Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 10
RANNSÓKNASVÆÐI
Rannsóknimar fóm fram á 15 stöðum á landinu á ámnum 1988-1993. Fyrir valinu
urðu staðir þar sem lúpínan átti sér nokkuð langa sögu og hafði breiðst út. Leitast var
við að velja staði þar sem aðstæður vom nokkuð mismunandi með tilliti til veðurfars,
jarðvegsgerðar og gróðurs (1. tafla). Rannsóknasvæðin vom öll á láglendi og innan
friðaðra girðinga sem vom í eigu eða umsjón Skógræktar ríkisins, Landgræðslu
rikisins, bæjarfélaga, bænda eða annarra aðila. Sjö staðanna vom sunnan heiða, ffá
Kvískerjum í Öræfum í austri til Skorradals i Borgarfirði í vestri. Norðanlands vom
átta staðir, vestan frá Varmahlíð í Skagafirði austur á Ássand í Kelduhverfi (1. mynd).
Sunnan heiða er loftslag hlýrra og mun úrkomusamara en á norðanverðu landinu (1.
tafla). Á stöðunum fyrir sunnan var meðalárshiti um 3,2-4,6°C og ársúrkoma um 900-
3430 mm á tímabilinu 1961-1990. Fyrir norðan var meðalárshiti hins vegar um 1,8-
3,2°C og ársúrkoma 470-820 mm (1. tafla, Veðurstofa Islands, skriflegar upp-
lýsingar).
1. mynd. Staðir á landinu þar sem lúpinubreiður voru rannsakaðar.
Figure 1. Sites in Iceland where lupin patches were studied.
Nokkur munur var á milli landshluta hvað varðar landgerð þar sem gamlar
lúpínubreiður var að fmna. Á sunnanverðu landinu var meira um áraura eða hraun, en
einnig voru þar blásnir melar á jökulruðningi. Á Norðurlandi var víðast hvar um að
ræða blásna mela eða skriður í brekkum og brattlendi (1. tafla). Mislangt var liðið frá
því lúpínan kom fyrst á þá staði sem kannaðir voru. Lengst hafði hún verið, eða yfir
30 ár, í Múlakoti í Fljósthlíð og á Kvískeijum í Öræfum, en skemmst í Varmahlíð í
Skagafirði og á Ássandi í Kelduhverfi, innan við 15 ár (1. tafla). Á öllum stöðunum
8