Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 47

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 47
köfnununarefhi í um 0,3%. Ef reiknað er með að kolefni í jarðvegi í efstu 10 cm hafi aukist um 3% og köfnunarefhi um 0,28% á þessum tíma þá jafhgildir það að aukning þessara efna hafi numið 39 tonnum af kolefni og 3,6 tonnum af köfnunarefni á hektara, sé miðað við rúmþyngdina 1,3. Þetta jafhgildir að árleg uppsöfnun í efsta 10 cm jarðvegslagi hafi numið 1300 kg/ha (130 g/m2) af kolefhi og 120 kg/ha (12 g/m2) af köfnunarefni. Þegar sömu forsendur eru lagðar til grundvallar til að áætla upp- söfhun á þessum efnurn í jarðvegi á öðrum lúpínusvæðum verður niðurstaðan sú að árleg binding af kolefni geti verið um 130-1040 kg/ha en af köfhunarefni um 10-90 kg/ha. Samkvæmt því hefur uppsöfnun verið minnst á Hveravöllum, Hrísey, Ássandi og Þjórsárdal en á eftir Kvískeijum og Múlakoti hefur hún verið mest á Húsavík og Ytrafjalli (16. og 18. mynd). Á Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur uppsöfnun á köfnunarefnisforða í jarðvegi þar sem Lupinus arboreus hefur verið notuð til upp- græðslu reynst vera um 160 kg N/ha á ári (Gadgil 1971b, Pananiappan o.fl. 1979) Erlendar rannsóknir á náttúrlegri framvindu og jarðvegsmyndun þar sem nitur- bindandi plöntur gegna lykilhlutverki hafa sýnt að árleg uppsöfnun köfhunarefnis í yfirborðslögum jarðvegs getur numið 27-163 kg N/ha (Walker 1993). Rannsóknir sem nýlega eru hafnar eru á kolefnisbindingu í jarðvegi á landgræðslusvæðum hér á landi benda til að uppsöfnun geti verið um 600-900 kg C/ha á ári (Ólafur Amalds o.fl. 1999, 2000). Mikil köfnunarefnisbinding alaskalúpínu gerir hana að kjörplöntu til uppgræðslu á lítt grónum svæðum hér á landi þar sem köfnunarefnisskortur hamlar gróðurfram- vindu og jarðvegsmyndun. Sjálfbær, samfelldur gróður getur ekki myndast á upp- græðslusvæðum fyrr en byggst hefur upp forði og komin er á umsetning af köfnunar- efni sem nægir plöntum til árlegs vaxtar. Algengt er að köfhunarefnisforði í þurr- lendisjarðvegi á gömlu og grónu landi í kaldtempraða beltinu sé á bilinu 2000-10000 kg/ha (Marrs og Bradshaw 1993) og hefur hann yfirleitt byggst upp á árþúsundum (Walker 1993). Árleg köfnunarefnisþörf gróðurs á slíku landi er um 100 kg/ha miðað við að ársvöxtur sé um 5000 kg/ha og köfhunarefhisinnihald plantna um 2%. Um- setning plöntuleifa í jarðvegi er talin vera um 6% á ári og þarf köfhunarefnisforði því að vera a.m.k. 1600 kg/ha til að viðhalda gróðri með þessum vexti (Marrs og Bradshaw 1993). Umsetning er háð hitastigi og þarf meiri forða í kaldara loftslagi en minni þar sem hlýrra er (Bradshaw 1983). Hér á landi er ársvöxtur í rýru graslendi á láglendi um 1000 kg/ha (Borgþór Magnússon o.fl. 1999) og séu sömu forsendur lagðar til grundvallar, þ.e. að árleg umsetning sé um 6%, þá þarf köfnunarefhisforði í jarðvegi að vera a.m.k. 300-400 kg/ha til að sá gróður viðhaldi sér án áburðargjafar. Uppgræðsla með grasfræi og tilbúnum áburði hér á landi hefur stundum reynst áfallasöm eftir að áburðagjöf hefur verið hætt (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1995, Sigurður H. Magnússon 1997b) sem sennilega má að hluta rekja til þess að uppbygging köfnunarefhisforða í jarðvegi hefur verið of skammt á veg komin til að viðhalda samfelldum gróðri. Rannsóknir á ffamvindu á námahaugum í Bretlandi sýna að víðikjarr þrífst þar ekki fyrr en köfnunarefhisforði í jarðvegi hefur náð 700 kg/ha og skóglendi af birki og eyk myndast ekki fyrr en forðinn hefur náð 1200 kg N/ha. Með því að nota lúpínu (Lupinus arboreus) þar til uppgræðslu, sem eykur köfhunarefnisforða í jarðvegi um 160 kg/ha á ári, tekur það aðeins um 5 ár að byggja upp nauðsynlegan forða til að viðhalda víðikjarri (Palaniappan o.fl. 1979, Marrs og Bradshaw 1993). Það má gera ráð fýrir að ekki þurfi minni köfnunarefhisforða í jarð- vegi hér á landi heldur en á Bretlandseyjum til að viðhalda tilteknum gróðri. Ef litið er til víðikjarrsins og vísbendinga um köfnunarefhisbindingu alaskalúpínu þá má áætla að við uppgræðslu með lúpínu geti eftir aðstæðum tekið um 6-70 ár að byggja upp 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.