Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 17

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 17
11 YFIRSTJÓRN. Stjórn stofnunarinnar var óbreytt frá fyrra ári. Haldnir voru níu stjórnarfundir á árinu. Ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnað- arins var haldinn dagana 5.-9. febrúar. Þorrablót fyrir fundargesti var haldið á Keldnaholti 5. febrúar. Vorfundur um skipulagningu rannsóknaverkefna var haldinn á Keldnaholti 26.-29. marz. Haustfundur um val rannsóknaverkefna var haldinn 5.-7. desember. Tilraunaráð landbúnaöarins hélt tvo fundi. Framkvæmdir. Á árinu var hafin innrétting á vesturálmu byggingarinnar á Keldnaholti. Byggt var yfir tengiálmu og á það húsnæði að rúma fundarsal og bókasafn. Fé til þessara framkvæmda fékkst frá Kellogg-stofnuninni og úr Byggingasjóði rannsóknastofnana atvinnuveganna. Lokið var við innréttingu 1. hæðar austur- og tengiálmu á Keldnaholti. Hinn 11. apríl var þar opnuð rannsókna- og kennsluaðstaða fyrir rannsóknir á kjöti, mjólk og grænmeti. Viðstaddir opnunina voru m.a. landbúnaðarráöherra og háskólarektor. Seinni hluta árs var hafin bygging jarðávaxtageymslu á Korpu. Bílastæði og gata á Keldnaholti voru malbikuð. Hafin var fram- kvæmd við götulýsingu. Styrkir. Ýmsir aðilar styrktu stofnunina með fjárframlögum á árinu. Kellogg- stofnunin veitti 150.000 $ til innréttinga og tækjakaupa. Vísindasjóður veitti tvo styrki samtals kr. 2.400.000 til rannsókna á áhrifum vaxtarlags sauðfjár á vöxt og kjötgæði og til rannsókna á sam- setningu ljóss og vaxtar plantna. Framleiðnisjóður veitti styrk að upphæð kr. 2.000.000 til bútæknideildar. Áburðarverksmiðja ríkisins lagði til áburð á áburðartilraunir og auk þess 1.000.000 kr. til jarðvegs- og plöntunæringarrannsókna. Annars staðar er getið hinnar höfðinglegu gjafar Áburðarverksmiðjunnar í tilefni 25 ára afmælis verksmiðjunnar. IBM sjóöurinn veitti kr. 500.000 til útreikninga á arfgengi skrokkmála á lömbum í afkvæmarannsóknum.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.