Fjölrit RALA - 13.09.1980, Síða 58
48
þessu breytt/og skiptist starfsemin nú í: 1) efnarannsóknir, 2) geymslu-
þolsrannsóknir, 3) tæknirannsóknir og vöruþróun og 4) næringar- og eitur-
efnarannsóknir.
Starfsfólk var sama og áður, þ.e. tveir sérfræðingar, annar í fullu
starfi en hinn í fjórðungsstarfi, og tveir aðstoðarsérfræðingar, annar í
fullu starfi, en hinn í hálfu starfi.
Áfram var unnið að nýtingu skyrmysu í samvinnu við Mjólkurbú Flóa-
manna Selfossi. Fyrsta afurð þessarar rannsóknar, svaladrykkur, kemur á
markað í byrjun árs 1980. Frumrannsóknir hófust á framleiðslu áfengra
drykkja úr mysunni.
Allumfangsmikil könnun fór fram á nítrati og nítríti í garðávöxtum.
Á árinu lauk rannsókn, sem gerð var í samvinnu við búfjárræktardeild,
á gæðum og samsetningu lambakjöts. Úrvinnsla gagia er hafin og lýkur árið
1980.
Hafin var rannsókn á efnasamsetningu mjólkur og mun sú rannsókn standa
tvö ár.
Haldið var áfram að safna efni í næringarefnatöflur.
í samvinnu við Háskóla íslands var unnið að því að bæta aðferðir ogmælingar á
trefjaefnum í jurtafæðu og C-vítamíni í kartöflum.
Verklegar æfingar í matvælafræði í Háskóla íslands fóru að miklum hluta
fram í nýinnréttuðu tilraunaeldhúsi fæðurannsókna.
Eftirlit var haft með framleiðslu Flóridana appelsínusafa fyrir hönd
Flórida Citrus Department í Bandaríkjunum.
Þjónusturannsóknir bæði fyrir opinbera aðila og einkafyrirtæki voru hluti
af starfseminni á árinu.
TÖLVUNQTKUN OG TÖLVUKAUP.
Eins og áður fer öll meiri háttar gagnavinnsla fram í tölvum. Notaðar
voru tölvur reiknistofnunar H.Í., PDP 11/60 og IBM 360/30,og í tölvu SKÝRR,
þar sem aðgangur er að stórum forritum og forritakerfum, t.d. SPSS og LSMLMM.
Tölvuprentarinn, sem keyptur var á síöastliðnu ári og tengdur er PDP 11/60-
tölvu RHÍ, hefur verið mikið notaður. Hefur reynslan orðið sú,að verkefni eru
flutt smám saman úr IBM 360/30 tölvunni yfir í PDP 11/60-tölvuna. Gagna-
skráning fór þó að mestu leyti fram með spjaldgatara eins og áður.
Á árinu var ákveöið að kaupa tölvukerfi handa Rannsóknastofnun landbún-
aðarins. Var tölvan keypt fyrir hluta af styrk frá W.K. Kellogg stofnuninni.
Ákveðið var að kaupa tölvukerfi, sem fullnægði eftirfarandi þremur skilyrðum:
1) Starfsmenn RALA þyrftu að eyða sem minnstum tíma og orku í að læra að
nota ólík tölvukerfi.