Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 41

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 41
efnisbúskap í jarðvegi í breiðum af Lupinus arboreus í Kalifomíu (Alpert og Mooney 1996). Niðurstöðumar sýna að fjöldi plöntutegunda hverfur þar sem lúpína myndar þéttar, langlífar breiður. Hlutfallslega fáar tegundir halda velli eða nema þar land og fækkar því plöntutegundum yfirleitt þar sem lúpína breiðist um. Fleiri dæmi em um þetta úr rannsóknum á ffamvindu í kjölfar lúpína (Maron og Connors 1996, Pickart o.fl. 1998). Sandar, melar, mosaheiði og lyngmóar vom ríkjandi landgerðir utan við lúpínubreiður sem við könnuðum. Þau einkennast af lágvöxnum tegundum, sem em flestar ljóselskar, aðlagaðar næringarsnauðu umhverfi, vaxa hægt og þola illa sam- keppni frá hávaxnari tegundum. Þessi lýsing á sennilega best við um fléttur en þær þurrkuðust algjörlega út þar sem lúpína myndaði þéttar breiður (10. mynd, 3. tafla). Ahrif á mosa vom minni. í heildina fækkaði tegundum þeirra þar sem lúpínan breiddist um, en áhrif á tegundafjölda vom mun minni en hjá fléttum og háplöntum (3. tafla). Hlaðmosi, hraungambri, melagambri og fleiri bersvæðategundir, sem vom algengar á melum og í mosaheiði, hurfu að mestu þar sem lúpína breiddist yfir. Skuggaþolnari tegundir, eins og móasigð, tildurmosi, lokkmosar og engjaskraut (22. ljósmynd) sem einkenna mólendi, graslendi, blómlendi eða kjarrlendi, héldu hins vegar velli eða námu land í lúpínunni. Allt em það fremur stórvaxnar mosategundir sem geta vaxið hratt og myndað samfelldan flóka. Eins og frarn hefur komið var mun meira um mosa í gróðri sunnanlands en norðan, bæði á viðmiðunarlandi og innan lúpínubreiða, sem stafar af rakara loftslagi fyrir sunnan. Þar var langmest um engja- skraut í lúpínubreiðum (9. mynd) en það er skuggaþolin tegund sem er algeng í gras- lendi (Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990, Bergþór Jóhannsson 19- 96). Víða mátti sjá að engjaskraut nam land og óx vel á rotnandi lúpínustönglum. Sömu sögu er að segja um lokkmosa (aðallega tegundin Brachythecium salebrosum) en það em stórgerðir mosar sem geta þrifíst vel í skugga innan um rotnandi plöntuleifar (Lye 1968). Háplöntutegundum fækkaði mikið þar sem lúpína myndaði þéttar breiður (3. tafla). Nánast allar smávaxnar mela- og mólendistegundir úr hópi tvíkímblaða jurta hurfu alveg úr landi sem lúpínan fór yfir (6. og 7. mynd). Svipaða sögu er að segja um algengustu lyngtegundir, þ.e. beitilyng, holtasóley, krækilyng og bláberjalyng, og sömu vísbendingar komu fram um fjalldrapa og aðalblábeijalyng (6. mynd). Til- hneiging í sömu átt hefur áður komið ffam í rannsókn á gróðri í lúpínubreiðum í Heið- mörk (Halldór Þorgeirsson 1979). Það er eftirtektarvert að hvorki birki né víðitegundir fundust að nokkm marki þar sem lúpína myndaði þéttar, langlífar breiður (7. mynd). Þó var víða talsvert um gamalt birki í næsta nágrenni þeirra, svo sem á Kvískeijum, í Múlakoti, Haukadal, Heiðmörk og Skorradal, og er líklegt að fræ af birki hafi borist inn í breiðumar í gegnum árin. Sömuleiðis er líklegt að víðiffæ, sem getur dreifst um langan veg með vindi, hafi borist eitthvað inn í lúpínubreiður. Þar sem land er friðað fyrir beit á láglendi nema gulvíðir og loðvíðir yfirleitt land tiltölulega fljótt og fara að setja svip á gróður er árin líða. Þekkt er að birki spírar helst og vex upp þar sem svörður er rofmn og gróður gisinn, en það á erfitt uppdráttar þar sem hann er þéttur og hávaxinn (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990, Ása L. Aradóttir 1991) og svipað á senni- lega við um víðitegundir. Rannsóknir okkar á gróðri í lúpínubreiðum og sömuleiðis rannsóknir Ásu L. Aradóttur (2000a,b) benda eindregið til að í þéttum lúpínubreiðum, t.d. víðast hvar á Suðurlandi, séu ekki skilyrði fyrir birki til að vaxa upp af ffæi. Það getur hins vegar komist á legg þar sem lúpínan myndar lágar, gisnar breiður, eins og dæmi ffá Ytrafjalli (24. ljósmynd), Varmahlið og fleiri stöðum í innsveitum á Norður- landi sýna. Líklegt er að lúpína bæti þar skilyrði birkis til landnáms og uppvaxtrar 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.