Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 28
22
eingöngu.
Kálfarnir á tilraunafóðrinu fóðruðust vel en þó léttust kálfarnir í
slógmeltuhópnum í upphafi, en þyngdust þrátt fyrir það mest á dag allt
tilraunatímabilió, sem var 126 dagar, þegar þeir höfðu vanizt fóðrinu.
Kálfarnir á loðnumjölinu voru þyngstir í lok tilraunarinnar, en munur í
lokaþunga á hópum var ekki raunhæfur. Þeir kálfar sem fengu grunnfóður
eingöngu þyngdust að jafnaði minna á dag en þeir sem fengu loðnumjöl eða meltu.
Einnig þyngdust kálfarnir á slógmeltublönduðu graskögglunum minna á dag en þeir
sem fengu slógmeltu eða loðnumjöl, en ekki var raunhæfur munur í vaxtarhraða
milli þeirra hópa sem fengu meltu eða loðnumjöl.með grunnfóðrinu. Fóðurnýt-
ingin var töluvert betri í þeim hópum sem fengu próteinviðbótina en þeim sem
voru á slógmeltublönduðu kögglunum eða grunnfóðrinu eingöngu. Tilraunin virð-
ist því benda til þess að próteinviðbót, melta eða fiskmjöl, valdi umtalsverðri
vaxtaraukningu og aukinni fóðurnýtingu með lélegum heyjum.
Þessi tilraun var gerð í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
og hafa niðurstöður verið birtar í Fjölriti.;.RALA nr. 54.
í hinni tilrauninni var rannsakaður munur á þrifum holdanauta, sem
fóðruð voru á votheyi sumarlangt/ og holdanauta/ sem beitt var á hefðbundinn
hátt. Niðurstöður liggja fyrir óuppgerðar.
í tilrauninni sem hófst í desember er verið að rannsaka þrif holdakálfa
sem fóðraðir eru á meðalgóðu þurrheyi og tólgarblönduðum graskögglum með eða
án slógmeltu og/eða sementsryks.
BEITARRANNSÓKNIR (landnýting)
Tilraunimar voru kostaðar af landgræðsluáætlun 1100 ára afmælis búsetu
á íslandi (þjóðargjöfinni).
1 6. töflu hér á eftir eru taldir upp tilraunaliðirnir, fjöldi búfjár,
fjöldi beitarhólfa, stærð tilraunanna, lengd girðinga, hvenær tilraunirnar
hófust og hvenær þeim lauk.