Fjölrit RALA - 10.11.1992, Page 25

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Page 25
-17- LANDNÁM OG FRAMVINDA GRÓÐURS í RASKI EFTIR VEGAGERÐ Sigurður H. Magnússon YFIRLIT Gróðurþróun var rannsökuð á fjórum svæðum, á láglendi og heiðum á Vestur- og Norðurlandi, þar sem jarðvegi og gróðri hafði verið raskað við vegagerð. í lok vegagerðarinnar voru svæðin grædd upp með dreifingu tilbúins áburðar og sáningu grasfræs. Gróðurmælingar voru gerðar 3-10 árum eftir að uppgræðsla hófst og voru þær síðan endurteknar á sömu stöðum 3-4 árum síðar. Mikil aukning varð á heildarfjölda tegunda með tíma. Mest fjölgaði háplöntum og fléttum, en fjöldi mosategunda breyttist minna. Landnámsgróður í vegraski var mismunandi eftir svæðum og einnig var töluverður munur innan svæða. Stóran hluta þeirra háplantna sem nam land var einnig að finna í óröskuðum gróðri í næsta nágrenni veganna. Tegundasamsetning háplantna í vegraski varð yfirleitt líkari tegundasamsetningu grenndargróðurs eftir því sem lengra leið ffá sáningu. Margar tegundir háplantna, mosa og fléttna námu land í kjölfar uppgræðslu, en hegðun þeirra var misjöfn. Algengustu tegundir voru flokkaðar í fjóra hópa eftir ^ví hversu snemma þær námu land. Háplöntutegundimar lækjafræhyrna (Cerasíium cerastoides), mýradúnurt (Epilobium palustre) og snækrækill (Sagina nivalis) voru t.d. allar algengir frumheijar í vegraski þótt þær væru sjaldgæfar í óröskuðum gróðri í næsta nágrenni veganna. Aðrir algengir landnemar voru t.d. háplöntumar vegarfi (Cerastium fontanum) og axhæra (Luzula spicata) og mosategundirnar Racomitrium ericoides, Ceratodon purpureus og Drepanocladus uncinatus. Einna sístir landnemar vom tegundimar mýrfjóla (Viola palustris), túnsúra (Rumex acetosa) og brennisóley (Ranunculus acris). Heildarþekja í vegraski var mjög misjöfn, en jókst yfirleitt nokkuð með tíma. Þekja sáðgresis minnkaði meðan landnámstegundir juku hlutdeild sína í þekju. Þekja mosa var yfirleitt miklu meiri en þekja annarra plöntuhópa og mynduðu þeir þekju einnig mun fyrr en háplöntur og fléttur. Þekja einstakra háplöntutegunda var yfirleitt lítil. Mestri þekju háplantna í einstökum rannsóknareitum náðu tegundirnar snarrótarpuntur (Deschampsia caespitosa), krækilyng (Empetrum nigrum), fjallasmári (Sibbaldia procumbens), klóelfting (Equisetum arvense), lambagras (Silene acaulis) og skriðlíngresi (Agrostis stolonifera). í greininni er nokkuð fjallað um tegundaval og aðferðir við uppgræðslu vegna vegagerðar og einnig um frekari rannsóknir sem æskilegt er að ráðast í. Varað er við notkun mjög öflugra sáðtegunda sem hindrað geta landnám staðargróðurs. Lögð er áhersla á að rannsaka þýðingu þess að varðveita efsta jarðvegslagið við upphaf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.