Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 51

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 51
41 GARÐ- OG YLRÆKTARRANNSÓKNIR. Haldið var áfram ýmsum verkefnum á sviði berja- og matjurtagróðurs. Nokkuð var fengizt við fjölgun einstakra berjarunnaafbrigða á Korpu, sem mjög lítið var fyrir af, en eftirtekjan varð rýrari en vonir höfðu staðið til sakir þess hve hæg þrif voru í móðurplöntum langt fram eftir sumri. Græðlingaefni reyndist því ófullnægjandi að vöxtum og þroskaðist hægt. Hins vegar rótuðu græðlingar sig vel og voru hæfir til pottunar í september. í jarðarberjasafn stofnunarinnar bættust fimm ný afbrigði frá Noregi. En með því, sem fyrir var og tekizt hefur að varðveita, eru afbrigðin nú samtals tíu. Ef svigrúm leyfir, verður reynt að hraða aukningu þeirra, svo að unnt verði að setja í gang samanburðartilraun bæði á bersvæði og í gróðurskýlum og jafnframt að dreifa plöntum á tilraunastöðvarnar, hafi þær tök á að kanna ræktunarhæfni þeirra. Væri mjög æskilegt að afla víðtækra upplýsinga um þetta atriði. Fyrir berjagróður var hafinn undirbúningur að rýmkun svæðis innan skjólgirðingar/ sem er við byggingar á Korpu, en þar mun þeim ætlaður frambúðar- staður. Ýmis gróður er fyrir á svæðinu, sem finna þarf annað pláss fyrir að ári. Af matjurtum var á Korpu ræktað dálítið af Kálfafellsrófu- fræi í plasthúsi; eins fékk stofnunin nokkrar fræmæður gulrófna frá Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Hefur sá stofn verið þar í ræktun um nokkra áratugi og mun upprunalega hafa verið valinn úr Kálfafellsrófu. Er þessi gul- rófa að sjá álitleg. Nokkrar fræmæður gulrófna voru settar niður úti, í vari skjólgóðrar girðingar, en sakir sérstaklega erfiðrar veðráttu náðu þær ekki að þroska fræ, en hefðu að líkindum komið því við, ef einhver fræræktun hefði verið stunduð. Unnið var áfram á Korpu með stofnatilraunir eftirfarandi káltegunda: blómkál, hnúðkál, hvítkál og spergilkál. í tilraunir þessar voru teknir inn nokkrir nýir stofnar í stað eldri/sem felldir voru út. Eftirtekja reyndist rýr. Nokkrum stofnum af þessum tegundum var einnig komið fyrir til athugunar í aðrar tilraunastöðvar. Þær eiga þó erfitt með að sinna að ráði garðræktar- verkefnum, sakir annarrá verka. Að þessu leyti virðist Bændaskólinn á Hvanneyri vera bezt settur. Þar hafa garðræktarathuganir aiikizt mjög undan- farin tvö ár. Hefur skólinn ágætlega skjólgott land í þessu skyni/ og er starf- semin til fyrirmyndar. Byrjað var á tveimur smærri verkum með ráuðrófur og ertur, en ýmislegt olli, a5 þessu farnaðist illa, ekki sízt það, hversu seint voraði til útiverka. Talsvert af trjáplöntum var gróðursett í land á Korpu við svæði, sem brotið var fyrir matjurtatilraunir. Var hér eingöngu um víði og ösp að ræða, ætlað sem frambúðarskjól. Eins var umfangsmikil gróðursetning við byggingu á Keldnaholti eftir skipulagsuppdrætti, sem gerður hefur verið.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.