Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 19

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 19
Fjölbreytugreining: áhriflúpínu á plöntutegundir. Viðbrögð plöntutegunda við lúpínu voru misjöfn. Til að sýna þetta hefur tegundum hér verið skipt upp í fjóra meginhópa eftir kjörlendi og viðbrögðum (6.-9. mynd). í fyrsta lagi eru tegundir sem fundust mest í reitum sem voru lítið grónir en hurfu í reitum þar sem lúpína hafði þétt sig. Hér var um að ræða tegundir sem einkenna mela og hálfgróið land eins og mosaheiðar og rýrt mólendi. Þar á meðal voru skriðlíngresi, músareyra, melablóm, hvítmaðra, ax- hæra, lambagras, blóðberg, mosinn melagambri og fléttan melakræða (6. mynd). í öðru lagi eru tegundir sem fundust einkum í rýrum mólendis- og lyngmóareitum en lítið sem ekkert í reitum með þéttri lúpínu. Helstar þessara tegunda voru birki, koms- úra, beitilyng, holtasóley, krækilyng, brjóstagras, blábeijalyng og mosinn hraungambri (7. mynd). I þriðja lagi em nokkrar tegundir sem fundust í mela eða mól- endisreitum, en héldu velli í reitum þar sem lúpínan þétti sig. Þar bar hæst gras- tegundimar túnvingul, blávingul og blásveifgras, en vegarfi, túnsúra og mosinn móa- sigð sýndu lík viðbrögð (8. mynd). I fjórða og síðasta lagi em svo tegundir sem fundust mest inni í þéttum lúpínubreiðum eða þar sem lúpína var farin að hopa en þær fundust lítið eða ekki í viðmiðunarreitum utan lúpínubreiða. Þar ber fyrst að nefna vallarsveifgras og mosann engjaskraut en helstu aðrar tegundir af þessum flokki vom ætihvönn, sigurskúfur, vallelfting, brennisóley, túnfífill, lokkmosar og tildurmosi (9. mynd). Þegar á heildina er litið hurfu fleiri tegundir úr gróðri en numu land þar sem lúpína breiddist út og myndaði þéttar breiður. Á viðmiðunarlandi utan lúpínubreiða vom tegundir fæstar á lítt grónum melum en flestar í vel grónu mólendi (10. mynd). I lúpínubreiðum vom tegundir hins vegar miklu færri en í mólendisreitum og í mörgum tilvikum færri en í melareitum. Fléttur hurfu alveg úr reitum þar sem lúpína þétti sig að marki og samanstóð flóran af tegundafáu samfélagi háplantna og mosa (10. mynd). Hvað einstaka plöntuhópa varðar þá var marktæk aukning í þekju tvíkímblaða jurta, grasa, mosa og sinu með aukinni þéttni lúpínu. Jafnffamt varð marktæk minnkun í þekju mnna, stara og sefs, og fléttna og fækkun í fjölda tegunda af öllum plöntu- hópum (3. tafla). Af gróðurþáttum reyndust aðeins mnnaþekja og fjöldi háplöntu- tegunda hafa marktæka fylgni við 2. ásinn (3. tafla). 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.