Fjölrit RALA - 10.11.1992, Qupperneq 8

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Qupperneq 8
-4- ýmissa grastegunda til þess að nota í uppgræðslu en flestir þeirra entust mjög skamman tíma (t.d. Andrés Amalds o.fl. 1978). Það var ekki fyrr en farið var að prófa íslenskan efnivið og tegundir og stofna frá Alaska og norðurhéruðum Norðurlandanna að stofnar fundust sem entust lengi og héldu sér vel við erfið skilyrði (Áslaug Helgadóttir 1988). Dæmi um slíkan stofn er Leik túnvingull frá Noregi sem var um árabil uppistaðan í sáðblöndum Vegagerðarinnar og er enn ríkjandi í vegköntum víða um land. Fleiri þættir hafa áhrif á gróður í vegköntum. Þannig er t.d. áberandi að ending sáðgresis og landnám innlends gróðurs minnkar hratt með aukinni hæð yfir sjó. Þetta má sjá þegar farið er upp á Holtavörðuheiði úr Norðurárdal og upp á Öxnadalsheiði úr Öxnadal svo dæmi séu tekin. Þá hefur gerð jarðvegsins í vegköntunum, s.s. næringarástand og vatnsheldni, og halli þeirra, sem áhrif hefur á úrrennsli, mikið að segja. Aðrir umhverfisþættir eru einnig mikilvægir, bæði efna-, eðlis- og líffræðilegir þættir, sem almennt ákvarða lífskjör gróðurs hérlendis. En það er fleira en lífsseigla sem máli skiptir þegar valdar eru tegundir og stofnar til að sá í vegkanta. Taka verður tillit til hversu vel sáðgróðurinn bindur jarðveginn gagnvart rofi og hversu vel hann undirbýr jarðveginn fyrir landnám staðargróðurs, sem í mörgum tilfellum er æskilegt lokatakmark uppgræðslunnar. Einnig verður að taka mið af fagurfræðilegum sjónarmiðum, þ.e. hversu vel aðkomugróðurinn fellur að umhverfi og gróðri í kring. Þá sýnist óæskilegt að vegkantagróður sé mjög uppskerumikill og hávaxinn. Slíkt dregur að fé á sumrin og snjó á vetrum. Sumarið 1987 hóf Rannsóknastofnun landbúnaðarins tilraunir og athuganir á uppgræðslu vegkanta fyrir Vegagerð ríkisins og hafa þær staðið í fimm ár. Markmið rannsóknanna var að finna hentugar tegundir og stofna til að sá í vegkanta við mismunandi aðstæður og auka þannig þá valkosti sem standa til boða. Lagðar voru út tilraunir á fimm stöðum, víðsvegar um land og í mismunandi hæð yfir sjó. Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum úr tilraunum þessum. TEGUNDIR OG STOFNAR Við val á tegundum og stofnum var ákveðið að leggja áherslu á íslenskan efnivið þar sem tilraunaniðurstöður hafa sýnt að hann endist að jafnaði betur en erlendir stofnar. Einnig er það æskilegt út frá umhverfissjónarmiði að nýta íslenskar plöntur eins mikið og unnt er. Reynt var að hafa í huga að stofnamir uppfylltu eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) væru endingargóðir, b) bindu jarðveg vel, c) þyldu beit, d) væru ólystugir, e) væru lágvaxnir og gæfu litla uppskeru, f) þyldu áburðarskort og g) væru jarðvegsbætandi. Val á tegundum og stofnum takmarkast þó endanlega af því fræi sem er til á markaði. Lítið úrval er enn af ræktuðum íslenskum efniviði og því var brugðið á það ráð í nokkrum tilvikum að nota villta stofna. Einnig eru margir þeirra erlendu stofna, sem best hafa reynst í prófunum hér á landi, hættir að fást. En með ofangreindar forsendur í huga voru eftirtaldir stofnar valdir:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.