Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 44
Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir- farandi stöður lausar til umsóknar Embætti forstjóra þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Embætti forstjóra stofnunarinnar heyrir undir félags- og barnamálaráðherra skv. 2. gr. laga um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu nr. 160/2008. Forstjóri skal hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar og við stjórnun hennar og rekstur. Forstjórinn starfar samkvæmt fyrirmælum laga, reglugerða og erindisbréfs sem ráðherra setur honum. Ráðherra skipar stofnuninni forstjóra til fimm ára í senn og stefnt er að því að umsækjandi geti hafið störf hinn 1. janúar 2021. Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Forstjóri ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs Embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs starfar á grundvelli laga nr. 116/2012, um málefni innflytjenda, með síðari breytingum. Félags- og barnamálaráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára, sbr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Miðað er við að skipað verði í stöðuna frá og með 1. janúar 2021. Hlutverk Fjölmenningarseturs er meðal annars að veita stjórnvöldum, sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og miðla upplýsingum um réttindi og skyldur innflytjenda. Sömuleiðis að fylgjast með þróun innflytjendamála í þjóðfélaginu og koma á framfæri við ráðherra, innflytjendaráð og önnur stjórnvöld ábendingum og tillögum um aðgerðir sem hafa það að markmiði að allir einstaklingar geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu óháð þjóðerni og uppruna. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs ber meðal annars ábyrgð á daglegum rekstri þess, að rekstrarafkoman sé í samræmi við fjárheimildir og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Enn fremur að verkefnum Fjölmenningarseturs sem tilgreind eru í lögunum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Starfsaðstaða forstöðumanns Fjölmenningarseturs er á Ísafirði. Félagsmálaráðuneytinu, 24. október 2020 Umsóknarfrestur er til 9. nóvember 2020. Nánari upplýsingar um störfin má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is Rafvirki óskast til starfa Rafverktakafyrirtæki óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa. Starfssvið: • Almenn rafvirkjastörf einnig viðhald og rekstur á vél- búnaði með áherslu á rafbúnað Menntun og hæfniskröfur: • Gott vald á íslensku og ensku • Yfir 10 ára reynsla sem nýtist í starfi • Lausnamiðuð hugsun • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Sveinsbréf er kostur Kostur að geta hafið störf sem fyrst Áhuga samir vinsamlegast senda inn umsókn og ferilskrá á póstfangið rafvirkioskast@gmail.com Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auglýsir stöðu Félagsmálastjóra lausa til umsóknar Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörk- unar sem heyra undir hans málaflokk. Eftirtaldir málaflokkar heyra undir Félagsmálastjóra; félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, þjónusta við fatlað fólk, þjónusta við aldraða, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, húsnæðismál auk tilfallandi verkefna sem falla undir hans fagsvið. Eftirlit með gerð samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hefur umsjón með barnaverndarmálum samkvæmt barna- verndarlögum 80/2002. Einnig sinnir félagsmálastjóri teymis- vinnu og starfar með mismunandi fagstéttum innan sem utan þjónustusvæðis. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði félagsráðgjafar og meistarapróf til starfsréttinda í félagsráðgjöf • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi æskileg • Reynsla og þekking af starfsemi félagsþjónustu sveitar- félaga • Þekking á svæði félagsþjónustunnar er mikill kostur • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu og skipulags- hæfileika • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag 5 sveitarfélaga og annast félagsþjónustu fyrir Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp en þar búa samtals um 5.300 íbúar. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Hjá félagsþjónustunni starfar öflug liðsheild sér- fræðinga. Starfsmenn stofnunarinnar eiga í nánu og góðu samstarfi við Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu með heildarhagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Leitað er að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga og því þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lilja Einarsdóttir formaður stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu bs. á netfangið lilja@hvolsvollur.is Umsóknum skal skila á sama netfang og með umsókn skal fylgja ferilskrá. GHG - Vallarstjórn Golfklúbbur Hveragerðis óskar eftir að ráða jákvæðan og öflugan einstakling í stöðu vallarstjóra á golfvöll GHG. Um heilsársstarf er að ræða. Umsóknir sendist á netfangið golfskali@ghg.is fyrir 20. nóvember 2020 Hæfniskröfur: • Reynsla af vinnu á golfvelli • Reynsla af mannaforráðum • Reynsla í skýrslugerð • Reynsla af viðhaldi véla og tækja Helstu verkefni: • Umsjón með umhirðu, viðhaldi og framkvæmdum á golfvelli klúbbsins í Gufudal og sem og öðrum umráðasvæðum klúbbsins og daglegu eftirliti á þessu stöðum • Umsjón með þeim verkefnum sem golfklúbburinn tekur að sér við slátt og umhirðu grænna svæða fyrir aðra aðila í Hveragerði • Vinna náið með framkvæmdastjórn klúbbsins við gerð verk- og framkvæmdaáætlana • Vinna náið með vallarnefnd klúbbsins. • Umsjón með ráðningu vallarstarfsfólks. • Vallarstjóri aðstoðar framkvæmdastjórn við árlega skýrslugerð um viðhald og framkvæmdir á golfvelli og umráðasvæði klúbbsins svo og um vélar og tæki Erum við að leita að þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.