Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 50

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 50
40 Allmörgum stofnum af vetrarrúgi (Secale cercale) var sáö til athugunar sumarið 1977. Afföll voru mikil en af þeim plöntum sem liföu var upp- skoriö korn. Nokkur ástæða þykir til aö kanna betur möguleika á ræktun og kynbótum þessarar tegundar við íslenskar aðstæður. FRÆRÆKT Sumarið 1979 var afleitt til fræræktar vegna kulda og þurrka. Þó gáfu nokkrar línur af vallarsveifgrasi af sér gott fræ bæ5i á ofanverðum Geitasandi og á Sámsstöðum. Uppskera varð um 250-300 kg af hreinsuðu fræi miðað við hektara sem er gott með tilliti til árferðis. Um vorið var sáð til fræræktar í nær 45 hektara lands, að jöfnu túnvingli og vallarsveifgrasi. Auk íslenskra stofna var sáð til í 5 ha af norsku afbrigðunum Holt (vallarsveifgras) og Leik (túnvingull) en þau hafa reynst mjög vel í tilraunum víða um land. Ræktun þessara stofna til fræs hefur gengið illa í Noregi og hefur það hindrað að þeir kæmust á markað hér. í tilraunum á Geitasandi hafa þessir stofnar hinsvegar reynst mjög fræ- gefnir. Aðstaða og vélabúnaður til þurrkunar og hreinsunar á fræi batnaði verulega á árinu. Mestu máli fyrir aukna frærækt var þó tilkoma nýrrar sláttuþreskivélar sem Áburðarverksmiðja ríkisins gaf til fræræktarverk- efnisins í tilefni af 25 ára afmæli verksmiðjunnar.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.