Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 82
GEISLADISKUR Sónötur eftir Schubert í flutningi Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Útgefandi: Erma Ég hitti einu sinni leikkonuna Scarl­ ett Johanson. Ég varð svo feiminn og yfirþyrmdur að ég kom ekki upp orði, og hugsaði bara um það hvað ég væri í ljótum bol. Það er því vel hægt að ímynda sér hvernig tón­ skáldinu Franz Schubert leið þegar hann hitti Beethoven. Schubert dáði hann mjög og flúði því æpandi af vettvangi, eða svo er sagt. Beet­ hoven var nokkru eldri, og þegar hann lést var Schubert kyndilberi í jarðarförinni. Hann sjálfur varð ekki gamall, aðeins 31 árs, og er hann fann dauðann nálg­ ast bað hann um að vera jarðaður við hlið meistarans. Honum varð ósk sinni. Litli sveppur Mörgum árum síðar vor u ja rðne sk a r leifar tónskáldanna færðar á betri stað, og við það tæki­ færi voru þær rannsakaðar. Í ljós kom að höfuðkúpa Beethovens var þykk og sterkleg, en hin fíngerð, nánast eins og í konu. Schubert var ekki hár í loftinu, og var oft kallaður „litli sveppur.“ Heilt yfir er tónlist Schuberts mildari og ljóðrænni en sú sem Beethoven samdi, þó vissu­ lega séu undantekningar. Hún er dásamlega fögur, laglínurnar eru himneskar og f læðið í tónlistinni innblásið og grípandi. Fyrir skemmstu kom út geisla­ diskur með Eddu Erlendsdóttur píanóleikara, þar sem hún f lytur þrjár sónötur eftir Schubert. Nánar tiltekið eru það sónötur í As­dúr D. 557, Es­dúr D. 568 og a­moll D. 537, allar samdar þegar tónskáldið var tvítugt. Í rétta andanum Skemmst er frá því að segja að leikur Eddu er prýðilegur. Hann er léttur og fíngerður í takt við tón­ listina, kraftmikill þegar við á, en samt alltaf tempraður. Heildar­ myndin er dálítið innhverf, á ein­ hvern sjarmerandi hátt, jafnvel þótt tónlistin sé full af æskufjöri. Enga tilgerð er að finna í spila­ mennskunni, hún er blátt áfram og heiðarleg. Flutningurinn er í hvívetna í samræmi við óskir tón­ skáldsins, ávallt í rétta, rómantíska andanum. Edda mót ar lag­ l í n u r n a r f a l l e g a . Schubert samdi alls konar verk, en ljóða­ sönglögin hans eru í sérf lokki. Þau eru um 600 talsins, hann var bókstaf lega sí­ semjandi. Einu sinni s a md i ha n n át t a lög á einum sólar­ hring. Þessi ljóðræna stemning er líka í verkunum fyrir hljóðfæri eingöngu, eins og til dæmis hér. Edda spilar melódí­ urnar þannig að þær eru fullkom­ lega eðlilegar. Það er eins og þær verði til á því augnabliki sem þær eru leiknar. Tæknilega séð er leikurinn skýr og jafn, og hendingar fagurlega mót­ aðar og smekklegar. Hljómurinn í píanóinu er mildur og hlýr, sem gefur heildarmyndinni notalega heimilislegan brag. Það er þægilegt að hafa þennan geisladisk á fón­ inum, líkt og Edda sjálf sé í stofunni að spila fyrir mann. Góðar stundir! Jónas Sen Heimilislegur Schubert Listasafn Íslands er opið og þar er vandlega gætt að sóttvörnum. Listþræðir er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir. Þar eru til sýnis verk sem f lokkast til vefnaðar og þráðlistar. Sýningar­ stjórar eru Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir. „Við Harpa byrjuðum á því að skoða textílverk í safneign Lista­ safns Íslands og eftir það könnuð­ um við hvaða listamenn hafa verið að vinna með þráðinn í skúlptúr og öðrum verkum, sem venjulega eru ekki f lokkuð sem textílverk. Við fórum að hugsa meira um þráðinn, það sem er saumað, heklað, ofið, hnýtt og þæft,“ segir Dagný. „Við fundum mikið af efni í safneigninni og öðrum söfnum og skoðuðum bækur og aðrar heimildir. Á endan­ um var þetta orðið ótrúlega mikið magn af verkum þannig að það var þrautinni þyngra að velja verk á sýninguna. Hátt í 300 verk komu til greina og um 60, eftir 37 listamenn, voru valin á þessa sýningu.“ „Með sýningunni erum við að draga fram fjölbreytnina í þráðl­ ist. Verkin eru bæði unnin á hefð­ bundinn hátt og í frjálsari og opnari miðla. Nefna má Hildi Bjarnadóttur sem ögrar kvennalistinni og hand­ verkinu með því að hekla verk sem eru ádeiluverk en um leið hugljúf, segir Harpa. Í ár er aldarafmæli Ásgerðar Búa­ dóttur sem var frumkvöðull í textíl­ list hér á landi. Fimm verk eftir hana eru á sýningunni. „Aldar afmæli hennar gaf tilefni til að horfa sér­ staklega til vefnaðar og þráðlistar. Ásgerður var viðurkennd sem abstrakt myndlistarmaður. Það má segja að kvennabaráttan og barátt­ an fyrir því að textíllist yrði viður­ kennd sem myndlist, hafi haldist í hendur. Þegar ég spurði konur sem eiga verk á þessari sýningu hvort Ásgerður hefði verið þeim fyrir­ mynd sögðu þær að það hefði skipt máli fyrir þær að Ásgerður leit alltaf á sig sem myndlistarmann,“ segir Dagný. Dagný segir að sýningin sýni að ákveðin þemu séu listamönnunum hugleikin. „Þar er náttúran áber­ andi, einnig samband manns og náttúru og svo auðvitað maðurinn sjálfur. Kvennabaráttan endur­ speglast sömuleiðis í mörgum verk­ anna, og þar má sem dæmi nefna verk Hildar Hákonardóttur og Sig­ rúnar Sverrisdóttur.“ „Með þessari sýningu er ekki verið að sýna línulega þróun textíl­ sögu,“ segir Harpa. „Við erum að sýna fjölbreytnina og gróskuna og undirstrika hversu margir ungir listamenn vinna með þráð. Það er tímanna tákn að textíllistin krefst gríðarlegrar færni og er tímafrek.“ Fjölbreytnin í þráðlist Um 60 verk sem flokkast til vefnaðar og þráðlistar eru á sýningu í Listasafni Íslands. Náttúran er listamönnunum hug- leikin. Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir eru sýningarstjórar. Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir eru sýningarstjórar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verk eftir 37 listamenn eru á sýningunni í Listasafni Íslands. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is VIÐ ERUM AÐ SÝNA FJÖLBREYTNINA OG GRÓSKUNA OG UNDIRSTRIKA HVERSU MARGIR UNGIR LISTA- MENN VINNA MEÐ ÞRÁÐ.Borgarsögusafn hvetur fjöl­skyldur til að njóta útiveru í fallegu umhverfi Árbæjarsafns og Viðeyjar í haustfríi grunnskól­ anna, sem stendur til 26. október, og virða fyrir sér safnhúsin, listaverkin og náttúruna. Í tilefni af haustfríinu hefur verið settur upp skemmtilegur leikur á safnsvæði Árbæjarsafns. Leikurinn gengur út á að finna alls átta miða í gluggum sex safnhúsa. Á miðunum er skemmtilegur fróðleikur um Ísland fyrr á tímum. Þegar gestir hafa lesið alla átta miðana er næsta skref að fara á Facebook­síðu safnsins og svara þar nokkrum laufléttum spurningum. Um helgina er síðan um að gera að taka Viðeyjarferjuna frá Skarfa­ bakka en hún siglir þrisvar á dag á laugardögum og sunnudögum kl. 13.15, 14.15 og 15.15. Síðasta ferjan til baka fer kl. 16.30. Í Viðey er góð aðstaða til skemmtilegrar útiveru. Leikur í Árbæjarsafni Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.