Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 34
Uppskera í lúpínubreiðum.
Meira en tífaldur munur var á uppskeru lúpínu eftir stöðum. Mest var hún í elsta hluta
breiðu í Múlakoti, 992 g/m2, og þar var að auki 202 g/m2 uppskera af öðmm blóm-
plöntum. Minnst var uppskera lúpínu hins vegar í elsta hluta breiðu í Varmahlíð, þar
sem hún var 78 g/m" en uppskera annarra blómplantna nam 15 g/m2 (15. mynd).
Sunnanlands var umtalsverð uppskera af lúpínu (297-992 g/m2) bæði í ungum
breiðum og gömlum. A eftir Múlakoti var uppskera þar mest á Kvískeijum og Svínaf-
elli en þar var í báðum tilvikum um gamlar breiður að ræða (15. mynd). Á Norður-
landi var uppskera lúpínu alls staðar meiri í yngri en eldri hluta breiða. í yngri hluta
breiða mældist hún 337-652 g/m2, minnst var hún á Ássandi en mest í Varmahlíð (15.
mynd). í eldri hluta breiða mældist uppskera lúpínu á Norðurlandi hins vegar aðeins
78-389 g/m2. Minnst var hún í Varmahlíð og á Hveravöllum en mest á Húsavík og i
Hrísey (15. mynd). Á Hveravöllum var uppskera lúpínu mikil þar sem hún sótti út í
mólendi, eða 651 g/m2. í sömu breiðu var uppskera lúpínu þar á mel hins vegar 337
g/m2 (15. mynd).
Samanborið við lúpínu var uppskera annarra blómplantna alls staðar fremur
lítil í breiðum og náði hvergi yfir 70 g/m2, nema í Múlakoti. Þar sem mælingar voru
gerðar bæði í yngri og eldri hluta breiða var uppskera þeirra ætíð meiri í eldri
hlutanum (15. mynd).
15. mynd. Uppskera lúpinu og annarra háplantna í lúpínubreiðum haustið 1993. Frá Kvískerjum (KS),
Svínafelli (SF), Múlakoti (MK), Þjórsárdal (ÞD), Heiðmörk (HM), Varmahlíð (VH), Hrísey (HR),
Hveravöllum (HV), Húsavík (HÚ) og Ássandi (ÁS). Sýni vora tekin í gömlum (g) og ungum (u) hluta
breiða þar sem lúpína hafði breiðst um lítt gróið land. Á Hveravöllum var uppskera einnig mæld í ungri
breiðu þar sem lúpína hafði sótt út á mólendi (m). Meðaltal og staðalskekkja, n=6.
Figure 15. Biomass of lupin and other vascular plants (g dwt/m') in the autumn of 1993. The sites are
Kvísker (KS), Svínafell (SF), Múlakot (MK), Þjórsárdalur (ÞD), Heiðmörk (HM), Varmahlíð (VH),
Hrisey (HR), Hveravellir (HV), Húsavík (HÚ) and Assandur (ÁS). From old (g) andyoung (u) parts of
patches where lupin colonized barren areas. At the Hveravellir site a patch where the lupin had
colonized heathland (m) was also sampled. Average and s.e., n= 6.
32