Fjölrit RALA - 13.09.1980, Síða 29
23 -
6. tafla.
Ær Hross Fjöldi Stærð Lengd
Tilraunastaður með og beitar- tilrauna- giröinga Tilrauna-
lömbum kálfar hólfa svæðis, ha km tími
Álftaver 104 9 100 6.6 11.6.- 1.10
Auðkúluheiði 146 12 259 13.6 20.7.-12.9.
Eyvindardalur 52 7 79 8.6 24.7.-17.9.-
Hestur 100 321’ 10 34 5.6 11.6.-31.10.
Kálfholt 59 18 60 10.0 25.6.-24.9.
Kelduhverfi 113 572) 15 124 12.6 28.6.-15.9.
Sölvaholt 10 31 8.5 14.6.-4.10.
1) hross 2) kálfar
Miklir kuldar voru á árinu og gróöur lítill. Tafði þetta mjög,
að setja mætti beitarféö í tilraunirnar á sama tíma og undanfarin ár og
hafði áhrif á útkomu tilraunanna, aðallega vegna þess að gróður var lítill,
þegar sett var í tilraunimar.
Tilraunastaðirnir voru hinir sömu og áður. 1 Álftaveri var tilraunin eins
og áður að öðru leyti en því, að borinn var mismunandi áburður á endurtekningarnar
og engin lömb sett á kál um haustið. Tilraunin á Auðkúluheiði var endur-
tekin svo til óbreytt. Á Eyvindardal var fé sett á þrjá áborna reLH í viðbót við
óábornu reitina/ sem beittir voru árið áður. Áburðardreifing gekk illa/ og var
því aöeins borið á helming reitanna. 1 Kálfholti voru engin lömb sett á græn-
fóður, en að öðru leyti var tilraunin óbreytt. Tilraunin í Kelduhverfi var
endurtekin óbreytt, en 19. júlí var helmingur fjárins í tveimur þyngst beittu,
óábornu beitarhólfunura tekim úr tilrauninni vegna fóðurskorts. í tilrauninni
í Sölvaholti voru sömu kálfar og sumarið áður, en þeir voru í uppeldi um
veturinn í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Öllum kálfunum var slátrað við lok
tilraunarinnar og sláturupplýsingum safnað og kjötið mælt.
Einnig var á Hesti gerð tilraun með mismunandi haustbeit afréttarlamba.
í henni voru fimm flokkar með tíu lömb í hverjum, jafnmörgu af hvoru
kyni. Þetta var nánast endurtekning tilraunar, sem gerð var á Hesti 1977
(Ársskýrsla Rannsóknastofnunar landbúnaöarins 1977. Fjölrit RALA nr. 33, 25.-26.
bls.). Flokkarnir fengu eftirfarandi meðferð um beitartímann, sem stóð
frá 26. september til 28. október;
Flokkur nr. _____________________Meðferð______________________
1 Slátrað 26. september.
2 Há á túni, sem var slegið, en ekki beitt fyrr um sumariö.
3 Fóðurkál og mýri.
4 Tún, sem var léttbeitt allt sumarið, en þó næg beit að hausti.
5 Óframræst mýri.