Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 74

Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 74
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför Vilhjálms Jóns Guðbjartssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Maríuhúss, L4 á Landakoti og Skógar- bæjar, fyrir einstaka umönnun og alúð. Jóhanna Sigríður Guðjónsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir Elfar Úlfarsson Guðjón Vilhjálmsson Rebekka Sif Kaaber Símon Elvar Vilhjálmsson Bryndís Einarsdóttir Símonía K. Helgadóttir Alexander, Ósk, Vilhjálmur Jón, Jóhanna Inga, Bára Margrét, Eva Sóley Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðna Hannessonar Lindarvaði 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki HERU fyrir einstaka umönnun og hlýju við heimahjúkrun. Valgerður Jónsdóttir Svanlaug Guðnadóttir Sigurjón Kr. Sigurjónsson Jörgen Már Guðnason Einar Guðnason Arnar Guðnason Sigríður Mist Hjartardóttir Heiðar Guðnason Sandra Valsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, Þorsteins Friðrikssonar fv. bankafulltrúa. Guðrún Lýðsdóttir Ertu aldrei í letikasti? er fyrsta spurning sem afmælisbarn dagsins, Guðrún Bergmann fær. „Veistu, ég held ekki,“ svarar hún. „Ég var virk sem krakki en þó var ég rólegri þá en nú. Ég er alltaf eitthvað að gera. Ef ég er ekki að vinna við skriftir eða úti á akrinum þá er ég að púsla, ráða kross- gátu eða virkja hugann á annan hátt. Svo af því ég er alltaf að tala um heilsu- mál, reyni ég að fræðast um það nýjasta sem fram kemur í þeim efnum, fylgjast með rannsóknum og þeim læknum sem stunda heildrænar lækningar. Stundum er sagt að maður læri svo lengi sem maður lifir og ég held ég læri miklu meira í dag en þegar ég var í skóla. Ég prenta upplýsingar úr tölvunni og les þær, það hentar mér betur en að hlusta. Stundum þarf ég líka að vitna til þeirra. Nei, ég man ekki eftir letikasti í mörg ár.“ Endurræsti heilsuna Ekki kveðst Guðrún gera sér grein fyrir hvort það að verða sjötug hafi áhrif á vinnu hennar. „Ég held bara mínu striki enda er ég sjálfstætt starfandi. Segist stundum vera 23 en líkaminn sé búinn að vera hér síðan 1950. Í mínum huga eru það tveir mismunandi hlutir. Ég stunda daglega líkamsrækt, hugsa um mataræðið og tek bætiefni og heilsan er betri í dag en hún var þegar ég var fer- tug. Ég barðist við ýmiss konar óþol sem langan tíma tók að finna réttu ráðin við. Það er svona að fæðast ekki með hand- bók,“ segir hún. „Í hótelrekstrinum á Hellnum á Snæfellsnesi vann ég líka svo mikið, að þegar ég hætti þar var heilsan við núllið. Það þurfti að endurreisa hana og nú er hún á milli 8,5 og 9,5 á skalanum 0-10, enda passa ég upp á hana. Hún er númer eitt því ég hef ákveðið að vera hér töluvert mikið lengur. Á fjögur barna- börn, tvö á Íslandi og tvö í Bandaríkj- unum og vil gjarnan fá að fylgjast með þeim þegar þau verða eldri.“ Guðrún tók sér Bergmannsnafnið þegar hún giftist Guðlaugi Bergmann, sem stofnaði Karnabæ og fyrstur hóf að selja táningafatnað á Íslandi. „Gulli var Bergmann, ekki ég. Drengirnir okkar Guðjón og Guðlaugur tóku það nafn líka. Þrír fyrstu stafirnir voru eins í öllum nöfnunum okkar og eftirnafnið. Ég setti nafnspjald á húsið okkar þegar drengirnir voru litlir og þetta kom skemmtilega út þegar maður horfði á það.“ Guðrún rak hótelið á Hellnum í fimm ár eftir að eiginmaðurinn, Guðlaugur Bergmann, féll frá og það verða 16 ár frá andláti hans núna í desember. Spurð hvort hún eigi einhvern dans- eða sálu- félaga nú svarar hún: „Nei, ég á hvorki dansfélaga né kærasta. Segi gjarnan þegar ég er spurð að ég hafi ekki hitt neinn sem ég nái rétta sambandinu við. Ég er sátt við líf mitt eins og það er og geri í raun allt sem ég vil, það er bara frábært.“ Frekar ferðalög en veislur Meðal þess sem Guðrún hefur fengist við síðustu ár er fararstjórn hjá Bænda- ferðum. „Ég átti að vera í Indlandi núna. Fór í fyrra með hóp þangað og átti að fara í aðra ferð núna 19. október, en hún var felld niður af augljósum ástæðum, eins og svo margt á þessu ári. Ég var búin að hlakka til að vera í Indlandi á afmælinu mínu. Ef áætlunin hefði staðist hefði ég verið þann dag í borginni Varanasi við Gangesfljótið, heilagri borg hindúa. Kom þangað í fyrra og það er stórkostlegt.“ Nú segir Guðrún lítið hægt að gera í sambandi við veisluhöld. „Enda vil ég frekar ferðast til að fagna tímamótum en að halda stóra veislu með mat og drykk, það er ekki minn stíll. En ég fæ fjölskyldu stráksins míns sem er hér á landi í heimsókn og við blásum á kerti og höfum gaman saman.“ gun@frettabladid.is Man ekki eftir letikasti Guðrún Bergmann heilsuráðgjafi er sjötug í dag og segist hraustari en þegar hún var fertug. Veiran kom í veg fyrir að hún væri stödd í Varanasi á Indlandi á afmælinu. „Ég held ég sé að læra miklu meira í dag en þegar ég var í skóla,“ segir hin sjötuga Guðrún Bergmann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Segi gjarnan þegar ég er spurð að ég hafi ekki hitt neinn sem ég nái rétta sambandinu við. 1885 Óperettan Sígaunabaróninn er frumsýnd í Vínarborg. 1919 Fyrsta tölublað Alþýðublaðsins kemur út. 1938 Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) er stofnað á Vífilsstöðum. 1944 198 manns er bjargað af kanadíska tundurspillinum Skeena, sem ferst við Viðey. Með skipinu farast samt um fimmtán manns. 1945 Sameinuðu þjóðirnar verða til sem alþjóðasamtök. 1970 Salvador Allende er kjörinn forseti Chile. 1975 Sjónvarpsútsendingar í lit hefjast hjá Ríkisútvarp- inu. 1988 Stöð 2 stendur fyrir heimsbikarmóti í skák, sem fram fer í Borgarleikhúsinu í Reykjavík og lýkur með sigri heimsmeistarans, Garrí Kasparov. 1989 Íslandsdeild samtakanna Barnaheill er stofnuð. 2010 Gerpla vinnur Evrópumeistaratitilinn í fimleikum, fyrst íslenskra liða. Merkisatburðir 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.