Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 65

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 65
VIÐAUKAR 1. viðauki. Lýsing á rannsóknastöðum. Appendix 1. Site descriptions. Kvísker i Örcefum. Lúpínubreiður í girðingu í Eystri-Hvammi norðan við bæinn á Kvískerjum. Lúpína var fyrst sett þama í hallalítinn áraur í lítilli skógargirðingu undir Amarbæli í kringum 1956. Árið 1974 var girðingin undir skógarbrekkunni stækkuð ffam á aurinn og breiddist lúpínan fljótt út um hann og myndaði stóra samfellda breiðu innan girðingarinnar. Heimildarmaður: Hálfdan Bjömsson. Lagt var út eitt snið með fjórum reitum á Kvískerjum, KS 1-4. Fyrsti reiturinn var á við- miðunarlandi austan við girðinguna. Þar var sambærilegur áraur en lúpína hafði ekki breiðst þar um vegna sauðfjárbeitar. Land hafði hins vegar gróið þar talsvert upp. Annar reiturinn var í lúpínubreiðu í yngri hluta girðingarinnar og sá þriðji og fjórði vom í elsta hluta breiðunnar undir Amarbæli. Gróður- mælingar fóm fram 31. ágúst, 1993. Svínafell í Örœfum. Lítil uppgræðslugirðing á svolítið hallandi áraur sunnan við Svínafellsbæina. Þama vom girtir af um 2 ha árið 1972 og lúpínu plantað i girðinguna með um 10 m millibili. Lúpínan fór að sá sér þama út á næstu ámm og breiddist út um girðinguna. Árið 1990 var girðingin stækkuð til norðvesturs. Heimildarmenn: Guðjón Þorsteinsson og Jóhann Þorsteinsson. Lagt var út eitt snið með þremur reitum í Svínafelli, SF 1-3. Fyrsti reiturinn var í hálfgrónu landi utan við lúpínubreiðuna í yngri hluta girðingarinnar en annar og þriðji reitur vom inni í lúpínubreiðunni í eldri hluta girðingarinnar. Gróðurmælingar fóm fram 1. september, 1993. Múlakot í Fljótshlíð. Lítil skógræktargirðing á Þveráraumm neðan við austurbæinn í Múlakoti. Þetta er elsta svæði með alaskalúpínu hér á landi en það var Skógrækt ríkisins sem stóð að ræktun lúpínunnar á þessum stað. í grein Hákonar Bjamasonar skógræktarstjóra (1981) um lúpínuna frá Alaska og fræ- söfnunina þar árið 1945 er góð lýsing á þessari fyrstu tihaun en þar segir: "Vorið 1946 var lúpínufrœinu sáð í litlu gróðrarstöðina í Múlakoti i Fljótshlíð, en rœtumar höfðu verið settar í sama beð haustið áður. Hvorttveggja kom vel upp, en plöntunum var ekki gefinn sérstakur gaumur fyrstu tvö árin. En 1948 og einkum 1949 var beðið orðið mikil lúpínubeðja og við rvo búið mátti ekki lengur standa. Snemma vors 1950 var reist girðing á Þveráraurum austur af bœnum í Múlakoti og þangað var lúpínan flutt ásamt dálitlum hnaus af melgresi frá Alaska til þess að sjá hversu þessar tegundirþrifust í íslensku umhverfi. Auramir voru þá gróðurvana, aðeins sandur og möl, enda ekki liðin nemafá ár frá því að Þverá valtyfir þá. Lúpínurœtumar tóku strax að vaxa, plönturnar báru blóm þegar um sumarið og köstuðu af sér frœi um haustið. Á öðru og þriðja ári mátti sjá nýgrœðinginn umhverfis plöntubrúskana. ” Lúpínan hafði fyrir löngu numið land um alla girðinguna þegar gróðurmælingar vom gerðar. Hún hafði einnig sótt nokkuð út fyrir girðinguna til vesturs en þar var land sem gróið hafði upp af mosa og lyngi undir nokkurri sauðfjárbeit. Heimildarmaður: Ámi Guðmundsson. Lagt var út eitt snið með ijórum reitum í Múlakoti, MK 1-4. Fyrsti reiturinn var úti á grónum aumum vestan við girðinguna á landi sem lúpínan sótti inn á, annar reitur var inni í ungri lúpínubreiðu rétt utan við girðinguna og tveir reitir vom í gömlu lúpínubreiðunum inni í girðingunni. Gróður- mælingar fóm fram 21. júlí, 1988. Þjórsárdalur. Land Skógræktar ríkisins á Ásólfsstöðum. Lúpínubreiður í sandorpnu hrauni á milli Þjórsárdalsvegar og Þjórsár. Lúpina hafði dreifst sér út um sandinn frá tveimur litlum flekkjum sem komið var á legg skammt austan Sandár upp úr 1960 (Ása L. Aradóttir 2000). Lagt var út eitt snið með írmm reitum við austurjaðar breiðanna í Þjórsárdal, ÞD 1-5. Fyrsti reiturinn var á sandinum rétt utan við gamla breiðu en hinir reitimir vom lagðir inn eftir breiðunni þar sem aldur hennar fór vaxandi. Gróðurmælingar fóm fram 22. júlí, 1988. Haukadalur i Biskupstungum Land Skógræktar rikisins. Svæði við Kaldalæk skammt ofan við bæinn í Haukadal. Þar var lúpínan sett í leirflag rétt sunnan við lækinn um 1958. Áhrif af hverahita em í flaginu. Lúpína hafði breiðst um allt flagið og var tekin að hörfa þar sem hún var elst. Heimildarmaður: Sigvaldi Ásgeirsson. Lagt var út eitt snið með 4 reitum í breiðunni við Kaldalæk, HD 1-4. Fyrsti reiturinn var í yngsta hluta breiðunnar en sá síðasti þar sem lúpínan hafði hörfað. Gróðurmælingar fóm fram 19. júlí, 1988. 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.