Fjölrit RALA - 13.09.1980, Qupperneq 64
54
með tilliti til læraholda. Þangmjölstilraun var lokið á árinu og er nú
unnið að uppgjöri hennar. Afkoma sauðfjárbúsins var viðunandi miðað
við árferði, frjósemi svipuð og verið hefur, heilsufar gott og vanhöld ekki
meiri en venjulegt er. Fallþungi dilka var nú rúm 14 kg.
Um samanburð á dætrum aðkeyptra hrúta og heimahrúta er þetta helzt að
segja: Frjósemi dætra aðkeyptu hrútanna var allmisjöfn, einn hópurinn
áberandi ófrjósamari, en hinir tveir álíka og dætra heimahrúta, þó heldur
lakari. Ull eins hópsins af aðkeyptum feðrum var um 1 kg yfir meðaltal allra
hópanna og verður fylgzt náið með því áfram.
Ákveðið var á síðastliðnu ári að endurbæta fjárhús, svo að framleiða mætti
ull óskemmda af húsvist. Hafizt var handa í haust um þær framkvæmdir.
Smíðaðir voru nýir garðar í húsin og slæðigrindur í alla garða. Loftræsti-
viftur voru settar í húsin ásamt tilheyrandi smíðum í strompum. Þá voru húsin
einangruð að hluta, en þessum framkvæmdum er ekki að fullu lokið, og má því ekki
vænta á þessum vetri fulls árangurs.
Um rekstur er það að segja,að alltaf eru sömu fjárhagsvandræðin. Að visu
er gert ráð fyrir hækkun verðbólgu í fjárveitingum, en aldrei eins miklum og
verðbólga raunverulega krefst. Er því alltaf sama féleysið ár eftir
ár.
Á árinu voru bæði útihús og íbúðarhús raáluð að utan að mestu leyti.
Jafnaðir voru ruðningar og grófunnið land um 3 ha. að stærð sem fyrirhuguð er
að nota bæði til tilrauna og túnræktar. Heyfengur var heldur minni en í
meðalári að vöxtum, en gæði miklu meiri en undanfarin ár, svo að litlu
mun muna á fóðurgildi. Skiptir og mestu máli að fóðurgæði séu sem mest, en
ekki magn.
TILRAUNASTÖÐIN Á MÖÐRUVÖLLUM.
Starfsemin var svipuð og verið hefur. Reynt var eftir megni að þoka
áfram uppbyggingu og viðhaldi stöðvarinnar, en láta það þó ekki verða á
kostnað tilraunastarfseminnar. Samstarfsnefndin, sem skipuð er einum manni
úr hverri sýslu í Norðlendingafjórðungi, kom tvívegis saman til fundar á
Möðruvöllum samkvæmt þeim markmiðum,sera nefndin setti í upphafi.
Samstarf var með ágætum við aðrar stofnanir í fjórðungnum,og störfuðu
einstakir héraðsráðunautar, starfsmenn Bændaskólans á Hólum og Ræktunarfélags
Norðurlands með starfsmönnum stöðvarinnar að ýmsum tilraunum.
Jósavin Gunnarsson lét af bústjórastarfi síðast á árinu 1978,en ÞÓrður
G. Sigurjónsson tók við 1. marz 1979. Bjarni E. Guðleifsson tilraunastjóri
fór til Kanada 1. nóvember og mun starfa þar að kalrannsóknum eitt ár.