Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 83
Einar Kárason og sænskur þýð-andi hans, John Swedenmark, hljóta alþjóðleg bókmennta- verðlaun Menningarhúss og Borgar- leikhúss Stokkhólms (Kulturhuset Stadsteatern), fyrir skáldsöguna Stormfugla. Verðlaunin eru veitt framúrskarandi erlendum skáld- verkum sem þykja sérstaklega vel þýdd yfir á sænsku. Verðlaunin, 150.000 sænskar krónur (ríf lega tvær milljónir íslenskra króna), skiptast jafnt á milli höfundar og þýðanda. Úr rökstuðningi dómnefndar: Með Stormfuglum blæs Einar Kárason nýju lífi í klassíska þemað um baráttu mannsins við nátt- úruna. Örvæntingunni um borð í togaranum í ofsaveðrinu er lýst á svo hárbeittan hátt að lesandinn finnur ískuldann streyma af blað- síðunum. Lestrarupplifun sem fær hárin til að rísa og magnast upp í framúrskarandi þýðingu Johns Swedenmarks. Kulturhuset Stadsteaterns int- ernationella litteraturpris voru fyrst veitt 2016. Fyrri handhafar verðlaunanna eru alþjóðlegir verð- launahöfundar, t.d. Nóbelsskáldið Olga Tokarczuk og George Saund- ers, sem hlotið hefur hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun Man Booker. Bækur sem tilnefndar voru í ár, ásamt Stormfuglum, voru meðal annars The Milkman eftir Anna Burns, sem hlaut Man Booker verðlaunin 2018 og hin margverð- launaða Days Without End eftir Sebastian Barry. Kulturhuset Stadsteatern er menningarmiðstöð og borgar- leikhús Stokkhólms. Þar mætast listgreinar eins og leikhús, dans, myndlist, hönnun, bókmenntir, tónlist og kvikmyndir. Skáldsagan Stormfuglar kom út hjá Máli og menningu árið 2018. Hún segir á áhrifamikinn hátt frá örvæntingarfullri baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus nátt- úruöf l. Útgáfurétturinn hefur þegar verið seldur til fjórtán landa. Forlagið Thorén & Lindskog AB gaf verkið út í Svíþjóð. Stormfuglar hljóta alþjóðleg verðlaun Einar fær verðlaun fyrir Stormfugla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nú stendur yfir haustfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Margt er hægt að gera þrátt fyrir takmarkanir. Til dæmis er tilvalið fyrir fjölskyldur og vini á öllum aldri að heimsækja Listasafn Einars Jónssonar; skoða, upplifa og njóta. Safnið er opið daglega frá kl. 10 – 17 en lokað er á mánudögum. Börn yngri en 18 ára fá frítt inn og miðað er við að í safninu séu að hámarki 20 manns í einu. Listasafn Einars Jónssonar opið Alltaf er gaman að koma í Listasafn Einars Jónssonar. MYND/AÐSEND Sýning á verkum eftir Roni Horn verður opnuð í i8 Gallery Tryggvagötu í dag, laugardag, milli 12.00–17.00. Sýningin stendur til 5. desember. Roni Horn býr og starfar í New York í Bandaríkjunum. Hún vinnur einkum í ljósmyndun, skúlptúr, bókum og teikningum. Roni Horn í i8 Verk eftir Roni Horn. MYND/I8 Hörð barátta var um efsta s æ t ið á M e t s ölu l i s t a Eymundsson þessa viku. Einungis fjögur eintök skildu að fyrsta og annað sætið. Silfurvængir eftir Camillu Läck- berg náði fyrsta sætinu og Vetrar- mein eftir Ragnar Jónasson er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Spegill fyrir skuggabaldur eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Þar á eftir kom svo Gata mæðranna eftir Krist- ínu Marju Baldursdóttur og Þegar heimurinn lokaðist eftir Davíð Loga Sigurðsson. Läckberg á toppnum Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA ÚTGÁFUHÓF Í BEINNI Á VISIR.IS Vertu með í útgáfuhófi Gunna og Bjarkar sem kynna nýju bækurnar sínar eins og þeim einum er lagið. Ný spennandi og fyndin saga eftir metsöluhöfundinn Gunnar Helgason - framhald af Draumaþjófnum Hörkuspennandi saga af íslenskri hetju og sannri vináttu eftir Björk Jakobsdóttur Happdrætti með geggjuðum vinningum - skráðu þig á viðburðinn stafrænt útgáfuhóf á facebook og þú ert kominn í pottinn Aðalsöguhetjur bókanna verða með - bæði hestar og rottur!  Útgáfutilboð á bókunum út daginn á forlagid.is M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 39L A U G A R D A G U R 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.