Fjölrit RALA - 15.01.2001, Side 25

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Side 25
landi sem hún hafði hörfað af og var þar minni munur á gróðri (11. mynd). Lúpína var með mikla þekju og ríkjandi í elsta hlutanum í annarri breiðunni (II) en hafði hörfað í hinni (IV), (4. tafla). I þessum breiðum hafði einnig myndast graslendi þar sem vallar- sveifgras var ríkjandi (4. tafla). Aðrar tegundir með umstalsverða þekju voru túnvin- gull, blávingull, týtulíngresi og túnflfíll. í báðum breiðunum var einnig nokkuð um brennisóley og talsvert var af snarrót í annarri þeirra. Þétt mosalag var í sverði og helstu tegundir þar hinar sömu og í hinum breiðunum. I Skorradal hafði lúpína fyllt skriður og melabletti í hlíðinni fyrir ofan Stálpastaði þar sem mælingamar fóru fram. Allir reitir voru innan lúpínubreiða og var fremur lítill munur á gróðri í þeim flestum (11. mynd). í báðum breiðum var lúpína ríkjandi. Hafði hún fulla þekju í yngri breiðunni (I), en hafði svolítið gisnað þar sem hún hafði vaxið lengur (4. tafla). Einn reitur (1-1) var nokkuð frábrugðinn hinum en þar voru gróðurbreytingar skemmst á veg komnar (11. mynd). Þar var enn slæðingur af mela- og mólendistegundum undir lúpínunni, en helstar þeirra voru túnvingull, blávinglull, klóelfting, komsúra, bijóstagras og blábeijalyng. I Skorradal fannst sigur- skúfur í öllum reitum. Náði hann nær 20% þekju og var ríkjandi undir lúpínunni þar sem hún hafði vaxið lengst (4. tafla). Af öðmm háplöntum var mest um vallelftingu, brennisóley, túnvingul og blávingul í breiðunum í Skorradal. Þéttleiki grasa var þar miklu minni en á öðmm svæðum sunnan heiða og einnig var þar minna um mosa (4. tafla). I eldri breiðunni vom engjaskraut og lokkmosarríkjandi í mosalagi. Á Norðurlandi vom áhrif lúpínu mjög misjöfn milli svæða. Þar sem hún breiddist út á mela urðu almennt minni breytingar en fyrir sunnan. Þéttleiki lúpínu var víðast hvar minni og land greri ekki jafn vel upp (4. tafla). Á nokkmm melasvæðum fyrir norðan var áberandi að lúpína myndaði þéttan, nokkurra metra breiðan kraga rétta innan við jaðar breiða og vom plöntur þar stærstar og í mestum blóma. Innan við kragann var lúpínan miklu gisnari. Minnti þetta, þótt stærra væri í sniðum, á hvít- smárabreiðu sem er þéttust og blómstrar mest við jaðarinn. Það virðist því sem lúpína haldi þrótti sínum og þéttleika mun skemur fyrir norðan en sunnan heiða. Á nokkmm svæðum norðanlands hafði lúpínan breiðst inn á lyngmóa og valdið þar miklum um- skiptum á gróðri. í Varmahlíð urðu litlar gróðurbreytingar í breiðunni sem könnuð var. Reitur úr elsta hluta hennar greindi sig lítið ffá viðmiðunarreit utan við. Meira frávik var á reit sem staðsettur var í þéttum lúpínukraga rétt ínnan við jaðarinn. I Varmahlíð hafði lúpína breiðst um flagmóa sem var gróinn að tveimur þriðju utan við breiðuna. Ríkjandi tegundir þar vom holtasóley, blóðberg en einnig var talsvert af krækilyngi, snarrót, túnvingli og komsúm. í elsta hluta breiðunnar var lúpína orðin mjög gisin en ríkjandi háplöntur með henni vom sömu tegundir utan við breiðuna, þ.e. holtasóley og blóðberg, auk blásveifgrass (4. tafla). Nokkurt landnám var af birki í reitnum og nam þekja þess um 4%. Lítilsháttar þétting varð á mosum í breiðunni og kvað þar mest að móasigð og lokkmosum. 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.