Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 41

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 41
33 Lokið var við að gera gróðurkort af Kjalarnesi, Kjós og Mosfellssveit. Af þessu svæði hefur verið gert myndkort í mælikvarða 1:10000 og var unnið aó kortageróinni á grundvelli þeirra. b) Gróðurmælingar. Að venju fóru fram víðtækar gróðurmælingar á árinu, bæði á gróðurfari eða tegundasamsetningu gróðurlenda og uppskerumagni þeirra. Langmestum tíma var varið til að gróðurmæla í beitartilraun- unum á sex stöðum víðs vegar um landið. Uppskerumælingar voru einkum fólgnar í því að bera saman uppskeru- magn í úthaga og á friðuðum svæöum, og fóru slíkar mælingar einkum fram í Hallormsstaðaskógi. Þá var á árinu hafin samvinna við Líffræðistofnun Háskóla íslands um slíkar rannsóknir og samanburð, og er þess að vænta, að sú samvinna verói víðtækari næstu ár. Árið 1979 var borið saman gróður- far og uppskerumagn af beittum gróðurlendum á Auðkúluheiði og friðuðum hólmum í vestari Friðmundarvötnum. 1 fljótu bragði virðist ekki verða annar munur á vaxtarskilyrðum þessara svæða en beitin, þó að nánari rannsóknir eigi eftir að leiða í ljós hvort svo er. En munurinn á uppskerumagni svæðanna er gífur- legur, eins og sýnt er á meðfylgjandi súluriti, sem sýnir niðurstöður frá 1979. Til samanburðar er súlurit, sem sýnir uppskerumagn gróðurlenda af hóflega beittu landi og sams konar gróðurlenda af mikið beittu landi. Þar er um að ræða meðaltöl nokkurra þúsunda mælinga, sem fram fóru víðsvegar um land árin 1961-1978. Súluritin skýra sig sjálf. c) Plöntuval sauðfjár og næringargildi beitargróðurs. Vorið 1979 voru að nýju hafnar rannsóknir á plöntuvali sauðfjár og næringargildi beitargróðurs með kindum með hálsopi (fistúla). Slíkar rannsóknir voru allmiklar fyrir nokkrum árum, en hafa legið niðri síðan. Þær rannsóknir voru aðal- lega á láglendi, og hafa komið fram efasemdir um, að niðurstöður þeirra eigi við á hálendi, bæði um plöntuval, en þó einkum næringar- gildi beitargróðursins. Rann^óknirnar, sem hafnar voru árið 1979, eru gerðar í hlíðum Esju í landi Mógilsár. Þær eru í þremur girðingum í mismikilli hæð yfir sjávarmáli: í 150 m hæð, sem svarar til láglendis, í 350 m hæð, sem svarar í grófum dráttum til hlíðabeltisins milli hálendis og láglendis hér á landi/ og í 550 m hæð, sem svarar til hálendis. Þremur kindum með hálsop var beitt einn dag í viku í þessar girðingar frá byrjun júli til loka október. Úr- vinnslu þeirra gagna er ekki lokið, en hún felst í greiningu á því, hvaða teg- undir plantna ærnar hafa bitið á hverjum stað og tíma, og ákvörðun á næringar- gildi hins bitna gróðurs.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.