Fjölrit RALA - 13.09.1980, Síða 40
32
GRÓÐURRANNSÖKNIR OG GRÓÐURKORTAGERÐ.
1. Rannsóknastörf,
a) Gróðurkortagerð. Einkum var unnið að gróðurkortagerð á
eftirtöldum svæðum: í Strandasýslu, á Fljótsdals- og Möðrudalsöræfum, í
Noður-Þingeyjarsýslu, á Kjalarnesi og í Kjós og Mosfellssveit.
Þetta er í fyrsta sinn, sem unnið er að gróðurkortagerð í Strandasýslu.
Þar er ekki um beina gróðureyðingu að ræða af völdum uppblásturs eða vatns-
skolunar, en heimamenn telja, að víða sé orðið mjög þröngt í högum, einkum
í syðri hreppum sýslunnar. Kemur það meðal annars fram í minnkandi fallþunga
fjárins, en Strandamenn hafa hingað til getað státað af því að eiga vænsta
fé á landinu. Notazt var við gamlar myndir, þar sem nýjar myndir hafa ekki
verið teknar af sýslunni um langt árabil. Gert. var gróðurkort af svæðinu
milli Bitrufjarðar og Steingrímsfjarðar, bæði hálendi og láglendi. Ráðgert
er, að gera kort af öllum suðurhluta sýslunnar næsta sumar.
Á Fljótsdalsheiði og Möðrudalsöræfum var verið að endurskoða kort, sem
gerð voru af þessum svæðum fyrir 6-7 árum, og endurmeta gróður þeirra vegna
mikillar hreindýrabeitar, sem þar er. Þessi vinna var aðallega unnin
að beiðni og á kostnað Orkustofnunar vegna hugsanlegra virkjunarframkvæmda.
Á F1jótsdalsheiði og svæðinu í kringum Snæfell virðist mega
sjá þess glögg merki, að sum gróðurlendi liggja undir skemmdum vegna
aukinnar hreindýrabeitar á síðari árum. Sú breyting hefur orðið á hegðun hrein-
dýranna, að þau halda sig nú að langmestu leyti á þessum slóðum á sumrin,
enda má ekki skjóta þau þar. Árið 1978 voru þar t.d. milli 1500 og 1700
hreindýr. Þetta hefur öðru fremur leitt til þess, að fléttugróður hefur
horfið nær algerlega og þurrlendisgróður er tekinn að eyðast, bæöi vegna
beitar og mikils traðks dýranna. Orkustofnun hefur áætlað að rannsaka mjög
ítarlega .dýralíf og gróðurfar á þessum slóðum næstu þrjú ár.
Unnið hefur verið að kortlagningu í Norður-Þingeyjarsýslu austan Jökuls-
ár á Fjöllum, undanfarin tvö sumur, en þó einkanlega 1978. Stefnt er að því
að ljúka kortlagningu af sýslunni allri og Norður-Múlasýslu suður að Jökulsá
á Brú á næstu tveimur sumrum.
í Norður-Þingeyjarsýslu er mikil gróður- cg jarðvegseyðing brátt
fyrir mikið starf Landgræðslu ríkisins í sýslunni. Til skamms tíma var ekki
talið, að um þrengsli í högum væri að ræða þar, en nú telja bændur sjálfir,
að þeirra sé farið að gæta og komi æ betur í ljós í afurðum búfjárins.
Þetta á þó ekki við um alla sýsluna, enda er víðátta gróðurlendis þar í heild
mikil miðað við búfjárfjölda.