Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 43
Viðskiptastjóri (Account Manager)
Getur þú unnið sjálfstætt, skipulega og ertu með ríka þjónustulund? Hefur þú áhuga á að vera hluti af teymi sem sinnir þjónustu þar sem viðskiptavinirnir eru fjármálafyrirtæki víða um
heiminn?
Við erum að leita að einstaklingi í þjónustuteymið okkar. Við erum góð í mannlegum samskiptum, sérfræðingar í okkar kerfum og höfum mikinn metnað til þess að þjóna okkar viðskiptavinum.
Við erum tilbúin að taka á móti réttum aðila sem eykur breidd og afköst hjá teyminu okkar.
Viðskiptastjóri sinnir þjónustu og ráðgjöf við hugbúnað five°degrees. Tekur þátt í prófunum og innleiðingum á hugbúnaði og vinnur með vörustjóra að hugmyndum um nýja virkni
í okkar hugbúnaði.
Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærilegum greinum. Góð þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja og reynsla af okkar
kerfum er kostur.
Forritari (Software Developer)
Ert þú drífandi manneskja með góða forritunarkunnáttu sem er spennt fyrir að vinna í sjálfstæðum litlum hópi að fjármálahugbúnaði framtíðarinnar? Þá erum við hjá five°degrees að leita að
þér til að hanna, þróa og reka hugbúnaðarkerfi okkar.
Við nýtum okkur fyrst og fremst Microsoft tækni, svo sem Azure, .net, C#, Fluent UI og SQL Server, og erum stöðugt að leita nýrra leiða til að gera hlutina betur. Þar vonumst við til að þú getir
orðið okkur að liði.
Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegri grein, eða hafa mjög góða þekkingu og áralanga starfsreynslu af þeirri
tækni sem við notum.
Vörustjóri (Product Owner)
Við leitum að áhugasömum og duglegum vörustjóra fyrir verðbréfakerfi five°degrees. Hlutverk vörustjóra hjá okkur er að taka ábyrgð á verkefnum sem eru unnin á hugbúnaðarsviði, fram-
vindu þeirra og gæðum fyrir viðskiptavini og notendur.
Á hugbúnaðarsviði hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í gerð hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað. Vörustjóri vinnur með öflugum hóp sérfræðinga að því að
leysa þarfir okkar viðskiptvina.
Við notumst við Agile verkstýringu, ýmist Scrum eða Kanban. Lögð er áhersla á stöðugar endurbætur og vönduð vinnubrögð.
Vörustjóri kynnir vörur og lausnir five°degrees fyrir viðskiptavinum. Forgangsraðar verkefnum í samráði við notendur og þróunarteymi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið úr kröfum við-
skiptavina allt frá hugmyndum til enda afurðar.
Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærilegum greinum. Góð þekking á verðbréfaviðskiptum og reynslu af fjármálastarfsemi.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember. Umsóknir sendist á job@fivedegrees.is
Viðhaldsstjóri
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinsamlegast látið ferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókninni.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 27. október
á netfangið lovisa@skylagoon.is
Starfssvið nær meðal annars yfir:
• Daglegan rekstur á kerfum, svo sem lóns- og dælu-
kerfi, aðgangs- og skápakerfi, eftirlits- og hússtjórnar-
kerfi
• Framkvæmd og eignarhald á viðhaldsáætlunum
• Umhirðu og viðhald á útisvæðum
• Beint viðhald og/eða samskipti við og eftirlit með
utanaðkomandi viðhaldi eftir því sem við á
Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
• Vélstjóramenntun, sambærileg iðnmenntun og reynsla
sem nýtist í starfi
• Góð ensku kunnátta
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og ábyrgð
• Þjónustulund og snyrtimennska
• Ástríða fyrir störfum sínum
• Næmt auga fyrir útlitslegum smáatriðum
Mikill metnaður hefur verið lagður í að skapa einstakt upplifunar-
svæði fyrir gesti og spilar viðkomandi því lykilhlutverk í að sjá til
þess að upplifun gesta verði með allra besta móti.
Sky Lagoon er nýr baðstaður sem mun opna á vormánuðum 2021. Sky Lagoon óskar eftir ábyrgðafullum einstaklingi
til að sjá um eftirlit og viðhald á fasteignum, lónssvæði, gróðri og kerfum. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf og er
æskilegt að viðkomandi hafi áhuga og getu til að ganga í öll tilfallandi verkefni.
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0