Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 72
Tíu ár eru síðan þunga-rokkssveitin Skálm-öld gaf út sína fyrstu plötu, Baldur, og var ákveðið að fagna með útgáfu tónleikaplötu.
Fréttablaðið ræddi við gítarleikar-
ann, Þráin Árna Baldvinsson, og
trymb il inn, Jón Geir Jóhannsson,
í tilefni af áfanganum sem hvor-
ugur segist hafa búist við að ná. Auk
þeirra eru í bandinu söngvarinn og
gítarleikarinn Björgvin Sigurðsson,
hljómborðsleikarinn Gunnar Ben.
og bræðurnir Snæbjörn og Baldur
Ragnarssynir, sem leika á bassa og
gítar.
„Við ætluðum bara að hafa gaman
í æfingahúsnæðinu og loksins gefa
út eina þungarokksplötu, komnir
á miðjan aldur,“ segir Jón Geir um
fyrstu skrefin. „Ég hélt að þetta
myndi ekki seljast heldur myndum
við fá okkar eintök af plötunni til að
gefa frændum og frænkum í jólagjöf
næstu 20 árin,“ segir Þráinn.
Raunin varð hins vegar önnur.
Upplagið af Baldri seldist upp á einni
viku fyrir jólin 2010. Jón Geir segir
að þeir hafi sennilega hitt á réttan
tímapunkt, eftir hrunið hafi Íslend-
ingar verið í sjálfsþurftarhugsunar-
hætti og kunnað vel að meta þetta.
Síðan hefur Skálmöld gefið út fjórar
hljóðversplötur til viðbótar, tón-
leikaplötu með Sinfóníuhljómsveit
Íslands og leikið á hundruðum tón-
leika á Íslandi, í Evrópu og Ameríku
og eru á samningi við útgáfufyrir-
tækið Napalm Records í Austurríki.
Reyna að hanga með
Skálmöld ákvað að taka pásu í ár og
leika á engum tónleikum. Síðan skall
faraldurinn á. Þrátt fyrir pásuna hafa
þeir þó haft í nógu að snúast, meðal
annars með útgáfu nýju plötunnar,
Live in Reykjavík, en einnig er bók
á leiðinni um sveitina eftir breska
höfundinn Joel McIver, sem meðal
annars hefur skrifað sögu Metallica,
Slayer og Black Sabbath.
„Það er ekkert plan. Við látum
boltann bara rúlla,“ segir Jón Geir
um framtíðina. „Og reynum að
hanga með!“ segir Þráinn og hlær.
Segjast þeir núna vera orðnir langt-
um betri hljóðfæraleikarar en þeir
voru í byrjun. „Ég gat þetta ekki.
Ég þurfti að læra að spila þunga-
rokk upp á nýtt, þennan ómennska
hraða,“ segir Jón um fyrstu æfing-
arnar, en hann hafði áður verið í
hljómsveitum sem spiluðu léttari
músík, Ampop og Hrauni. „Ég reyndi
að spila eins margar nótur og ég gat
á sem stystum tíma. Því ég hélt að
þetta væri eina tækifærið fyrir mig
til að spila þungarokk. Núna er þetta
hins vegar orðið mun afslappaðra,“
segir Þráinn. Hann hafði reyndar
verið í dauðarokksveitinni Sorori-
cide, en aðeins síðustu mánuði líf-
aldurs þeirrar sveitar.
Skálmöld hefur haldið sínu
þjóðlega goðsagnaþema í gegnum
ferilinn og í senunni er hljómsveitin
f lokkuð sem víkingametall. Þeir
hafa sjálfir hins vegar ekki skilgreint
sig sem „víkingaband“ og skera
sig útlitslega úr mörgum slíkum
böndum.
„Napalm vildi að lúkkið yrði í
lagi og við myndum klæðast loð-
feldum og hringabrynjum á svið-
inu,“ segir Jón Geir. „En við sögðum
nei. Þeir héldu að við værum eitt-
hvað ruglaðir þegar við sendum
þeim mynd af okkur, því að ég var í
hvítri skyrtu, Baldur í Ninja Turtles
bol og tveir af okkur með gleraugu.
Einhvern veginn fengum við að
klæðast eins og við vildum og fá að
vera í okkar gallabuxum. En þetta
kemur gagnrýnendum oft á óvart.
Við látum textana og sögurnar um
að skapa andrúmsloftið.“
Aldrei séð Eiffelturninn
Þráinn segir það hafa verið mikla
áskorun að samrýma stanslaus tón-
leikaferðalög og fjölskyldulífið og
vinnuna. Sjálfur hafi hann sagt upp
vinnu sinni í tónmenntakennslu og
stofnað sinn eigin tónlistarskóla,
Tónholt. Allir séu þeir þó heppnir
með vinnuveitendur, sem sýni þessu
skilning.
Jón Geir segir það bæði bölvun og
blessun að hefja þetta ferðalag svona
seint. „Ég er ekki viss um að ég hefði
höndlað þetta vel tvítugur,“ segir
Þráinn. Þeir séu núna orðnir of gaml-
ir og þroskaðir fyrir lífsstílinn sem
fylgir oft rokkinu. „Í fyrra vorum
við til dæmis að spila á víkinghátíð í
Wales. Eftir giggið sátum við allir við
húsvagn sem við fengum, spiluðum
golfleik og fórum snemma í háttinn.
Það er lítið Mötley Crüe í okkur,“
segir hann og brosir.
Þó að Skálmöld ferðist um heim-
inn, hafa meðlimir sveitarinnar lít-
inn tíma til að sjá hann. „Við erum
heppnir ef við fáum tvo tíma á hverj-
um stað til að skoða okkur um,“ segir
Þráinn. „Ég hef spilað átta sinnum í
París og aldrei séð Eiffelturninn.“
„Við erum oft að spila í úthverfum
stórborga í Evrópu. Þetta er eins og
að vera að spila hér á höfuðborgar-
svæðinu og fá aðeins að sjá Skemmu-
veginn í Kópavogi,“ segir Jón Geir.
Annað gildir þó um matinn og
hlakka þeir oft til að komast til
ákveðinna landa til að fá gott að
borða. „Í Ungverjalandi fáum við
kannski beikonvafið svín og gott
rauðvín og osta í Frakklandi,“ segir
Þráinn. „Bretarnir eru hins vegar
nískir.“
Mafíunni ögrað
Aðspurðir um hápunktana nefna
þeir meðal annars tónleikana
með Sinfóníunni og stórar hátíðir
þar sem gamlir rokkrisar koma
einnig fram. „Svo fengum við að
syngja bakraddir með HAM frekar
snemma á ferlinum,“ segir Jón Geir.
Á öllum ferðalögunum hefur
vitaskuld ýmislegt komið upp á
en allt náð að reddast á endanum.
„Eitt sinn bilaði hljómsveitarrútan
í miðri eyðimörk í Rúmeníu. Ein-
hvern veginn náðum við að koma
okkur á staðinn, fimm mínútur í
gigg,“ segir Jón Geir. „Í annað sinn
átti að fresta giggi í Lissabon af því
að það var dauð dúfa í niðurfallinu
á þakinu í gríðarlegu vatnsveðri og
það næstum hrunið. Slökkviliðið
þurfti að koma til að votta að tón-
leikarnir mættu fara fram.“
Hljómsveitin á umboðsmanni
sínum, hinni þýsku Merle Doering,
sem er jafnframt lærður orrustu-
f lugmaður, margt að þakka. Hún
sé mikill nagli, sem sé ekki einu
sinni hrædd við að taka slaginn við
ítölsku mafíuna.
„Ég man þegar við vorum að spila
í Mílanó og Merle var að setja upp
bolasöluna,“ segir Þráinn. „Þá komu
þar að menn sem seinna kom í ljós að
voru úr mafíunni. Þeir sögðust ætla
að taka fjörutíu prósent, annars yrði
ekkert selt. Hún harðneitaði og við
héldum að ekkert yrði af sölunni. En
síðan sáum við fullt af fólki í bolum
því hún hafði þá gefið skít í mafíuna
og opnað kerru úti á götu. Mafían
fékk enga peninga frá okkur.“
Jón Geir minnist rimmu við lög-
regluna í Póllandi. „Björgvini var
mikið mál og ætlaði að kasta af
sér vatni í runna. Þá kom bíll með
blikkandi ljós og út stigu lögreglu-
menn, vopnaðir vélbyssum, og tóku
hann. Svo þurfti hann að sitja, alveg
í spreng, inni í lögreglubílnum á
meðan þeir f lettu upp í gögnum hjá
Interpol.“
Aðspurðir hvar sé best að spila
nefna þeir einmitt Pólland, og alla
Austur- og Suður-Evrópu. Oftast
hafi þeir spilað í Þýskalandi, sem er
risamarkaður og tenging við aðra
staði í Evrópu. Þráinn segir það
takmark að spila í Suður-Ameríku,
Japan og Ástralíu.
Gefa hverjir öðrum rými
Sjaldgæft er að hljómsveitir endist
í tíu ár án mannabreytinga, sér-
staklega í sex manna band eins og
Skálmöld. „Við erum góðir í að gefa
mönnum rými,“ segir Þráinn. „Á
giggi númer sautján á löngum túr
kemur það fyrir að einhver er orð-
inn mjög þungur og saknar fólksins
síns heima. Þá fá menn rými til að
loka sig af eða fá gott pepp frá okkur
hinum. Einnig hefur það komið
fyrir að við höfum fengið af leys-
ingafólk á ákveðna túra.“
Enginn er áberandi frontmaður
Skálmaldar. Jón Geir segir að Snæ-
björn sé kannski háværastur en
Björgvin hafi lokaorðið. „Björgvin
er rödd skynseminnar í glórulausu
bandi,“ segir Þráinn og hlær. „Bald-
ur telur sig vera fyndnastan,“ segir
Jón Geir og Þráinn tekur undir það.
„Hann er unglambið og partíljónið.
Fyrstur til að kynnast hinum bönd-
unum.“ Báðir eru sammála um að
Snæbjörn og Gunnar hrjóti mest. „Á
hótelum verða þeir að vera saman
í herbergi því það er ekki hægt að
bjóða öðrum upp á þetta svarthol
sem myndast.“
Næsti túr er skipulagður vorið
2021 en Þráinn og Jón Geir segja að
það verði að ráðast hvort orðið geti
af honum í ljósi faraldursins. Þang-
að til geti aðdáendur að minnsta
kosti yljað sér við tónleikaplötuna
sem kom út í gær. Var hún tekin upp
í Gamla bíói í lokahrinunni fyrir
pásu sveitarinnar. Segja þeir plötu
sem þessa hafa verið lengi á dag-
skránni. „Þetta er hrá tónleikaplata,
beint af skepnunni og ekkert átt við
upptökuna,“ segir Þráinn.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Neituðu að spila í loðfeldum
Meðlimir þungarokksveitarinnar Skálmaldar fagnar nú tíu ára afmæli með nýrri tónleikaplötu, Live in Reykja-
vík. Á ferðum sínum um Evrópu og Ameríku hafa þeir lent í ýmsu og meðal annars ögrað ítölsku mafíunni.
Jón Geir og Þráinn minnast rimmu Skálmaldar við ítölsku mafíuna, pólsku lögregluna og dauða, portúgalska dúfu.
Á einhvern hátt hafi þó allt reddast að lokum og hljómsveitin getað stigið á svið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Snæbjörn, Björgvin, Gunnar, Þráinn, Jón Geir og Baldur passa upp á að gefa hverjir öðrum rými á löngum tónleikaferðalögum þegar menn verða þungir og sakna fjölskyldnanna. MYND/AÐSEND
2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð