Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 55

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 55
45 að litlu leyti eða jafnvel alls ekki komizt í snertingu við eiturefni. Ránmaurinn var fluttur til landsins vorið 1977 og reyndur á Korpu það sumar/og einnig var gerð smáathugun seinni hluta sumars í einu gróðurhúsi í Laugarási í Biskupstungum. Sumarið 1978 var ránmaurinn reyndur hjá fjórum garð- yrkjumönnum í Laugarási í 7-8 gróðurhúsum með mjög góðum árangri. Vorið 1979 veitti landbúnaðarráðuneyti RALA heimild til að útbreiða þessa aðferð um allt land. Síðastliðið suraar, má áætla, að um 70-80% gúrku- og tómatræktar- bænda hafi notað þessa aðferð. Síðan ránmaurinn kom til landsins hefur hann verið ræktaður hjá RALA á Keldnaholti. Samkomulag hefur verið gert við garðyrkjubændur um að RALA sjái um framleiðslu á ránmaurnum framvegis og verður reynt að gera notkun hans enn útbreiddari og fullkoranari. BÚVEÐURSRANNSÓKNIR. Rannsóknastofnun landbúnaðarins vann verkefnið NKJ-38 í samvinnu við Veðurstofu islands. Veðurstofan mældi sólgeislun á mismunandi bylgjulengd, en Rannsókna- stofnunin fylgdist með vexti og þroska byggs og repju í tilraunareit í grennd við veðurstofuhúsið. Gögn hafa verið send utan til úrvinnslu. Sáð var fræi af þremur stofnum byggs, - Kajsa, Gunilla og Otraf- og fóður- repjustofninum Fora 11. maí í vor. Mánuði síðar var aftur sáð fræi af sama repjustofni, og urðu liðirnir því firam talsins, þrír stofnar byggs og tveir sáðtímar fóðurrepju. Tilraunin var athuguð þrisvar í viku allt sumarið. Fylgzt var með eftirtöldum þáttum og dagsetning skráð: Bygg: 1. spírun, 2. upphaf stöngulmyndunar, 3. skrið, 4. þroski koms (ákvarðarður með þurrefnismælingu). Auk þessa var hæð plantna mæld reglulega, blöð talin og plöntur merktar til sýnatöku við uppskeru. Repja: 1. spírun, 2. uppkoma hvers blaðs.. Auk þessa var 5., 6., 8., 9., 11. og 12. blað á fyrir fram merktum plöntum tekið, hvert við ákveðið þroskastig. Mælt var flatarmál og lengd.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.