Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 64
Það er dýrmætt fyrir þjóðina að eiga viðbragðsteymi eins og Rauða krossinn. Maður
finnur það svo sterkt þegar fólk fer
í gegnum hluti sem reyna verulega
á. Það er eðlilegt að verða ráðalaus
og í áfalli þegar alvarlegir hlutir
koma upp í lífinu og þá er gott að
hafa einhvern sem tekur stjórnina,
hlustar, faðmar og viðurkennir
hvernig fólki líður. Okkar viðkoma
er oft f ljótlega eftir að hamfarir
eða slys hafa átt sér stað og þá er
svo mikilvægt að fólk geti hallað
sér upp að einhverjum, pústað um
reynslu sína en umfram allt að það
viti hvert það geti leitað í fram-
haldinu og að allar tilfinningar
séu eðlilegar,“ segir Kristín Björk
Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og
ráðgjafi hjá Símenntunarmið-
stöð Eyjafjarðar og sjálf boðaliði í
viðbragðsteymi Rauða krossins á
Akureyri.
„Ég hafði reynslu af því að tala
við fólk og vinna með því í ýmiss
konar persónulegri uppbyggingu
þegar til mín var leitað. Í upp-
hafi var þetta hugsað sem áfalla-
teymi sem vera átti til taks ef um
náttúruhamfarir eða stórslys
væri að ræða. Í fyrra var teyminu
síðan breytt í viðbragðshóp og þá
þurftum við að vera mun meira
til taks. Við tók stórslysavetur og
geysileg óveður svo maður var
meira og minna á staðnum, í stað
kannski tveggja skipta á vetri áður.
Þetta er búið að vera ákaflega lær-
dómsríkt ferli þar sem maður eflist
og vex við hverja raun og reynslu.“
Nærvera gerir kraftaverk
Kristín Björk hefur á liðnu ári
tekið víða til hendinni fyrir
norðan. Hún hefur starfað í við-
bragðshóp Rauða krossins, tekið
COVID-19 símtöl, starfað í sótt-
varnahúsinu á Akureyri og var
mjög öflug þegar óveðrið mikla
skall á í vetur sem leið.
„Mér finnst gott að geta gefið af
mér og verið til taks í aðstæðum
eins og voru í óveðrinu á Dalvík,
þar sem heilt byggðarlag var
lengi án rafmagns og opnuð var
fjöldahjálparstöð. Þar upplifðu
sig allir litla og létu hverjum degi
nægja sína þjáningu; maður stóð
varnarlaus mitt í hamförunum.
Íbúarnir komu til að fá mat, skjól
og öryggi, og enginn vissi hvað
ástandið myndi vara lengi. Þessi
fjöldahjálparstöð var aðallega sett
upp fyrir erlenda byggingaverka-
menn sem bjuggu í vinnubúðum
við höfnina en í veðrinu gekk
sjórinn hreinlega yfir búðirnar.
Margir þessara manna töluðu
enga íslensku og takmarkaða
ensku en nærvera og kaffi gera
kraftaverk. Þá er ómetanlegt að
eiga leiðbeiningar Rauða krossins
á ýmsum tungumálum, eins og
frönsku, pólsku og kínversku, sem
hefur reynst dýrmætt í aðstæðum
þar sem maður getur ekki tjáð sig
almennilega við fólk.
Það hef ég lært með starfi mínu
fyrir Rauða krossinn, að sálrænn
stuðningur snýst mikið til um
að vera til staðar, tala minna og
leyfa fólki að tjá sig og gráta,“ segir
Kristín Björk. Því fylgdi góð til-
finning að geta farið til Dalvíkur
með lögreglunni og gera gagn.
„Það er nærandi að geta gefið
til baka til samfélagsins, hvort
sem það er í gegnum pólitík eða
hjálparstarf, og ekki síst á svona
stundum. Maður stækkar við það
að vera til staðar en auðvitað erum
við öll í þessu saman, hvort sem
það er fárviðri eða heimsfaraldur,
og ég heyri oft þegar ég hughreysti
aðra að þá hughreysti ég sjálfa mig
í leiðinni.“
Starfið gefur mikið
Kristín Björk starfar sem land-
vörður á sumrin og þar hefur líka
komið sér vel að hafa reynslu af
sálrænum stuðningi þar sem fólk
lendir í alls kyns óvæntum háska
á hálendinu og er ekki í aðstæðum
sem það þekkir úr daglega lífinu.
„Starfið með viðbragðshópi RKÍ
hefur gefið mér mikið. Að starfa í
sóttvarnahúsinu var einkar fróð-
legt því auðvitað eru allir að gera
þetta í fyrsta skipti en ég upplifði
allt til svo mikillar fyrirmyndar
og fannst mikið öryggi í að sjá
hvernig starfið fer fram þar. Hitt,
að vinna með viðbragðsteyminu
á ögurstundu, dýpkar mann, að
upplifa samhuginn eins og í fár-
viðrinu á Dalvík. Slík samkennd
lætur engan ósnortinn. Það er dýr-
mætt að sjá að til sé svo gott fólk.“
Hughreysti sjálfa mig í leiðinni
Kristín Björk Gunnarsdóttir hefur haft í nógu að snúast í starfi viðbragðsteymis Rauða krossins á
Akureyri og stóð vaktina í fárviðrinu mikla á Norðurlandi síðastliðinn vetur auk annarra starfa.
Kristín Björk
Gunnarsdóttir
segir nærveru
og kaffi geta
gert krafta-
verk. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/AUÐUNN
Menntaskólinn að Laugarvatni
Scanmar á Íslandi ehf
Elísa Guðrún ehf
Dýralæknirinn á Breiðdalsvík
Hafnarfjarðarhöfn
DMM Lausnir ehf.
Grindavíkurbær
Kambur ehf.
Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf
Garðabær
Endurskoðun Vestfjarða ehf.
Skólar ehf.
Akraneskaupstaður
Terra Efnaeyðing hf
Fáskrúðsfjarðarkirkja
Matthías ehf
Íslensk endurskoðun ehf
Herrafataverslun Birgis ehf
Dýrabær ehf
Tannréttingar sf.
Krappi ehf
Rafsel Búðardal ehf
Tölvar ehf.
Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf.
Gjögur hf.
Fakta ehf
Múlaradíó ehf.
Garðs Apótek ehf
N1 ehf.
Terra umhverisþjónusta hf
THG Arkitektar ehf.
JÁVERK ehf.
Hljóðbókasafn Íslands
Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf.
Klausturkaffi ehf
Wurth á Íslandi ehf.
Ásvélar ehf
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Reki ehf
Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf.
Hvalur hf.
Sjúkrahúsið á Akureyri
Laugarnesskóli
Akureyrarkaupstaður
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Sigurgeir G. Jóhannsson ehf
Verkval ehf
Þ.S. Verktakar ehf.
Bókhaldsstofa Haraldar slf.
Verslunartækni og Geiri ehf
Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf
Hveragerðissókn
Hjá GuðjónÓ ehf.
Nonni litli ehf.
Eiríkur og Einar Valur ehf
Ottó B. Arnar ehf.
Brunavarnir Suðurnesja bs.
Gróðrarstöðin Réttarhóll ehf.
Rafmiðlun hf.
Danica sjávarafurðir ehf (Danica Sea-
food Ltd.)
Ísfix ehf
Samvirkni ehf
Höfðakaffi ehf
Síldarvinnslan hf.
Sæplast Iceland ehf.
Dalsgarður ehf
Vagnar og þjónusta ehf
Norlandia ehf.
Gull- og silfursmiðjan ehf
Stéttarfélagið Samstaða
Hreint ehf.
Rarik ohf.
Argos ehf Arkitektastofa Grétars og
Stefáns
Landssamband lögreglumanna
InfoMentor ehf.
Grófargil ehf.
Loftorka Reykjavík ehf.
BSRB
Vísir hf.
Skólavefurinn ehf
Skorradalshreppur
Verslun Haraldar Júlíussonar
Málarameistarar ehf.
Manning ehf.
B. Markan ehf.
Norðanfiskur ehf.
Rafstilling ehf
Krossborg ehf
Nobex ehf
Gísli Geir ehf
Nesbúegg ehf.
Aðalvík ehf
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
dk Hugbúnaður ehf.
Flúðajörfi ehf.
Orkubú Vestfjarða ohf.
Sveitarfélagið Ölfus
Útilegumaðurinn ehf.
Dómkirkjan
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf
Reykjavíkurborg
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs
Míla ehf.
Seyðisfjarðarkaupstaður
Fjárstoð ehf.
Úti og inni sf
Reykjanesbær
PFAFF hf.
Aurum ehf
Hreinsitækni ehf.
Brim hf.
Vinnslustöðin hf.
Við þökkum fyrir stuðningin
Við stöndum fyrir réttlæti - Ekkert um okkur án okkar
215-0-5 255-5-10175-0-0 97-97-97
RGB
P 1797 Red - 032P 1807 Gray Cool 9
PANTONE
0-100-100-30
CMYK
0-100-100-10 0-95-95-0 0-0-0-62
6 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RHJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS