Fjölrit RALA - 15.01.2001, Side 29
lyng, fjalldrapi og krækilyng voru ríkjandi. Talsvert var um mosa í sverði og var mest
af móasigð, melagambra og tildurmosa. Af öllum viðmiðunarreitum utan við
lúpínubreiður, bæði norðanlands og sunna, lágu þessir reitir efst á 2. ási (12. mynd).
Þar sem lúpína fór inn á lyngmóa á Hveravöllum varð hún þétt og vöxtuleg og hafði
mikil áhrif á gróður (17.-18. ljósmynd). Lyngtegundir drápust og hurfu að mestu en
aukning varð í vexti nokkurra tegunda, einkum blásveifgrass, fjallasveifgrass, túnvin-
guls og vallelflingar. Samkvæmt fjölbreytugreiningu hliðraðst reitimir niður til vinstri
frá viðmiðunarreitum (12. mynd).
A Húsavík náði lúpína miklum þéttleika og urðu þar verulegar breytingar á
gróðri (12. mynd), likastar þeim sem urðu í Hrísey af svæðunum á Norðurlandi. Utan
við breiðuna uppi á Skálamel á Húsavík (I) var mjög gisinn mela- og holtagróður og
var heildarþekja hans undir 15%. Þar var beitilyng ríkjandi en af öðrum tegundum var
mest af krækilyngi, blóðbergi, blávingli, túnvingli, axhæm og hvítmöðra. í elsta hluta
breiðunnar var lúpínan tekin að gisna en hún var þó ríkjandi með tæplega 50% þekju.
Land var þar algróið. Undir lúpínunni hafði myndast graslendi þar sem túnvingull og
blásveifgras vora ríkjandi með um 30% og 20% þekju hvor tegund. Þar var einnig
svolítið af túnsúra en fátt annarra tegunda háplantna. Mjög lítið var um mosa í sverði
(4. tafla). Melur var einnig utan við lúpínubreiðuna sem könnuð var upp við Botns-
vatn ofan Húsavíkur (III). Hann var gróinn að þriðjungi og vora holtasóley og
krækilyng þar ríkjandi en aðrar helstu tegundir beitilyng, lambagras, axhæra og blá-
vingull, hraungambri og melakræða. Inni í breiðunni var lúpína mjög þétt og með nær
samfellda þekju en undir henni var talsvert af blásveifgrasi sem náði tæplega 15%
þekju. Af öðram háplöntutegundum var mest af túnfífli og túnvingli, en þekja þeirra
var þó lítil. Mosar þéttu sig í sverði og var þar mest um móasigð og gljúffahnokka. I
hlíðinni neðan við Skálamel hafði lúpínan breiðst yfir lyngmóa (II) (4. mynd). Utan
við breiðuna var land nær algróið en ógróið yfirborð mældist aðeins 1%. Ríkjandi
tegundir þar vora beitilyng og krækilyng með um 40% og 20% þekju hvor tegund. Af
öðram tegundum var miklu minna en helstar þeirra vora ljónslappi, blábeijalyng,
holtasóley, grasvíðir, túnvingull, hálíngresi og móasigð. Inni í elsta hluta breiðunnar
var lúpína mjög þétt og með fulla þekju. Þar vora flestar mólendistegundir horfnar og
farið að myndast hálíngresisgraslendi blandað vallelftingu (4. tafla). Af öðram há-
plöntum fannst þar aðeins lítilræði af bugðupunti og túnsúra. Mosalag hafði ekki
myndast í breiðunni. Eins og fram kemur í niðurstöðmn íj ölbreytugremingar hefur í
öllum breiðunum á Húsavík orðið mikil tilfærsla á reitum frá hægri til vinstri á 1. ási
(12. mynd).
Á Ássandi hafði lúpína breiðst um berangursmel þar sem gróðurþekja var innan
við 3%. Á melnum var mest um blóðberg, lambagras og túnvingul, en stqálingur var
þar af öðram melaplöntum (19. ljósmynd). Lúpína náði hvergi fullri þekju í breiðunni
en var þéttust á mjóum kraga út við jaðarinn. Inni í elsta hlutanum var hún gisin og
mældist með 35% þekju (20. ljósmynd). Þar var ógróið yfirborð nánast horfið en
komið gisið túnvingulsgraslendi. Var þekja túnvinguls tæplega 25% (21. ljósmynd, 4.
tafla). Þar höfðu skriðlíngresi og týtulíngresi einnig þétt sig talsvert og þar var líka
nokkuð af blóðbergi og blásveifgrasi. Þétting var þar á mosum og var þar mest af
hlaðmosa. Þrátt fyrir að breiðan á Ássandi væri ekki gömul þá kom þar ffarn greinileg
breyting í gróðri eftir 1. ási fjölbreytugreiningarinnar (12. mynd).
27