir aðstoð við að finna starf.“ Vill endurgjalda örlætið Refik Naccur er hámenntaður flóttamaður sem hefur sinnt alls kyns sjálf- boðastörfum fyrir Rauða krossinn af miklum krafti síðan hann kom til lands- ins. Hann segir það gleðja sig að geta hjálpað öðru fólki sem þarf aðstoð. Flóttamaðurinn Refik er menntaður rafeindavirki og fjarskiptasérfræð- ingur. Hann kom fyrir um átta mánuðum, sinnir þýðingum og öðrum sjálf- boðastörfum fyrir Rauða krossinn samhliða atvinnuleit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðni býr ásamt fjölskyldu sinni á Laugarvatni og kennir við grunnskólann þar. „Í vor var mikið álag í vinnunni vegna samkomubanns- ins. Kennslan fór fram á netinu og ég var því að vinna heiman frá mér. Þá fór ég að hugsa um hvað ég væri þakklátur fyrir að geta þó verið heima með fjölskyldunni minni og að það væru ekki allir í þeirri stöðu. Þegar ég sá auglýst eftir símavinum hjá Rauða kross- inum ákvað ég að setja mitt nafn í hattinn,“ segir hann en verkefnið snýst um að sjálf boðaliðar hringja til þeirra sem þess óska. Það var sett á laggirnar árið 2016. „Það var fljótlega haft samband við mig og ég fékk minn fyrsta símavin. Ég setti mig í stellingar og hringdi í viðkomandi en fljótlega kom í ljós að hann var ekki mjög fús að tala við mig. Þessum aðila hentaði betur að spjalla við konu og auðvitað var brugðist við því,“ segir Guðni, sem fljótlega fékk nýjan símavin. Þeir náðu strax vel saman, spjalla saman vikulega og hafa báðir mikla ánægju af því. Guðni fékk bakgrunnsupplýsingar um viðkomandi sem komu sér vel, ekki síst til að leiða fyrstu sam- tölin. „Við ræðum um allt milli himins og jarðar en ég leitast við að hafa bjartsýni að leiðarljósi í samtölunum og draga fram það jákvæða í lífi símavinar míns. Ég segi stundum frá minni fjölskyldu og hvað við erum að fást við og spyr hann frétta úr daglega lífinu. Þetta snýst ekki bara um að tala saman, heldur líka um traust. Það kom mér einna mest á óvart að þetta gefur mér ekki minna en honum og ég er alltaf glaður eftir okkar samtöl,“ segir Guðni. Þegar talið berst að því hvort þessi þjónusta Rauða krossins sé mikilvæg segir Guðni ekki leika vafa á því. „Já, hún skiptir máli fyrir fólk og getur dregið úr ein- manaleika. Varðandi minn síma- vin, þá finnst mér eins og þessi símtöl séu mikilvæg og hann bæði vilji og þurfi að spjalla. Það gefur mér líka gildi að gera eitthvað sem skiptir máli. Fyrir mig er verðmætt að honum líði vel með þetta,“ segir Guðni, sem ætlar að halda áfram að vera símavinur og segir það ekki vera neina kvöð á sér. „Hingað til höfum við átt notalegt og skemmtilegt spjall. Við ákveðum yfirleitt hvenær ég hringi næst, en mælt er með að setja ákveðinn tíma fyrir símtölin. Símavinur minn fer oft út að ganga og ég vil ekki að hann sé bundinn yfir því að ég hringi, svo ef hann svarar ekki hringi ég einfaldlega næsta dag.“ Aðspurður segist Guðni mæla með að vera símavinur, ekki síst ef fólk hefur tíma til að sinna því vel. „Persónulega finnst mér þetta mjög gefandi og öðruvísi en að gefa peninga í fjársafnanir. Þetta er mannlegt og góð leið til að láta gott af sér leiða,“ segir hann. Snýst um að hlusta Guðni Sighvatsson ákvað að gerast símavinur hjá Rauða krossinum í vor þegar fyrsta bylgja kórónaveirufaraldursins gekk yfir. Verkefnið er gefandi og traust á milli símavina er mikilvægt. Hann segist fyllast gleði eftir símtölin. „Þegar ég sá auglýst eftir símavinum hjá Rauða kross- inum ákvað ég að setja mitt nafn í hattinn,“ segir Guðni, sem er hér með Maríu Carmen Magnúsdóttur, eiginkonu sinni. 3 L AU G A R DAG U R 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.