Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 24

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 24
lúpínubreiðunni var gróður allt annar. Þar var lúpína ríkjandi með fulla þekju en aðrar áberandi háplöntur voru geithvönn og vallarsveifgras (2.-3. Ijósmynd). Nokkuð var einnig um blásveifgras, blágresi og túnfífíl. Mosalag var þétt í sverði inni í breiðunni og var engjakraut þar ríkjandi en einnig talsvert af tildurmosa og lokkmosum (4. tafla). Aðeins blásveifgras og túnvingull fundust bæði utan og inni í lúpínunni á Kví- skerjum. í Svínafelli var reitur utan við lúpínubreiðuna í hálfgróinni mosaheiði af hraungambra en krækilyng var ríkjandi af háplöntum og nokkuð var einnig um bijóstagras og lambagras. Inni í breiðunni höfðu gróðurbreytingar ekki gengið eins langt og á Kvískeijum (11. mynd), enda var breiðan í Svínafelli talsvert yngri (1. tafla). í Svínafelli var lúpína ríkjandi í gróðri og með fulla þekju (4. tafla) en af há- plöntum var mest um blásveifgras, gulmöðru, vallarsveifgras og túnvingul undir henni. Mosalag var mjög þétt (4. tafla) og var engjaskraut ríkjandi tegund. í Múlakoti var reitur utan við lúpínubreiðuna í algróinni, rakri og tegundaríkri mosaheiði með verulegri þekju af runnum og blómjurtum. Ríkjandi tegund þar var melagambri en af háplöntum var mest um krækilyng, loðvíði, komsúru og klóelftingu (4. ljósmynd). Inni í lúpínubreiðunni höfðu orðið miklar gróðurbreytingar og þróun í svipaða átt og á Kvískeijum (11. mynd). í elsta hluta breiðunnar var lúpína með mikla þekju og ríkti í gróðri ásamt ætihvönn (4. tafla), en aðrar helstu háplöntur þar voru vallarsveifgras, túnsúra, blásveifgras og njóli (5.-6. ljósmynd). Mosalag var þar þétt (4. tafla) og engjaskraut og lokkmosar ríkjandi í því. í Þjórsárdal vom aðstæður allt aðrar en á ofangreinum svæðum. Þar var lúpína að breiðast út á nánast gróðurlaust, sandorpið hraun, á svæði þar sem mikið áfok er af vikri og sandi. Þar var lítil sem engin mosaþekja og aðeins vottur af melategundum eins og túnvingli, melablómi, holurt og blóðbergi. Inni í breiðunni stefndi gróður- þróun hins vegar í svipaða átt og á hinum svæðunum en hafði gengið miklu skemur (11. mynd). í elsta hluta breiðunnar var lúpína mjög þétt og algjörlega rikjandi en af öðram háplöntum var nokkuð um skriðlíngresi, blásveifgras og túnvingul (4. tafla). Þétting varð á mosum og vora það einkum tegundimar melagambri, hlaðmosi og engjaskraut. í Haukadal vora allir reitir innan þeirrar lúpínubreiðu sem var athuguð. Þeir vora allir vel grónir og fremur lítill munur á gróðri þeirra (11. mynd). í elsta hluta breiðunnar hafði lúpína hörfað að mestu. Vallelfting var þar hins vegar rikjandi (4. tafla) þar sem lúpína hafði hörfað. í elftingunni mátti enn sjá hatta fyrir gömlum lúpínuhnausum sem höfðu skilið eftir sig lágar þústir í yfirborði (23. ljósmynd). Aðrar helstu tegundir háplantna í lúpínubreiðunni vora hálíngresi, blásveifgras og túnvin- gull. Þar var einnig nokkuð um njóla, gulvíði, brennisóley og túnfífil. Allþétt mosalag var í breiðunni og var engjaskraut þar ríkjandi en einnig talsvert af tildurmosa. í Heiðmörk urðu miklar gróðurbreytingar í lúpínubreiðum og áþekkar þeim sem urðu á öðrum svæðum á sunnanverðu landinu (11. mynd). Eindregnari merki komu þó fram um hörfun lúpínu í Heiðmörk. Tvö sniðanna (I og III) vora með viðmiðunarreiti úti á melum þar sem gróðurþekja var innan við 10% (11. mynd). Af háplöntum var þar mest um blóðberg, krækilyng, geldingahnapp, blávingul, túnvingul og týtulíngresi en af mosum var nokkuð um hraungambra og melagambra. í annarri breiðunni (III) hafði lúpína hopað í elsta hlutanum en í hinni (I) var hún enn ríkjandi og með nær fulla þekju (4. tafla). I báðum breiðunum hafði myndast graslendi þar sem vallarsveif- gras var ríkjandi tegund en aðrar helstu tegundir vora blávingull, hálíngresi og vegarfí (7.-9. ljósmynd). í sverði hafði myndast þétt mosalag (4. tafla) þar sem engjaskraut (22. ljómsynd) var ríkjandi, en einnig var talsvert um móasigð og lokkmosa. I hinum breiðunum tveimur í Heiðmörk (II og IV) vora allir reitir innan lúpínubreiða eða á 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.