Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 67

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 67
57 Vélar og áhöld. Keypt var haugsuga, sturtuvagn og tilraunasláttuvél. Jarðrækt. Lokað var 2.5 ha af nýrækt. Grænfóður var í 9.4 ha. Gestakomur. Tilraunastöðvanefndin kom hingað á árinu og hélt hér fund. Með nefndinni kom dr. Bjöm Sigurbjörnsson. Nefndin hélt annan fund á Egilsstöðum með stjórn BSA. Hans Blix, utanríkisráðherra Svía, dvaldist hér nokkra daga með fjöl- skyldu sinni sér til hvíldar og hressingar. Dr. Pari K. Basrur kom hingað vegna litningarannsókna. Dr. Robert R. Bement kom hingað vegna UNDP/FAO beitartilraunanna. TILRAUNASTÖÐIN Á SÁMSSTÖÐUM. Gerður var svipaður fjöldi tilrauna árið 1979 og undanfarin ár. Áburðartilraunir eru í meiri hluta,■en grasstofna- og kornræktartilraunum fer fjölgandi. Tala tilraunareita mun hafa haldizt nær óbreytt nokkur ár, um 1000 tilraunareitir. Þorsteinn Tómasson, sérfræðingur RALA á Keldnaholti, sá um kornræktar- tilraunimar, eins og hann hefur gert undanfarin ár. Tilraunir þessar voru í ár eingöngu í sandjarðvegi á Geitasandi. Af þeim tilraunaniðurstöðum, sem nú liggja fyrir frá sumrinu 1979, sést að þrátt fyrir mjög kalt sumar varð grasvöxtur á túnum nær í meðallagi. Ekkert kal var í túnum vorið 1979. Vegna þess hve klaki fór seint úr jörð, var erfitt um jarðvinnslu í moldarjörð vegna bleytu. Þess vegna var ekki gerlegt að sá korni í akra fyrr en 23. maí, en það er um tveimur vikum of seint miðað við reynslu hér. Korni var þvi aðeins sað í 3000 m , maisbyggi. Komþroski var enginn i moldarjarðvegi hér á Sámsstöðum, en korn í sandjörð á Geitasandi náði nokkrum þroska. Ekki munu vera dæmi þess að kornþroski hafi brugðizt svo mjög hér á Sámsstöðum sem sumarið 1979. Fræseta á vallarsveifgrasi var góð sumarið 1979/ en brást svo til alveg af túnvingli. Mun þetta hafa stafað af vorkuldunum. Fræþroski var allgóður í vallarsveifgrasi og túnvingli, en mjög lítill í öðrum grasteg- undum. Fræ var slegið á Geitasandi og á Sámsstöðum dagana 8.-28. sept. Alls var slegið fræ á 3.8 ha. Af því var vallarsveifgras af 3.4 ha, en túnvingull af 0.3 ha. Auk þess var safnað fræi af fjallafoxgrasi, fjallasveifgrasi,

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.