Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 41

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 41
33 Lokið var við að gera gróðurkort af Kjalarnesi, Kjós og Mosfellssveit. Af þessu svæði hefur verið gert myndkort í mælikvarða 1:10000 og var unnið aó kortageróinni á grundvelli þeirra. b) Gróðurmælingar. Að venju fóru fram víðtækar gróðurmælingar á árinu, bæði á gróðurfari eða tegundasamsetningu gróðurlenda og uppskerumagni þeirra. Langmestum tíma var varið til að gróðurmæla í beitartilraun- unum á sex stöðum víðs vegar um landið. Uppskerumælingar voru einkum fólgnar í því að bera saman uppskeru- magn í úthaga og á friðuðum svæöum, og fóru slíkar mælingar einkum fram í Hallormsstaðaskógi. Þá var á árinu hafin samvinna við Líffræðistofnun Háskóla íslands um slíkar rannsóknir og samanburð, og er þess að vænta, að sú samvinna verói víðtækari næstu ár. Árið 1979 var borið saman gróður- far og uppskerumagn af beittum gróðurlendum á Auðkúluheiði og friðuðum hólmum í vestari Friðmundarvötnum. 1 fljótu bragði virðist ekki verða annar munur á vaxtarskilyrðum þessara svæða en beitin, þó að nánari rannsóknir eigi eftir að leiða í ljós hvort svo er. En munurinn á uppskerumagni svæðanna er gífur- legur, eins og sýnt er á meðfylgjandi súluriti, sem sýnir niðurstöður frá 1979. Til samanburðar er súlurit, sem sýnir uppskerumagn gróðurlenda af hóflega beittu landi og sams konar gróðurlenda af mikið beittu landi. Þar er um að ræða meðaltöl nokkurra þúsunda mælinga, sem fram fóru víðsvegar um land árin 1961-1978. Súluritin skýra sig sjálf. c) Plöntuval sauðfjár og næringargildi beitargróðurs. Vorið 1979 voru að nýju hafnar rannsóknir á plöntuvali sauðfjár og næringargildi beitargróðurs með kindum með hálsopi (fistúla). Slíkar rannsóknir voru allmiklar fyrir nokkrum árum, en hafa legið niðri síðan. Þær rannsóknir voru aðal- lega á láglendi, og hafa komið fram efasemdir um, að niðurstöður þeirra eigi við á hálendi, bæði um plöntuval, en þó einkum næringar- gildi beitargróðursins. Rann^óknirnar, sem hafnar voru árið 1979, eru gerðar í hlíðum Esju í landi Mógilsár. Þær eru í þremur girðingum í mismikilli hæð yfir sjávarmáli: í 150 m hæð, sem svarar til láglendis, í 350 m hæð, sem svarar í grófum dráttum til hlíðabeltisins milli hálendis og láglendis hér á landi/ og í 550 m hæð, sem svarar til hálendis. Þremur kindum með hálsop var beitt einn dag í viku í þessar girðingar frá byrjun júli til loka október. Úr- vinnslu þeirra gagna er ekki lokið, en hún felst í greiningu á því, hvaða teg- undir plantna ærnar hafa bitið á hverjum stað og tíma, og ákvörðun á næringar- gildi hins bitna gróðurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.