Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 66

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 66
- 56 tilraun með samanburð tveggja tegunda grasköggla, en sú tilraun var hluti af verkefni svokallaðrar graskögglanefndar. Sauðf jártilraunir vo.ru á þá lund,að enn voru tekin blóðsýni úr ám og lömbum áa, sem fengið höfðu selenköggla í vömb. Tilraun þessi er á vegum Ræktunarfélags Norðurlands. Þá var megnið af ánum í afkvæmarannsókn á vegum sauófjársæðingastöðvanna á landinu, en þær eru þrjár: á Akureyri, í Borgarfirði og Laugardælum. 1 vetur er nær allt fé stöðvarinnar í tilraunum. TILRAUNASTÖÐIN Á SKRIÐUKLAUSTRI. Jarðræktartilraunir. Grasræktartilraunir fóru fram eftir áætlun, en uppskera var að vonum lítil. Grænfóður og grænmetistilraunir fóru út um þúfur vegna kulda. Frætökutilraunimar voru ekki uppskomar. Sauðfjárrannsóknir. Lokió var við að taka blóðsýni úr fénu til blóðflokkarannsókna. Miklar líkur eru taldar til, að ónæmi gagnvart riðu fylgi sumum blóðflokkum. Tókst að fá lamb og láta life. með erfðagallann opin mænugöng. Dr. Pari K. Basrur kom frá Kanada til að sjá þessa og fleiri kindur, og tók hún blóðsýni til litn- ingarfannsókna. Beitartilraun UNDP/FAO var haldið áfram. Enn var gerð til- raun til að fóðra lömb á gervimjólk, en gekk illa. Haldið var áfram að fóðra laíöbær á heyi og kjamfóðri, þar til þeim var sleppt á fjall. Að venju voru gerðar afkvíemarannsóknir á nokkrum lambhrútum. Ræktun marglembinga var haldið áfram svo og rannsóknum á erfðum litleysis. Búskapur. Veturinn var gjafafrekur og hey með rainna móti. Vegna mistaka voru seld 10 t af graskögglum, sem stöðin átti frá tekin hjá KHB. Tekin var upp ströng skömmtun á heyi, hverri kind aðeins gefið 1 kg af heyi á dag. Varþessum skammti haldið út sauðburðinn. Vegna kulda varð lambfé ekki látið út. Véla- geymslan var tæmd og innréttuð fyrir fé svo og Grundarhúsin og fjóshlaðan. Fé þreifst furðuvel, og afföll voru lítil. Grasspretta var mjög léleg og hey sömuleiðis. Grænfóður spratt mjög illa, og sumar tegundir brugðust alveg. Byggingar. Lokið var að mestu við svalir. Skipt var um rennur og vindskeiðar á gamla húsinu.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.