Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 36

Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 36
GG Verk ehf. óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra í umfangsmikið verkefni. Staða verkefnastjóra er ein af lykilstöðum innan fyrirtækisins. VERKEFNASTJÓRI BYGGINGARFRAMKVÆMDA Helstu verkefni og ábyrgð: • Yfirumsjón, rekstur og stjórnun verkefnis • Gerð verk- og kostnaðaráætlana sem og framkvæmd verkþáttarýni • Innkaupastjórn, efnissamþykktir og skýrslugerð vegna gæðavottana • Kostnaðareftirlit og uppgjör • Samskipti við verkkaupa og undirverktaka Menntunar- og hæfniskröfur: • Verk-, tækni-, eða byggingafræði þar sem meistaragráða er kostur • Reynsla af verkefnastjórn verklegra framkvæmda er skilyrði • Reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana • Reynsla af uppgjöri verkefna • Þekking á hönnunarferli og hönnunarrýni • Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku í ræðu og riti GG Verk ehf. er framsækið byggingarfyrirtæki sem byggir á áratuga reynslu og sterkum grunni. Félagið var stofnað árið 2006 og eru eigendur þess þriðja kynslóð smiða. Bygging vandaðra mannvirkja sem reist eru innan tilskilins tímaramma er leiðarljós GG Verk. Verkefnin eru fjölbreytt bæði eigin verk sem og verk unnin í verktöku bæði fyrir hið opinbera sem og einstaka verkkaupa. GG Verk leggur mikið upp úr því að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Gildin eru góð samskipti, ábyrgð, traust og snyrtimennska. GG Verk hlaut ISO9001 gæðavottun árið 2015. byggingaverktaki GG VERK Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á vef Hagvangs hagvangur.is. Við hjá SORPU bs. leitum að lausnamiðaðri, samviskusamri og bjartsýnni manneskju sem hefur sýnt góðan árangur við rekstur félags eða stofnana og stjórnun mannauðs. Hún þarf að hafa góða yfirsýn og skipulagsgáfu í síbreytilegu og krefjandi starfi þess umhverfis- og þekkingarfyrirtækis sem SORPA bs. er. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni og leiða metnaðarfullt starfsfólk við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. SORPA BS. LEITAR AÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA/-STÝRU Framkvæmdastjóri/-stýra þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Brennandi áhugi á umhverfismálum og innleiðingu hringrásarhagkerfisins og öllu er varðar meðhöndlun, endurnýtingu og endurvinnslu auðlinda og úrgangs • Reynsla af rekstri, stjórnun og mannaforráðum • Haldbær reynsla og þekking á verkefnastjórnun og áætlanagerð • Einstök lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur Byggðasamlagið SORPA er í eigu sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hlutverk SORPU bs. er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna og á sama tíma endurspegla áherslur eigenda sinna í að ná markmiðum hringrásarhagkerfisins. SORPA bs. sér um rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar, gas- og jarðgerðarstöðvar, urðunarstaðar og sex endurvinnslustöðva. Þá hefur félagið einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna, rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og Efnismiðlun Góða hirðisins. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tíu talsins og eru höfuðstöðvar SORPU bs. að Gylfaflöt 5 í Reykjavík Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.