Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 83
Einar Kárason og sænskur þýð-andi hans, John Swedenmark, hljóta alþjóðleg bókmennta-
verðlaun Menningarhúss og Borgar-
leikhúss Stokkhólms (Kulturhuset
Stadsteatern), fyrir skáldsöguna
Stormfugla. Verðlaunin eru veitt
framúrskarandi erlendum skáld-
verkum sem þykja sérstaklega vel
þýdd yfir á sænsku. Verðlaunin,
150.000 sænskar krónur (ríf lega
tvær milljónir íslenskra króna),
skiptast jafnt á milli höfundar og
þýðanda.
Úr rökstuðningi dómnefndar:
Með Stormfuglum blæs Einar
Kárason nýju lífi í klassíska þemað
um baráttu mannsins við nátt-
úruna. Örvæntingunni um borð í
togaranum í ofsaveðrinu er lýst á
svo hárbeittan hátt að lesandinn
finnur ískuldann streyma af blað-
síðunum. Lestrarupplifun sem fær
hárin til að rísa og magnast upp í
framúrskarandi þýðingu Johns
Swedenmarks.
Kulturhuset Stadsteaterns int-
ernationella litteraturpris voru
fyrst veitt 2016. Fyrri handhafar
verðlaunanna eru alþjóðlegir verð-
launahöfundar, t.d. Nóbelsskáldið
Olga Tokarczuk og George Saund-
ers, sem hlotið hefur hin eftirsóttu
bókmenntaverðlaun Man Booker.
Bækur sem tilnefndar voru í ár,
ásamt Stormfuglum, voru meðal
annars The Milkman eftir Anna
Burns, sem hlaut Man Booker
verðlaunin 2018 og hin margverð-
launaða Days Without End eftir
Sebastian Barry.
Kulturhuset Stadsteatern er
menningarmiðstöð og borgar-
leikhús Stokkhólms. Þar mætast
listgreinar eins og leikhús, dans,
myndlist, hönnun, bókmenntir,
tónlist og kvikmyndir.
Skáldsagan Stormfuglar kom út
hjá Máli og menningu árið 2018.
Hún segir á áhrifamikinn hátt frá
örvæntingarfullri baráttu íslenskra
sjómanna við miskunnarlaus nátt-
úruöf l. Útgáfurétturinn hefur
þegar verið seldur til fjórtán landa.
Forlagið Thorén & Lindskog AB gaf
verkið út í Svíþjóð.
Stormfuglar hljóta alþjóðleg verðlaun
Einar fær verðlaun fyrir Stormfugla.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nú stendur yfir haustfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Margt er hægt að gera þrátt
fyrir takmarkanir. Til dæmis er
tilvalið fyrir fjölskyldur og vini á
öllum aldri að heimsækja Listasafn
Einars Jónssonar; skoða, upplifa og
njóta. Safnið er opið daglega frá kl.
10 – 17 en lokað er á mánudögum.
Börn yngri en 18 ára fá frítt inn og
miðað er við að í safninu séu að
hámarki 20 manns í einu.
Listasafn Einars
Jónssonar opið
Alltaf er gaman að koma í Listasafn
Einars Jónssonar. MYND/AÐSEND
Sýning á verkum eftir Roni Horn verður opnuð í i8 Gallery Tryggvagötu í dag, laugardag,
milli 12.00–17.00. Sýningin stendur
til 5. desember. Roni Horn býr og
starfar í New York í Bandaríkjunum.
Hún vinnur einkum í ljósmyndun,
skúlptúr, bókum og teikningum.
Roni Horn í i8
Verk eftir Roni Horn. MYND/I8
Hörð barátta var um efsta s æ t ið á M e t s ölu l i s t a Eymundsson þessa viku.
Einungis fjögur eintök skildu að
fyrsta og annað sætið.
Silfurvængir eftir Camillu Läck-
berg náði fyrsta sætinu og Vetrar-
mein eftir Ragnar Jónasson er í öðru
sæti. Í þriðja sæti er Spegill fyrir
skuggabaldur eftir Ólínu Kjerúlf
Þorvarðardóttur. Þar á eftir kom
svo Gata mæðranna eftir Krist-
ínu Marju Baldursdóttur og Þegar
heimurinn lokaðist eftir Davíð Loga
Sigurðsson.
Läckberg á
toppnum
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
ÚTGÁFUHÓF
Í BEINNI Á VISIR.IS
Vertu með í útgáfuhófi Gunna og Bjarkar sem kynna
nýju bækurnar sínar eins og þeim einum er lagið.
Ný spennandi og fyndin saga
eftir metsöluhöfundinn
Gunnar Helgason - framhald
af Draumaþjófnum
Hörkuspennandi saga af
íslenskri hetju og sannri vináttu
eftir Björk Jakobsdóttur
Happdrætti með geggjuðum
vinningum - skráðu þig
á viðburðinn stafrænt
útgáfuhóf á facebook og
þú ert kominn í pottinn
Aðalsöguhetjur bókanna
verða með - bæði hestar
og rottur!
Útgáfutilboð á bókunum
út daginn á forlagid.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 39L A U G A R D A G U R 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0