Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 28

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 28
22 eingöngu. Kálfarnir á tilraunafóðrinu fóðruðust vel en þó léttust kálfarnir í slógmeltuhópnum í upphafi, en þyngdust þrátt fyrir það mest á dag allt tilraunatímabilió, sem var 126 dagar, þegar þeir höfðu vanizt fóðrinu. Kálfarnir á loðnumjölinu voru þyngstir í lok tilraunarinnar, en munur í lokaþunga á hópum var ekki raunhæfur. Þeir kálfar sem fengu grunnfóður eingöngu þyngdust að jafnaði minna á dag en þeir sem fengu loðnumjöl eða meltu. Einnig þyngdust kálfarnir á slógmeltublönduðu graskögglunum minna á dag en þeir sem fengu slógmeltu eða loðnumjöl, en ekki var raunhæfur munur í vaxtarhraða milli þeirra hópa sem fengu meltu eða loðnumjöl.með grunnfóðrinu. Fóðurnýt- ingin var töluvert betri í þeim hópum sem fengu próteinviðbótina en þeim sem voru á slógmeltublönduðu kögglunum eða grunnfóðrinu eingöngu. Tilraunin virð- ist því benda til þess að próteinviðbót, melta eða fiskmjöl, valdi umtalsverðri vaxtaraukningu og aukinni fóðurnýtingu með lélegum heyjum. Þessi tilraun var gerð í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og hafa niðurstöður verið birtar í Fjölriti.;.RALA nr. 54. í hinni tilrauninni var rannsakaður munur á þrifum holdanauta, sem fóðruð voru á votheyi sumarlangt/ og holdanauta/ sem beitt var á hefðbundinn hátt. Niðurstöður liggja fyrir óuppgerðar. í tilrauninni sem hófst í desember er verið að rannsaka þrif holdakálfa sem fóðraðir eru á meðalgóðu þurrheyi og tólgarblönduðum graskögglum með eða án slógmeltu og/eða sementsryks. BEITARRANNSÓKNIR (landnýting) Tilraunimar voru kostaðar af landgræðsluáætlun 1100 ára afmælis búsetu á íslandi (þjóðargjöfinni). 1 6. töflu hér á eftir eru taldir upp tilraunaliðirnir, fjöldi búfjár, fjöldi beitarhólfa, stærð tilraunanna, lengd girðinga, hvenær tilraunirnar hófust og hvenær þeim lauk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.