Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 48

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 48
38 Efnagreiningar/ sera unnið var að 19 79: Fjöldi sýna Vegna rannsókna á töðugæðum Vegna rannsókna á votheyi Ór fóðrunar-og jarðræktartilraunum Frá fóðureftirlitsdeild/- fóðurblöndur 650 580 39 3 163 160 graskögglar Beitarverkefni UNDP/FAO Sýni frá Grænlandi Ýmislegt 2 30 380 150 Samtals 2720 Einnig hefur verið unnið að notkun sellulase ensíms til að mæla meltan- leika grastegunda og áætlað fóðurgildi grassins. Þessi aðferð er nú notuð í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri og Ræktunarfélag Norðurlands. Mælingar á alkaloid innihaldi lúpínugróðurs voru þróaöar og verða notaðar til að fylgjast með eiturinnihaldi á ýmsum þroskastigum plöntunnar. JURTAKYNBÆTUR Gröa; Helsta markmið graskynbóta er að auka vetrarþol og þar með langlífi þess grass sem sáð er til túnræktar og uppgræðslu á íslandi. Samtímis er valið fyrir uppskeru-hæfni og ættu íslenskir stofnar að stuðla að aukinni og jafnari uppskeru. Undanfarin fimm ár hefur mest áhersla verið lögð á rannsóknir á breytileika innan þeirra fjögurra grastegunda sem eru ríkjandi í gömlum íslenskum túnum, vallarsveifgrasi, túnvingli, snarrót og língresi. Einkum hefur verið kannað hvort og hvernig erfðabreytileikinn tengist þeirri jarðvegsgerð sem er á þeim stöðum sem plöntunum var safnað á. Mikill munur er á milli tegundanna og einnig milli mismunandi erfðahópa innan tegund- anna. Rannsóknin gefur athyglisverðar niðurstöður um hvar sé helst að leita efniviðar til áframhaldandi kynbóta og einnig vísbendingu um heppi- legan ræktunarmáta. 1 túnvingli er athyglisvert að plöntur sem safnað er úr gömlum túnum eru bæði uppskerumeiri og frægefnari en plöntur sem safnað er úr ófrjóum jarðvegi. Unnið er að heildaruppgjöri þessarar rannsóknar. Auk safna af íslenskum uppruna eru einnig í könnun söfn þessara tegunda frá Suður-Grænlandi sem líta mjög vel út.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.