Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 44

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 44
mælingar hafa sýnt (Ása L. Aradóttir 2000) og sinufall og breytingar á umhverfi ekki jafn afdrifaríkar. Sá gróður sem fyrir er lifír miklu ffekar og sumstaðar fjölgar tegundum inni í breiðunum, samanber melana á Hveravöllum og Hálsi (II). Ætla verður að fjölgun tegunda stafi af bættu næringarástandi í jarðvegi, en einnig gæti aukið skjól í gisinni lúpínunni, stöðvun fjúkandi fræs og betri spírunarskilyrði átt hlut að máli. Slíkum áhrifum hefur verið lýst í gisnum breiðum af lúpínu (L. lepidus) á St. Hellens eldfjallinu í Bandaríkjunum (del Moral og Bliss 1993). Víkur lúpína með tímanum fyrir öðrum gróðri? Þegar rannsóknir okkar fóru fram voru liðin um 10 til 30 ár frá því að lúpína myndaði breiður á rannsóknarsvæðunum (1. tafla). Víðast hvar voru greinileg merki um að hún væri þéttust nokkru innan við jaðar breiða þar sem hún var um 5-10 ára gömul. Þegar innar kom í breiður hafði lúpína yfirleitt gisnað og blandast öðrum gróðri sem numið hafði þar land. Mjög misjafnt var þó hversu langt þessar breytingar höfðu gengið. Það var aðeins á örfáum stöðum að lúpína hafði alveg hörfað úr landi. Skýrustu dæmi um þetta voru í Heiðmörk (HM III og IV, 4. tafla), en þar voru liðin liðlega 20 ár frá því að lúpína nam land (1. tafla, 9. ljósmynd). Athuganir á loftmyndum frá Heiðmörk hafa einnig sýnt að lúpína hefur hörfað þar af blettum tæpum 20 árum eftir að hún myndaði þéttar breiður (Daði Bjömsson 1997). Lúpína hafði einnig gisnað mjög mikið í Haukadal í Biskupstungum, Vaðlareit í Eyjafirði (VR II) og á Hálmelum í Fnjóskadal (HÁ II) (4. tafla). Á þessum stöðum hafði hún verið til staðar í um 25 ár (1. tafla). í Heiðmörk og Haukadal hafði myndast þétt graslendi með elftingu og mosa (23. ljósmynd) en á Hálsmelum skildi lúpína hins vegar eftir sig hálfgróinn mel (4. tafla). Víðast annars staðar var lúpína með umtalsverða þekju í elsta hluta breiða (1. og 4. tafla). Á nokkrum svæðum (Kvísker, Skorradalur, Hrísey), þar sem hún átti sér um 25-30 ára sögu var hún enn með nær ftilla þekju. Þetta sýnir að viðvera lúpínu í landi er mjög misjöfn. Hörfun lúpínu verður við það að gamlar plöntur tína tölunni án þess að ung- plöntur fylli í skörðin. Á flestum þeim stöðum þar sem lúpína hafði gisnað mikið eða hörfað mátti finna gamlar, stöngulfáar plöntur eða sinu af dauðum plöntum á yfirborði eða grafna í grasi og mosa. Ekki er vitað hversu gamlar einstakar plöntur af alaskalúpínu geta orðið. Niðurstöðumar sýna að breiður tóku sumstaðar að gisna um eða innan við 10 árum eftir að þær mynduðust en annars varð lítil gisnun á yfir 30 ámm. Ekki er ljóst hvort gamlar plöntur vom þar enn til staðar eða hvort endumýjun hafi átt sér stað í breiðunum. Fremur ólíklegt er þó að hún verði í skugga undir lúpínuþaki sem takmarkar vöxt ungra planta af fræi. Þessar niðurstöður og aðrar at- huganir á lúpínu hér á landi (Borgþór Magnússon o.fl. 1995) benda til að einstakar plöntur geti við góðar aðstæður náð a.m.k. 20-30 ára aldri. Það er ffernur langt ævi- skeið miðað við það sem er þekkt um nokkrar aðrar fjölærar lúpínutegundir. Þannig er æviskeið Lupinus lepidus aðeins 3-5 ár (Braatne 1989, del Moral og Bliss 1993), Lupinus arboreus lifir lengst í 7-10 ár í sínum heimkynnum í Kalifomíu (Pitelka 1977, Maron og Connors 1996) en verður um 5-6 ára gömul þar sem hún er ræktuð á námuhaugum í Bretlandi (Palaniappan o.fl. 1979). Tegundin L. latifolius, sem er skyldust alaskalúpínunni af þessum tegundum, er hins vegar talin eiga 8-15 ára ævi- skeið (Braatne 1989, del Moral og Bliss 1993). Eftir lýsingum að dæma virðist al- gengt að heilar breiður af þessum tegundum visni og plöntur drepist á einu og sama árinu. Skilja þær þá eftir sig mikla sinuflekki (del Moral og Bliss 1993, Maron og Connors 1996). Dæmi em um að skordýr leggist á lúpínur og eigi þátt í að drepa þær (Gadgil 1971a, Pitelka 1977, Maron og Connors 1996). Engar vísbendingar hafa 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.