Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 23
10. mynd. Breytileiki í fjölda plöntutegunda á milli reita, sýndur með bóluriti.
Figure 10. Variation in plant species richness between plots, shown with a bubble plot.
Fjölbreytugreining: landshlutar og staðir. Niðurstöður fjölbreytugreiningarirmar gefa
til kynna að talsverður munur sé á milli landshluta á gróðurffamvindu í
lúpínubreiðum. Reitir ffá sunnanverðu landinu mynduðu þétta þyrpingu yst til vinstri
á 1. ási og skildi hún sig ffá reitum ffá norðanverðu landinu (4. mynd). Þetta gefur til
kynna að gróðurbreytingar af völdum lúpínunnar hafi almennt orðið meiri á sunnan-
verðu landinu og að gróður hafi verið einsleitari þar en í breiðum fyrir norðan. Þetta
kemur betur ffam þegar litið er á skipan reita ffá einstökum svæðum (11. og 12.
mynd). Hafa ber í huga þegar viðmiðunarreitir utan við lúpínbreiður eða í jaðri þeirra
eru bomir saman við reiti inni í breiðum að gróður á viðmiðunarlandi kann einnig að
hafa tekið breytingum á þeim tíma sem liðinn var ffá því að lúpína tók að vaxa á
svæðum. Yfirleitt var um ffiðuð svæði að ræða og má reikna með að gróður hafi
víðast hvar þétt sig utan við breiður. Þar kann því að hafa orðið ffamvinda ffá melum í
átt til mosaheiði og lyngmóa, en 2. ás tengist slíkum ffamvindubreytingum eins og
lýst var að ffaman.
A sunnanverðu landinu kom ffam mestur munur á staðsetningu reita frá Kví-
skerjum út eftir 1. ási (11. mynd). Þar var viðmiðunarreitur í mosaheiði sem var tæp-
lega 80% gróin (1. ljósmynd). Ríkjandi tegund var hraungambri en aðrar tegundir
voru strjálar og náðu ekki umtalsverðri þekju. Af einstökum háplöntum var mest um
týtulíngresi, blávingul, axhæru, krækilyng, blábeijalyng og birki. Inni í
21